Leita í fréttum mbl.is

Formaður í starfsþjálfun?

"Formaður Samfylkingarinnar er pólitískur talsmaður flokksins og ber ábyrgð á starfi flokksins í ríkisstjórn og mun samkvæmt því umboði leiða stefnumörkun og starf Samfylkingarinnar innan flokks og utan, í samræmi við venju og hefðir þar um,“ segir hann ennfremur í yfirlýsingunni."

Í stuttu máli, þá fá kjósendur enga "mælingu" á því fyrir kosningar, hvort Árni Páll sé nægur bógur til þess að hrinda í framkvæmd þeim breytingum sem hann lofar.  Jóhanna er því rauninni enn leiðtogi Samfylkingar fram að þingrofi, í það minnsta. Í umboði Árna Páls og þingflokksins. 

Á meðan Jóhanna og þingflokkur  Samfylkingar mun starfa í anda átakastefnu Jóhönnu, mun svo Árni Páll utan þings, boða stefnu nýrrar Samfylkingar. 

Nýrrar Samfylkingar sama fólks og skipaði þá gömlu og lofaði þjóðinni fyrir fjórum árum nýrri Samfylkingu með nýjum bættum vinnubrögðum. Pökkuðum inn í glanspappír  skjaldborgar um heimilin í landinu og fjölgun starfa fyrir fólkið í landinu.

Hvort sem Samfylkingin er gömul eða ný verður breytingin engin.  Nema þá á ásjónu hennar. Undir þeirri sömu ásjónu mun hins vegar að stærstum hluta starfa sama fólkið og bæði leitt hefur og stutt núverandi stefnu Samfylkingarinnar.

Frasar „nýrrar“ forystu Samfylkingar innpakkaðir í glanspappír nýrra tíma og velferðar undir forystu „nýrrar“ Samfylkingar.  Verða því í raun sama froðan og þjóðin hefur reynt á eigin skinni.  Undanfarin fjögur ár í stjórnartíð Samfylkingar og Vinstri grænna.

Eða er ekki rétti tími breytinga fyrir þingflokk Samfylkingar núna.  Fremur en síðar til þess að verða að þeim flokki sem nýr formaður boðar?

Eða er nýr formaður Samfylkingarinnar bara formaður í starfsþjálfun?


mbl.is „Ekki ástæða til breytinga á ríkisstjórn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Assgoti er lítið að marka hjá honum stóru orðin og yfirlýsingar um breytta stefnu frá ófriði.

Þetta er eins og flugmaður sem grípur stýrið af flugstjóra í Kamakaze leiðangri (með fylgi flokksins) en bara til þess eins að horfa á það og bíða brotlendingar.

Óskar Guðmundsson, 6.2.2013 kl. 17:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband