Leita í fréttum mbl.is

Enn einn smánarbletturinn á sögu Alþingis!

http://www.ruv.is/frett/saksoknari-of-kappsamur-i-mali-geirs

Landsdómsmálið verður þeim til ævarandi skammar sem að því stóðu.

"Niðurstaðan er sú að mál Geirs sé ekki í samræmi við sýn nefndarinnar á refsiábyrgð pólitískt kjörinna fulltrúa."

"Fulltrúi Íslands í Evrópuráðsnefndinni er Þuríður Backman, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna. Hún skilaði ein séráliti þar sem hún lýsti sig ósammála niðurstöðum nefndarinnar."

Enda var hún ein þeirra er greiddu málinu atkvæði á sínum tíma.  Auk þess sem hún greiddi götu þess að tillaga um afturköllun ákærunnar yrði ekki tekin til efnislegrar afgreiðslu í þinginu.

Enginn þeirra sem stóðu að málinu á sér aðrar málsbætur, en að hafa látið hatrið og heiftina ráða för í málinu.  Slíkar málsbætur eru þó vart teknar gildar sé til þess litið að um löggjafarþing þjóðarinnar er að ræða.
 
Auk þess sem að þeim stóð til boða að draga ákæruna til baka.  Þegar ljóst mátti hafa verið að líkur á sakfellingu voru nánast engar.

Það var hins vegar liður í því að halda fyrrverandi ríkisstjórn saman, að leggja til og samþykkja.  Að tillögunni  um afturköllun ákærunar  yrði vísað frá í þinginu.

Skýrslan hlýtur svo að verða mikilvægt gagn í málarekstri Geirs fyrir Mannréttindadómstóli Evrópu og auka líkur þess að hann fái þar uppreisn æru.

En hinir smánarlegu þingmenn er ákærðu hann, fái hins vegar, ævarandi skömm og lítilmennsku sína staðfesta með dómi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Já Kristinn Karl. þeir eru margir smánarblettirnir eftir síðustu Ríkisstjórn.Ég vona svo sannarlega að þau fái að finna til Tevatnsins. Það er ótrúlegt hvað þetta fólk gat lagst lágt. En vonandi verður aldrei aftur svona ómerkileg stjórn við stjórnvölinn hér á landi aftur!!!!og aldrei vinstri stjórn!!

Eyjólfur G Svavarsson, 9.6.2013 kl. 16:59

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Aðeins einn meðlimur mannréttindanefndarinnar var ósammála þessari niðurstöðu, en það var fulltrúi Íslands, sem er n.b. Úr VG.

Þeim fannst greinilega tilefni til að hnykkja á botnlausri heimsku sinni og hroka. Svo talar sama fólk um það að halda reisn og trúverðugleika í alþjóðasamfélaginu.

Jón Steinar Ragnarsson, 9.6.2013 kl. 18:26

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Skil ég það rétt að Þuríður Backman hafi verið fullgildur fulltrúi í Evrópuráðsnefndinni? 

Hefðu ekki allir heiðarlegir lýst sig vanhæfa af sjálfsdáðum eða verið úrskurðaðir vanhæfir?

Kolbrún Hilmars, 9.6.2013 kl. 22:25

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Já, merkilegt. Eru það ekki einmitt Steingrímur J. og Jóhanna, Össur og e.t.v. fleiri úr þeirri ríkisstjórn sem ættu að fara fyrir landsdóm? Hvað tefur það brýna mál?

Jón Valur Jensson, 9.6.2013 kl. 22:26

5 identicon

Ég hélt að það væru takmörk á því hversu subbulegt og skítlegt þetta landómsmál gegn Geir gæti orðið.Við leit að réttlæti í evrópuráðsnefndinn skildi þessi kona Þuríður Backman ekki lísa sig vanhæfa og stíga til hliðar er ein sú stærsta siðferðisleg siðblinda sem maður verður vitni af. Og að skila ein séráliti fær mann til að hugsa hversu lágtt siðferði stjórnmálamanna getur orðið.

Egill Jón Kristjánsson (IP-tala skráð) 9.6.2013 kl. 23:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband