Leita í fréttum mbl.is

Tryggir samtal við "verri" kosti betri samningsstöðu?

Kannski fer bara svo að Sigmundur "neyðist" til að mynda vinstri stjórn. Eða skila umboðinu. Takist honum það ekki. Án umboðs er hann með neikvæða samningsstöðu......

Áframhaldandi vinstri stjórn gengur að velferðarkerfinu dauðu, veikir enn frekar stöðu Íbúðalánasjóðs, eykur ríkisútgjöld Staða lántakenda óbreytt eða verri o.s.f.v.

ESB-málin sönsuð með þjóðaratkvæði um umsóknina í haust.  Óvíst væri þó að samningsferlini lyki á kjörtímabilinu.

 Þar sem  venjan er ekki sú  að ESB ljúki við aðildarsamninga nema nokkuð ljóst sé að aðldin verði samþykkt í þjóðaratkvæði í umsóknarlandinu.

Sú staða gæti þá komið upp að menn neyddust til þess að verja "gróðanum" af samningum við kröfuhafanna til annarra nota.

Spurning hvort að slík stjórn myndi ekki slá met fráfarandi stjórnar, í fylgistapi,  í lok nýbyrjaðs kjörtímabils?

Líklegast er bara best að anda með nefinu og bíða átekta. Óþarfi að eyða tíma í maddömmu sem daðrar í allar áttir....

Í það minnsta er það ekki gáfulegt að hefja stjórnarmyndunarviðræður við einhvern sem er með alla glugga og dyr opnar.  Við slíkar aðstæður getur aldrei ríkt sá trúnaður og traust sem slíkar viðræður útheimta.


mbl.is Framsókn ekki með „einkaleyfi“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er Sigmundur Davíð ekki bara að minna Sjálfstæðismenn á að Framsókn er nú jafningi og að málefnasamningur flokkanna þarf að endurspegla það? Sumir Sjálfstæðismenn virðast ætla að vera lengi að melta þau sannindi að flokkurinn er ekki lengur lykilaflið - með ákveðnum greini - í íslenskum stjórnmálum með atkvæði 1/3 kjósenda í fastri áskrift.

Ég hef fyrir mitt leyti meiri áhyggjur af Bjarna. Það verður seint sagt að hann hafi stáltaugar og kannski væri hann vís með að hlaupa í stjórn með Samfylkingu og BF í taugaveiklunarkasti.

Það yrði skelfileg stjórn.

Hans Haraldsson (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 02:02

2 Smámynd: Jón Steinar Ragnarsson

Þetta styrkir einmitt samningstöðu Sigmundar gagnvart Sjálfstæðismönnum. Hann ætlar að mynda stjórn með þeim, en hann vill fá lykilráðuneytin og eftirgjöf sjálfstæðismanna í ákveðnum áherslumálum.

Hann er að reyna að vera klókur, þótt það sé ansi gegnsætt.

Jón Steinar Ragnarsson, 1.5.2013 kl. 09:49

3 identicon

Eftir viðræður við hina flokkan þá verður Sigmundur á hnjánum þegar kemur að Bjarna því Bjarni mun vita nákvæmleg hvað hinir buðu.

Nema að fólk haldi að það sem fram fer íinnan þingflokkana leki ekki út?

Grímur (IP-tala skráð) 1.5.2013 kl. 10:40

4 Smámynd: Tómas Ibsen Halldórsson

Ég held að það liggi meiri kænska á bak við það sem Sigmundur Davíð er að gera, en menn geri sér grein fyrir.  Það verður ekki sagt um hann að hann hafi hoppað beint í fang Sjálfstæðisflokksins og hann gerir Sjálfstæðisflokknum grein fyrir því að þeir eru ekki upphaf og endir alls.

Bæn mín er sú að hann (Sigmundur) og aðrir þingmen leggi meiri metnað í góða samvinnu við lausnir mála en við höfum séð síðustu fjögur ár.  Mér sýnis Sigmundur einmitt vera að reyna að leggja grunn að því, að fá alla til að vinna saman, þó svo að það veði ekki allir í nýrri stjórn hans.

Tómas Ibsen Halldórsson, 1.5.2013 kl. 14:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband