3.1.2013 | 21:13
Yðar einlægur gagnrýnir einnig gagnrýni Sigríðar!!
Yðar einlægur trúði, satt best að segja, ekki eigin eyrum þegar hann heyrði óm af gagnrýni Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur, í gegnum skvaldrið í kaffistofunni, á söfnun þjóðkirkjunar vegna tækjakaupa Landspítalans.
Satt best að segja, þá vonaði ég það svo innilega að líklegast hafi ég bara heyrt þetta eitthvað óskýrt sökum skvaldurs og annars hávaða á kaffistofunni, þegar frétt RÚV um málið ómaði í útvarpi sem í kaffistofunni er.
En nú er yðar einlægur búinn að kynna sér málið og komist að því að hann heyrði rétt í hádeginu. Yðar einlægur stóð nú í þeirri meiningu að hver sá sem fagnaði ekki slíku frumkvæði og því sem þjóðkirkjan er að ráðast í, væri með öllu, sálarlaus, samviksulaus og hjartalaus.
Varla vill "Velferðarkrónprinsessan" skipa flokk slíkra manna.
Yðar einlægur hélt að Sigríður Ingibjörg, hafi nú áttað sig á því, að kirkjan ætlaði ekki að greiða sjálf fyrir ný tæki á spítalann. Heldur safna fé til tækjakaupanna á meðal þjóðarinnar. Semsagt ráðast í þjóðarátak.
Yðar einlægur hélt einnig að Sigríði Ingibjörgu væri sökum þess að hún var formaður fjárlaganefndar í eitt ár eða svo, að í gildi væru samningar á milli ríkis á kirkju.
"Um fjárhagsleg samskipti ríkis og kirkju gilda samningar og lög, sem m.a. hvíla á þeim gerningi að ríkið tók yfir allar kirkjujarðir gegn ákveðnum skuldbindingum. Kirkjan hefur undanfarin ár samþykkt að taka á sig skerðingar á kirkjujarðasamkomulaginu og á sóknargjöldum umfram það sem stofnunum hefur verið gert að sæta. Það er á engan hátt hægt að ræða um kirkjuna eins og hverja aðra stofnun sem ríkið rekur."
Það mætti því ætla að óskir kirkjunar um aukin fjárframlög úr ríkissjóði, hvíldu á samkomulagi þessu. Ekki síst vegna stóraukinnar aðstoðar kirkjunar og einstaklinga og fjölskyldur í landinu sökum bágra aðstæðna þeirra, í kjölfar hrunsins.
Auk þess sem að ætla má að yfirlýsingar stjórnarsinna um að nú værum við komin í gegnum stærsta skaflinn vegna hrunsins, þá væri von til þess að hægt væri að efna samkomulagið betur, en raunin hefur verið á undanfarin ár.
Það er því með öllu ótrúleg staðreynd að manneskja sem hyggst leiða lista Samfylkingarinnar, flokks velferðar og jafnréttis, í öðru Reykjavíkurkjördæminu skuli tjá sig með þessum hætti um þennan glæsilega ásetning og frumkvæði þjóðkirjunar.
En kannski ríkir bara frost og vetur í "velferðarhjarta" Samfylkingarinnar, eða í það minnsta í "velferðarhjarta" Sigríðar Ingibjargar Ingadóttur.
Gagnrýnir gagnrýni á Þjóðkirkjuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (28.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ég var gáttuð,manneskjan var bara reið,svo ótúlegt var að horfa á.
Helga Kristjánsdóttir, 3.1.2013 kl. 22:11
Vitið virðist ekki drepa hana fyrir rest..
Vilhjálmur Stefánsson, 3.1.2013 kl. 23:05
Sýnir þetta ekki bara valdagræðgina og hrokann sem hefur einkennt marga stjórnarliða síðastliðin 4 ár. Þeir taka ekki við ábendingum, kenna öðrum um allt sem illa fer, sér um allt sem gott er og allir sem ekki eru sammála þeim eru fjandlegir óvinir þeirra. Minnir óneitanlega á hegðun margra einræðisherra.
Björn (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 01:28
Þetta er það sem kirkjan ÆTTI að gera, og Á að gera samkvæmt eigin kenningum, að boða mönnum góða siði, að þeir hjálpi náunganum, sérstaklega þeim sem minna mega sín. Að kirkjan sinni þessu starfi er hennar EINA eðlilega starf, það eina sem hún getur aðhafst sem er í raun og sanni í samræmi við kenningu Krists. Kirkjan snýst ekki um hátíðlegar athafnir, prjál og skraut, og því síður um að níðast á lítilmagnanum eins og kirkjur gerðu oft í gamla daga, en að sýna skeytingarleysi og aðhafast ekkert þegar náunginn á bágt, ER, samkvæmt kenningum Krists sjálfs, það sama og að virða hans boðskap einskis og vanrækja. Það er því álíka "furðulegt", "skuggalegt" og "varhugavert" að kirkjan sinni því siðbótarstarfi í hvatningu í samhjálp og samstöðu, sem er kjarni og hornsteinn kenninga hennar, eins og að hægri maður skuli dirfast að tala fyrir frelsi, eða vinstri maður fyrir jafnrétti. Samhjálp og samstaða ER hornsteinn sannrar kristinnar kenningar. Við ættum að fagna að kirkjan hætti að vera hræsnari og tómt prjál, og færist nær eigin kenningu og kjarna hennar, frekar en láta sem það sé eitthvað furðulegt. Það að kirkjan kenni mönnum samhjálp er jafn skrýtið og að feministi tali fyrir jafnrétti kynjanna eða kapítalisti fyrir frjálsum markaði. Þetta ER HENNAR KENNING!. CAPICE?! Stanslaus miðstíring alvalds ríkis hefur svo engum nokkurn tíman, nokkurs staðar gert gott, og endar slíkt í fasisma og loks þjóðarmorðum. Þessi fasíska deild í útvarpinu er greinilega haldin sama anda og kommúnistarnir í Kína sem banna mönnum að halda fundi og meina félagasamtökum að gera neitt í eigin krafti, því ríkið eigi að gera allt. Við vitum hvert slíkt leiðir, .......ekki til neins "norræns velferðarkerfis" eins og stundum hefur ríkt í Svíþjóð til dæmis, og var fengið eftir allt öðrum og ólíkt fegurri leiðum en þær sem
fasíski armur RÚV í útvarpinu reynir að nota,......heldur, nei.........það endar í gröfinni! Fjöldagröfinni! .................Gott samfélag er samfélag góðra einstaklinga sem hver og einn, í eigin ábyrgð og krafti gera náunga sínum gott. Gott samfélag er ekki samfélag "góðs kerfis" þar sem enginn gerir neitt gott nema gegnum skatta, nauðugur viljugur, og því, samkvæmt allri heimspeki og trúarbrögðum, í raun ekki hafandi gert neitt "gott" yfir höfuð, því frjáls vilji göfugs hjarta er UNDIRSTAÐA gæskunnar, og án slíks er hún EKKI TIL! Gott samfélag kennir þegnunum samhjálp, samlíðan og að nota frelsi sitt á ábyrgan og fagran hátt, öðrum til góðs. Það er ekki það samfélag sem kellingin vill, hún vill samfélag þar sem allir eru eins og hún, en aðrir haldi kjafti og haldi sig á mottunni, ellegar lendi í rógsherferð "ríkisútvarpsins". Kella þessi er fasisti og alræðissinni á frumstigi, eins og þeir eru í grunninn. Á henni og Mussolini er stigsmunur, ekki eðlismunur. Hún er fanatíkir, ofstækismanneskja, tilbúin að fremja mannorðsmorð fyrir "málstaðinn". Góðir menn eru umburðarlyndir og ofstæki finnst ekki í þeirra beinum, því þeir uppræta allt slíkt markvisst. Góðir menn trúa því ekki, og aldrei og engan veginn að "tilgangurinn helgi meðlagið" eins og fasistarnir á RÚV í mannorðsmorði sínu á biskup.
NEI! (IP-tala skráð) 4.1.2013 kl. 03:47
dálítið er ég með Sigríði þarna.Þarna er stofnun sem emjar og grenjar um meira fé og berst gegn því að trúfrelsi stjórnarskrárinnar verði virt og öll trúfélög sitji við sama borð.Væri ekki ráð að hætta að borga í þessa hít og nota þær fjárveitingar til einhvers uppbyggilegra eins og t.d. tækjakost á sjúkrahúsum o.þ.h.
Páll Heiðar (IP-tala skráð) 5.1.2013 kl. 14:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.