Leita í fréttum mbl.is

Er óhætt að skrifa upp á þennan víxil?

Um framkvæmdaáætlun stjórnvalda, má eflaust fátt annað en gott segja.

Fjármögnun hennar með arði af eign ríkissins í fjármálafyrirtækjum, gengur þó gegn orðum ansi margra stjórnarliða.

Þegar nýju bankarnir hafa birt ársreikninga sína undanfarin ár, hafa þessir stjórnarliðar, keppst við líkt og enginn sé morgundagurinn að býsnast yfir því að allur þessi "ofurhagnaður" skuli ekki vera notaður til lækkunnar skulda heimilana í landinu.


Loksins þegar ríkið fær svo sinn skerf af þessum "ofurgróða" fjármálafyrirtækja, er hann látinn fjármagna kosningavíxil stjórnarflokkanna. 

Síðasti kosningavíxill þeirra, Skjaldborgin góða, er hins vegar löngu fallinn og vanskilin hlaðast upp.

Þrátt fyrir hrun og kreppu í kjölfarið, hafa flestir þessir framkvæmdamöguleikar verið fyrir hendi.

Aðeins háskattastefna, ákvörðunarfælni og heimiliserjur á stjórnarheimilinu hafa hins vegar staðið í vegi fyrir því að svokölluð endurreisn atvinnulífsins hefjist ekki fyrr en klæða þarf hana í búning kosningavíxils. 

Burtséð frá annars ágætri framkvæmdaáætlun, að mestu leyti, verður þó aldrei gegn því mælt að stjórnarhættir Jóhönnustjórnarinnar eru varðaðir glötuðum tækifærum. Skreyttum með fólksflótta vinnufúsra handa og fjölda gjaldþrota fyrirtækja og heimila í landinu. 

Er hægt að "skrifa upp á víxil" hjá slíku fólki?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband