Leita í fréttum mbl.is

Er vantrauststillagan "þumalskrúfa"?

  Róbert Marshall  siitur  ekki á þingi þessa daganna. Og verður væntanlega ekki í þinginu á þriðjudaginn.   Heldur varamaður hans. Sá varamaður tilheyrir Samfylkingunni.

 Auk þess sem meiri líkur en minni eru á því að Guðmundur Steingrímsson sitji hjá.  Þannig að líklegast lafir nú stjórnin. 

En afhverju vill Þór bíða til þriðjudags? En ekki bara láta kjósa um tillöguna á morgun? 

Nú Þór telur sig vera kominn með velferðarstjórnina í þumalskrúfu og gefur henni þessa fimm eða sex daga til þriðjudagsins. Til þess að gera skothelda áætlun hvernig stjórnarskrármálið verði keyrt í gegn. Með góðu eða illu. 

 


mbl.is Stjórnin svaraði ekki tillögum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Þetta á eftir að enda með því að ekkert verður úr neinu hjá þessu fólki.

Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2013 kl. 01:12

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Skárra væri þó, að ekkert yrði úr því, heldur en hinu, að 111. greinin með fullveldisframsalsheimildinni í þágu Evrópusambandsins yrði smyglað inn í sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins, sem á að standa óhvikulan vörð um sjálfstæði og fullveldi landsins. Sá var ein mitt vilji Þjóðfundarins 2010 -- ekki þessi tillaga ESB-Þorvaldar Gylfasonar & áhangenda hans.

Sjá grein eftir Þorkel Á. Jóhannsson flugmann: '111. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins', í Mbl. 6. þ.m. = http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1453999/

Hann lítur þar m.a. á hvað þjóðfundurinn lét frá sér fara um fullveldið, "um það er þessar setningar að finna á vefnum „Þjóðfundur 2010“:

Undir fyrirsögninni „Friður og alþjóðasamvinna“:

„Ísland skal vera fyrirmynd annarra þjóða, sem vopnlaus og friðsöm þjóð, sem virðir alþjóðasamninga með sjálfbærni í huga án þess að afsala fullveldi þjóðarinnar.“

„Ísland stuðli að friði í heiminum og eigi gott alþjóðlegt samstarf þar sem mannréttindi, sjúkdómavarnir og fullveldi Íslands verði í heiðri höfð.“

„Ísland sé málsvari friðar og styðji ekki að ágreiningsmál séu leyst með stríðsátökum eða hernaði. Ísland taki þátt í alþjóðasamstarfi, sérstaklega norrænu og tryggi fullveldi Íslands í gegnum alþjóðasamstarf.“

Og undir fyrirsögninni „Land og þjóð“:

„Stjórnarskráin er grunnsáttmáli sem tryggir fullveldi, sjálfstæði og jöfnuð Íslendinga, varðveitir íslenska tungu, skilgreininir hlutverk forseta og aðskilnað ríkis og kirkju.“

Auk þessa má finna á sama vef nokkrar setningar um „sjálfstæði“ sem allar koma í sama stað niður, m.a. þessa undir fyrirsögninni „Friður og alþjóðasamvinna“:

„ Íslendingar stuðli að heimsfriði. Efli alþjóðasamvinnu en passi upp á sjálfstæði landsins [...].“

Sem sagt, afar vandséð er hvernig lesa má út úr þessum niðurstöðum þjóðfundarins að heimila skuli afsal ríkisvalds/fullveldis okkar ..." (Tilvitnun í hina góðu grein Þorkels, eina af mörgum, lýkur.)

"Stjórnlagaráðið" ólöglega til stofnaða sveik þessi princíp um sjálfstæði og fullveldi landsins. A.m.k. 11 ESB-sinnar sátu í ráðinu, sennilega rúmlega helmingur hinna 25 sem þangað voru lokkaðir inn, þvert gegn þágildandi lögum um stjórnlagaþing (og vitaskuld hæstaréttarúrskurði!).

Jón Valur Jensson, 21.2.2013 kl. 03:16

3 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Enn ein markleysan hjá Hreyfingunni.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.2.2013 kl. 09:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband