15.1.2013 | 20:40
Af fundinum sem aldrei var haldinn.
Á bloggsíðu Vinstri vaktarinnar hér á Moggabloggi segir:
"Líklega er það einsdæmi í þingsögunni að þingmaður sé rekinn úr þingnefnd til að hindra á seinustu stundu að mál sem nefndin hefur samþykkt en hefur enn ekki sent formlega frá sér komist út úr nefndinni og til atkvæða í þinginu."
Ef að einhver er ekki með á því hvaða mál er átt við, er rétt að geta þess að hér um að ræða tillögu í utanríkismálanefnd um að hætta aðildarviðræðum að ESB og hefja þær ekki að nýju, nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Tillaga sem samþykkt var með atkvæðum stjórnarandstæðinga í nefndinni ásamt atkvæði Jóns Bjarnasonar.
Til sögulegrar upprifjunar á því máli sem hér um ræðir er nauðsynlegt að haldið verði til haga, að búið var að ákveða að málið yrði afgreitt út úr nefndinni á næsta fundi sem boðaður var næsta dag.
Þessi næsti fundur fór hins vegar aldrei fram, þar sem formaður nefndarinnar , Árni Þór Sigurðsson frestaði fundinum án skýringa.
Segja má að ummæli Jóhönnu Sigurðardóttur í fréttum RÚV í kvöld hafi loksins komið með skýringuna á frestun fundarins. En þar sagði Jóhanna að ríkisstjórnin hefði ekki lifað af framlagningu tillögunnar í þinginu.
Það er því meira en líklegt að þrýst hafi verið á, Árna , af forsætisráðherra og jafnvel fleiri ráðherrum um að fresta fundinum. Því ekki hefði gengið að hrókera í nefndum þingsins þennan sólarhring sem átti að vera á milli funda og án efa hefur Jón þvertekið fyrir það að mæta ekki á fundinn og láta varamann sinn sitja hann í staðinn.
Það er því alveg orðið ljóst að framkvæmdavaldið svífst einskis í því að hafa frekleg áhrif að eðlilegan framgang mála hjá löggjafanum, til þess eins að halda sinni eigin öndunarvél gangandi. Með því háttalagi er framkvæmdavaldið að brjóta gróflega gegn stjórnskipan landsins.
VG spáði aldrei hraðferð í ESB | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.