22.7.2013 | 21:34
Af heilbrigðismálum og "valkvæðri fávisku".
- Af stærstum hluta umræðunnar um heilbrigðiskerfið, mætti ætla að einungis séu til tvö heilbrigðiskerfi í öllum heiminum. Það íslenska og það bandaríska.
Í það minnsta eru allar hugmyndir um breytingar á heilbrigðiskerfinu hér, sama hversu hófsamar þær eru, tæklaðar sem hugmyndir um að innleiða hér bandarískt heilbrigðiskerfi.
Mér vitanlega hefur enginn ljáð því máls að hér verði bandaríska heilbrigðiskerfið tekið upp. Nema vissulega þeir sem kjósa að mæta til leiks í umræðuna með "valkvæða fávisku" í farteskinu. Því vissulega trúi ég því og í rauninni veit það, að þetta fólk veit betur en það lætur.
Það rætt er um er ýmis þjónusta og aðgerðir sem vel er hægt að inna af hendi annars staðar en á ríkisreknum stofnunum, verði boðin út með það fyrir augum að lækka kostnað ríkisins við slíkt. Kostnaðhluti sjúklings mun þó verða sá sami, eftir sem áður.
Árið 2007 eða 2008 stefndi í óefni vegna þess að biðlistar vegna augasteinsaðgerðum lengdust með degi hverjum. Var þá brugðið á það ráð, að bjóða slíkar aðgerðir út.
Útkoman varð sú að þeir sem hagstæðast komu út úr tilboðunum buðu þessar aðgerðir á þrefalt lægra verði en ríkið/skattgreiðendur höfðu keypt samskonar aðgerðir af Landsspítalanum. Ásamt því sem ört fækkaði á biðlistunum. Án þess þó að sjúklingurinn hafi þurft að greiða hærra gjald en hann gerði á Landsspítalanum.
Þetta litla dæmi sýnir það, að það er vel þess virði að skoða hvort ekki sé hægt að lækka kostnaðinn við ýmsar aðgerðir sem hægt er að framkvæma annars staðar en á sjúkrahúsum. Án þess þó að kostnaðarhluti sjúklingsins hækki.
Allt tal um að ríka fólkið gæti troðið sér framar í röðina hjá einkaaðilum á kostnað þeirra efnaminni. Er í rauninni bara fyrirsláttur hjá fólki sem veit eða ætti í það minnsta að vita betur.
Því ef að slíkt væri raunin, þá væri slíkt við lýði hér í dag. Enda ekkert því til fyrirstöðu að margar einkastofur út í bæ geti nú þegar framkvæmt ýmsar aðgerðir framhjá kerfinu.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Maðan Landspítalinn berst í bökkum og getur ekki borgað mannsæmandi laun eða endurnýjað sinn tækjakost og verður að treysta á safnanir félagasamtaka til þeirrar endurnýjunnar, eru einkaaðilar að framkvæma flóknar aðgerðir út í bæ, fyrir mun minna fé en Landspítali getur boðið, með tækjum sem eru keypt og með starfsfólki á mun hærri launum.
Þetta vekur vissulega upp spurningar. Er hugsanlegt að það sé búið að safna of mikilli starfsemi á einn stað, að hagkvæmni stærðarinnar sé farin að bíta spítalann í hælanna?
Er hugsanlegt að sú hugsun sem liggur að baki hinu nýja sjúkrahúsi, sem verður af þeirri stærðargráðu er hæfir milljónaborg, sé kannski röng?
Getur verið að hagkvæmni í heilbrigðiskerfinu felist í smærri einingum, sem þá væru sérhæfðari?
Það er í það minnsta ljóst að rekstur Landspítalans er í molum og að hann er að hruni kominn. Það er ljóst að endurhugsa þarf heilbrigðiskerfið, frá grunni.
Ef lausnin liggur í því að einkavæða einhver hluta þess á ekki að hika við að fara þá leið. Ef lausnin liggur í því að minnka, fjölga og sérhæfa sjúkraeiningar, á ekki að hika við að gera slíkt. Þar erum við nokkuð vel sett með fjölda sjúkrahúsa um allt land, sem flestar standa nú meira eða minna auðar.
Exel er ekki tæki til að reikna hagkvæmni heilbrigðiskerfisins. Það forrit ræður ekki við þær flóknu breytur sem skipta máli. Að safna allri heilbrigðisþjónustu á einn stað getur rímað vel við útreikninga í töflureikni, en raunveruleikinn er flóknari.
Varðandi þá fullyrðingu að betur stætt fólk sé betur sett en annað, með einkavæðingu, er að hluta rétt. Það byggir á því að einkaaðilar sem stunda aðgerðir á fólki nýta þann tíma sem þeir hafa umfram það sem þeir þurfa til að sinna því sem ríkið styrkir og býður þeim að koma sem geta greitt fyrir aðgerðina. Þeim sem þykir rétt að hinir efnameiri greiði hlutfallslega hærri skatta ættu að fagan því ef það fólk vill spara ríkinu kostnað við heilbrigðisþjónustu þess.
Þetta ætti að skila sér í sparnaði fyrir ríkið, sem aftur ætti að skila sér í frekari þjónustu við þá sem verða að treysta á hjálp þaðan. Hver sú aðgerð sem hinn efnameiri greiðir fyrir hlýtur því að koma hinum til góða.
Hættum að horfa til þess að okkar heilbrigðiskerfi þurfi að ríma við eitthert erlent kerfi, það er einfaldlega ekki hægt. Fólksfæðin hér á landi gerir það að verkum að við verðum að finna okkar eigið heilbrigðiskerfi, kerfi sem getur sinnt okkar þörfum og við höfum efni á að reka.
Gunnar Heiðarsson, 23.7.2013 kl. 09:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.