29.12.2012 | 11:13
Einræðistilburðir forsætisráðherra á "You Tube".
Stjórnarliðar og meðhlauparar þeirra mega alveg hafa sínar skoðanir á málþófi stjórnarandstöðunar og segja málþófið ljótan blett á störf þingsins. Ljótasta blettinn eiga þó í sameiningu forseti þingsins Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir og forsætisráðherra Jóhanna Sigurðardóttir. Eins og sést í myndbandinu, hér að neðan.
Ég minnist þess þó að aðspurður hafi Davíð Oddsson sagt þegar Jóanna, sem á nota bene Íslandsmetið í málþófi, Steingrímur og fleiri núverandi stjórnarliðar héldu uppi málþófi, að það væri lýðræðislegur réttur þingmanna að tjá sig í þingsal.
Það stendur hins vegar hvergi í stjórnarskrá eða þingsköpum að forsætisráðherra hafi það hlutverk og eða rétt til þess að stjórna þingfundi eða atkvæðagreiðlum á Alþingi.
Hvað þá að það sé hlutverk forsætisráðherra að æða um gólf þingsalarins og brýna menn til hlýðni við sig.
Forsætisráðherra hefur þó leyft sér þann munað, nokkrum sinnum á kjörtímabilinu að taka stjórnskipun landsins í sínar hendur með þessum hætti.
Það er í rauninni hreint og klárt stjórnarskrárbrot, hvort sem litið er til núgildandi stjórnarskrár, sem forsætisráðherra og meðhlauparar hans vilja með góðu eða illu skipta út fyrir tillögur stjórnlagaráðs eða áðurnefndra tillagna stjórnlagaráðs.
Hjá því verður heldur ekki komist að minnast á þátt þingforseta, sem að mörgu leyti hefur staðið sig vel á kjörtímabilinu. Enda brást forseti Alþingis þarna algerlega skyldum sínum og sýndi að hún er í rauninni þjónn framkvæmdavaldsins en ekki þingsins eins og stjórnskipan landsins býður þessu embætti að vera.
En hér kemur linkurinn á myndbandið: http://www.youtube.com/watch?v=bjJlDqOyQas
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.2.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Víst er að myndir segja meir en mörg orð. Ég hafði lesið um þessa uppákomu, eins og sennilega flestir Íslendingar. Ekki hvarflaði þó að mér hversu langt var þarna gengið gegn þrískiptingu valdsins, hversu langt framkvæmdavaldið gekk á hlut löggjafavaldsins.
Þarna var í sjálfu sér lítið mál á ferðinni, fyrir ríkisjóð, en stór mál fyrir barnafólkið. Mest er þó um vert að þarna var verið að lækka skatt á margnota hlut, sem kemur í stað einnota. Þetta er því umhverfislega stórt mál. Því var fróðlegt að sjá að Svandís Svavarsdóttir, sjálfskipaður páfi umhverfisverndar á Íslandi, skyldi greiða atkvæði gegn þessari tillögu. Það situr stórt spurningamerki við önnur verk hennar og vilja til umhverfisverndar!
Það situr þó mest eftir í huga manns, eftir að hafa horft á þetta myndband, hversu freklega forsætisráðherra gekk fram og hversu viljug forseti Alþingis var til að hjálpa henni.
Svo er þetta fólk sem starfar innan Alþingis hissa á því að þjóðin beri ekki virðingu fyrir því!!
Gunnar Heiðarsson, 29.12.2012 kl. 11:53
Þetta myndband er alveg svakalegt.......
Þarne sést algerlega svart á hvítu hvernig þingforseti er viljalaust verkfæri í höndunum á Jóhönnu, Forsætisráðherra jafnaðarmanna sem ekki gat hugsað sér að hleypa skattalækkunum á bleyjum í gegnum þingið.
Alveg hreint ótrúlegt myndband, fyrst hvernig Jóhanna tefur atkvæðagreiðsluna, frestar henni og lætur svo kjósa aftur.
Til að kóróna allt saman slekkur þingforseti svo á hljóðinu á meðan hún tekur við skipunum frá Jóhönnu.
En hvaða þingmaður var það sem skipti um skoðun á milli atkvæðagreiðslna?
Í lokin má sjá úrslitin, og þar sést að þingmaður lætur Jóhönnu skipa sér að skipta um skoðun, hver skyldi það hafa verið?
Grænn punktur á fyrra spjaldi, er orðinn rauður í seinni atkvæðagreiðslunni.
Hvaða vesalingur skyldi það vera sem lét beygja sig í þessu máli?
Sigurður (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 16:28
Þarna sést "allt það besta frá sitjandi lýðræðisvinum".
Skoðanakúgun
Ritskoðun
Lagabrot
Riskoðun
Flokkadrættir
Óskar Guðmundsson, 29.12.2012 kl. 19:47
Myndband ekki lengur aðgengilegt? Er búið að fjarlægja ósómann?
ViðarF riðgeirsson (IP-tala skráð) 29.12.2012 kl. 23:45
Það er hrollvekjandi að horfa á þetta
Gunnar Th. Gunnarsson, 30.12.2012 kl. 04:07
Það er rétt Sigurður, það væri gaman að vita hver situr í fjórða sæti til hægri frá gangi, á aftasta bekk. Sá þingmaður fer frjálslega með þingmannseiðinn sem hann samþykkti er hann settist á Alþingi.
Annars hefði verið réttast af stjórnarandstöðunni, þegar málið var svona komið, að krefjast atkvæðagreiðslu með nafnakalli.
Gunnar Heiðarsson, 30.12.2012 kl. 07:10
Samkvæmt vef Alþingis er það Lúðvík Geirsson sem hefur þetta sæti og lét Jóhönnu segja sér fyrir verkum.
Gunnar Heiðarsson, 30.12.2012 kl. 07:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.