7.2.2013 | 13:57
Skýr skilaboð.- Á meðan situr ráðherra með hendur í skauti.
Ríkisstjórn Íslands þarf að hysja upp um sig buxurnar og taka ákvörðun um að setja pening í þessi mál, leiðrétta launin þarna og leysa þessa deilu.
Það er í rauninni ekki til skýrari skilaboð en þessi orð Örnu Auðar Antonsdóttur formanns Félags lífeindafræðinga. En lífeindafræðingar á Landsspítalanum eiga einnig í viðræðum við stjórnendur spítalans um nýjan stofnannasamning. Líkt og hjúkrunarfræðingar og aðrar stéttir sem starfa á spítalanum.
Hjúkrunarfræðinga hafa frest til 12. febrúar að taka ákvörðun um hvort þeir standa við uppsagnirnar. Spítalinn hefur ákveðið þessa dagsetningu vegna þess að stjórnendur hans þurfa að geta skipulagt starfsemina miðað við þann mannskap sem verður við störf 1. mars nk.
Það er í rauninni ósköp eðlilegt að spítalinn ákveði þessa dagsetningu til geta skipulagt eftirleikinn. Fari svo að uppsagnir hjúkrunarfræðinga verði ekki dregnar til baka.
Óeðlilegt er hins vegar að velferðarráðherra hyggst ekkert tjá sig um málið, fyrr en fresturinn er útrunninn. Ef marka má yfirlýsingu ráðherrans frá því í gær.
Það er vissulega "understatement" að kalla aðgerðaleysi ráðherrans "óeðlilegt". Standi ráðherrann við yfirlýsingu sína, ætti frekar að kalla slíkt stórkostlegt gáleysi og afglöp í embætti. Að bíða þess að skaðinn gerist. Í stað þess en bregðast við í tæka tíð. Fremur en að senda undirmenn sína á vettvang með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak.
Stjórnvöld gætu t.d. slegið af eitthvað af þessum kosningavíxlum sínum og látið það fjármagn sem í þá á að eyða renna til lausnar vandans. Sem ég fullyrði að sé mikilvægara en flest þau verkefni sem í áðurnefndum kosningavíxlum felast.
Buðu eins launaflokks hækkun | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Eg hef horft á hlaupandi hjukrunarkonur- dauðþreyttar- sinna sjúkum af alúð og öllum sínum hjartans huga- nótt sem dag,
Eg hef verið með annan fotin með sjúkum inná Landsðítala í áratugi.
Starf þessara kvenna er meira virði en að telja peninga í banka fyrir peningasjúklinga. Þetta starf þeirra er það sem allir Islendingar geta þurft að njóta góðs af einhverntíma.
Nema kannski þeir sem geta látið þjóðina borga fyrir flug á erlend sjúkrahús !
Erla Magna Alexandersdóttir, 7.2.2013 kl. 20:18
á erfit sem öðruvísi ríkisstarfsmaður að sjá að dagvinnulaun hjúkrunarfræðinga séu lægri en annara ríkisstarfsmanna á BHM kjarasamningum...? Ekki meðaldagvinnulaun þeirra eru sambærileg verkfræðingum og náttúrufræðingum .... Hitt er þó rétt að hjúkrunarfólk, markt en ekki allir, eiga rétt á auknu starfsálagi í launatoflum sem viðauka við vaktavinnu. Ekki eru allir hjúkrunarfræðingar að starfa við erfiðustu aðstæður - það getur skeikað verulega á sálfræðilegri streitu í starfi eftir því við hvað er verið að fást.
Ég held einfaldlega að það sé villandi að tala um að davinnulaun Hjúkrunarfræðinga eru lág í samanburði við aðra. Það þarf að nota betra orðalag en það. Það má krítisera að læknar séu margframt hærra launaðir í meðal-dagvinnulaun en hjúkrunarfræðingar. Í hverju felst það? Markaðslögmálin? Gott hjá þeim að taka á skarið, markaðslögmál munu auðvitað á endanum, en eftir dágóðan tíma breyta hlutunum. Markaðslögnmál geta verið læknum og hjúkrunarfræðingum bæri í vil til að hækka stöðu þeirra (þau eru jú ómissandi) en ef maður tekur Bretland til samanburðar, þá geta slíkar þvinganir og skortur einnig leitt til þess að heilbrigðiskerfi íslands líti út fyrir landssteinana og þá eru íslendingar í samkeppni um störf við hámenntaða asíubúa - ég myndi samt ekki óttast það íslendingar þurfa á smá nýju blóði og drifkraftir að halda öðru hvoru.
Jonsi (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 09:29
Stjórnvöld eru ekki að standa sig í því að halda niðri verðbólgu. Verðbólgan minkar kaupmátt þeirra króna sem menn fá upp úr launaumslaginu. Þá á fólk ekki annan kost en að krefjast fleiri króna.
Þeirri kröfu er mætt á endanum með því að gefa út fleiri krónur (t.d. með lántöku þar sem lánveitandinn býr til peningana sem lánaðir eru) en ekki aðhaldi , afleiðingin er verðbólga og hringekjan fer í gang.
Ef möguleikinn til að fjölga krónunum væri tekinn af stjórnvöldum og peningakerfinu, þá ylli hækkun launa hjá einum óhjákvæmilega aðhaldi á öðrum stað, þ.e. ef t.d. opinberum fyrirtækjum væri stranglega bannað að fara fram yfir fjárlög (sem yrðu þá líka að vera unnin af einhverri skynsemi).
Í dag er verðbólgan notuð til að stela verðmætum frá þeim launþegum sem fá ekki launahækkanir í takt við verðbólguna. Fínna orð yfir þennan stuld, væri skattlagning.
Launþegar og skuldarar eru skattpíndir í gegnum verðbólgu og vísitöluhækkanir og allt of háa vexti.
Bjarni Gunnlaugur (IP-tala skráð) 8.2.2013 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.