20.2.2013 | 19:47
Er vantrauststillagan "þumalskrúfa"?
Róbert Marshall siitur ekki á þingi þessa daganna. Og verður væntanlega ekki í þinginu á þriðjudaginn. Heldur varamaður hans. Sá varamaður tilheyrir Samfylkingunni.
Auk þess sem meiri líkur en minni eru á því að Guðmundur Steingrímsson sitji hjá. Þannig að líklegast lafir nú stjórnin.
En afhverju vill Þór bíða til þriðjudags? En ekki bara láta kjósa um tillöguna á morgun?Nú Þór telur sig vera kominn með velferðarstjórnina í þumalskrúfu og gefur henni þessa fimm eða sex daga til þriðjudagsins. Til þess að gera skothelda áætlun hvernig stjórnarskrármálið verði keyrt í gegn. Með góðu eða illu.
Stjórnin svaraði ekki tillögum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta á eftir að enda með því að ekkert verður úr neinu hjá þessu fólki.
Guðmundur Ásgeirsson, 21.2.2013 kl. 01:12
Skárra væri þó, að ekkert yrði úr því, heldur en hinu, að 111. greinin með fullveldisframsalsheimildinni í þágu Evrópusambandsins yrði smyglað inn í sjálfa stjórnarskrá lýðveldisins, sem á að standa óhvikulan vörð um sjálfstæði og fullveldi landsins. Sá var ein mitt vilji Þjóðfundarins 2010 -- ekki þessi tillaga ESB-Þorvaldar Gylfasonar & áhangenda hans.
Sjá grein eftir Þorkel Á. Jóhannsson flugmann: '111. gr. stjórnarskrárfrumvarpsins', í Mbl. 6. þ.m. = http://www.mbl.is/greinasafn/grein/1453999/
Hann lítur þar m.a. á hvað þjóðfundurinn lét frá sér fara um fullveldið, "um það er þessar setningar að finna á vefnum „Þjóðfundur 2010“:
Undir fyrirsögninni „Friður og alþjóðasamvinna“:
„Ísland skal vera fyrirmynd annarra þjóða, sem vopnlaus og friðsöm þjóð, sem virðir alþjóðasamninga með sjálfbærni í huga án þess að afsala fullveldi þjóðarinnar.“
„Ísland stuðli að friði í heiminum og eigi gott alþjóðlegt samstarf þar sem mannréttindi, sjúkdómavarnir og fullveldi Íslands verði í heiðri höfð.“
„Ísland sé málsvari friðar og styðji ekki að ágreiningsmál séu leyst með stríðsátökum eða hernaði. Ísland taki þátt í alþjóðasamstarfi, sérstaklega norrænu og tryggi fullveldi Íslands í gegnum alþjóðasamstarf.“
Og undir fyrirsögninni „Land og þjóð“:
„Stjórnarskráin er grunnsáttmáli sem tryggir fullveldi, sjálfstæði og jöfnuð Íslendinga, varðveitir íslenska tungu, skilgreininir hlutverk forseta og aðskilnað ríkis og kirkju.“
Auk þessa má finna á sama vef nokkrar setningar um „sjálfstæði“ sem allar koma í sama stað niður, m.a. þessa undir fyrirsögninni „Friður og alþjóðasamvinna“:
„ Íslendingar stuðli að heimsfriði. Efli alþjóðasamvinnu en passi upp á sjálfstæði landsins [...].“
Sem sagt, afar vandséð er hvernig lesa má út úr þessum niðurstöðum þjóðfundarins að heimila skuli afsal ríkisvalds/fullveldis okkar ..." (Tilvitnun í hina góðu grein Þorkels, eina af mörgum, lýkur.)
"Stjórnlagaráðið" ólöglega til stofnaða sveik þessi princíp um sjálfstæði og fullveldi landsins. A.m.k. 11 ESB-sinnar sátu í ráðinu, sennilega rúmlega helmingur hinna 25 sem þangað voru lokkaðir inn, þvert gegn þágildandi lögum um stjórnlagaþing (og vitaskuld hæstaréttarúrskurði!).
Jón Valur Jensson, 21.2.2013 kl. 03:16
Enn ein markleysan hjá Hreyfingunni.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 21.2.2013 kl. 09:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.