24.10.2012 | 19:01
Að krefjast annars er kosið var kosið um.
Hún er með ólíkindum sú krafa að Alþingi eigi að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs, óbreyttar utan hugsanlegra orðalags breytinga. En engar efnislegar breytingar megi þó gera. Slík krafa er sett fram, með þeim orðum að Alþingi verði að virða niðurstöður þjóðaratkvæðisins á laugardaginn.
Ég fæ nú ekki betur séð og heyrt en að Alþingi muni virða niðurstöður þjóðaratkvæðisins. Enda munu tillögur stjórnlagaráðs verða lagðar fram sem nýtt frumvarp að stjórnarskrá. Þar sem meirihluti kjósenda sagði já við fyrstu spurningu. Auk þess er alveg öruggt að sett verða inn ákvæði um þau atriði sem spurt var um í spurningum tvö til sex.
En krafan um óbreyttar tillögur stjórnlagaráðs, eiga engan vegin rétt á sér. Jafnvel þó vitnað sé í kosningaúrslitin. Spurning eitt hljóðaði svona:
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Í spurningum tvö til sex er svo spurt hvort fólk, vilji auðlindir í þjóðareign, þjóðkirkjuákvæði í stjórnarskrá, að Alþingi megi setja lög um persónukjör, jöfnun atkvæða og hvort fólk vilji beint lýðræði.
Þrátt fyrir að meirihluti kjósenda hafi goldið öllum þessum spurningum jáyrði sitt, þá er ekki með neinu móti séð, að krafan um óbreyttar tillögur stjórnlagaráðs í stjórnarskrá eigi sér einhverja stoð. Hvorki út frá orðalagi spurninga eða fyrirvarans sem settur var neðst á kjörseðilinn, sem ég vona að allir hafi lesið og skilið. Áður en greidd voru atkvæði. En þar stendur orðrétt:
"Stjórnarskrá er breytt þannig að frumvarð er lagt fram á Alþingi. Það er rætt við þrjár umræður og getur tekið breytingum í meðförum þingsins. Verði frumvarpið samþykkt skal rjúfa þing og kjósa nýtt þing. Frumvarpið er þá lagt fram að nýju og samþykki Alþingi það óbreytt taka breytingarnar gildi að fenginni staðfestingu. Stjórnlagaráð hefur skilað Alþingi tillögum að frumvarpi að nýrri stjórnarskrá. Verði það lagt fram sem frumvarp á Alþingi fær það þá meðferð lýst hefur verið."
Hafi fólk lesið eitthvað annað útúr spurningunum en að Alþingi ætti að taka tillögur stjórnlagaráðs til efnislegrar meðferðar og afgreiða þær á þann hátt, sem því þykir sómi af. Þá tel ég eitthvað hafi vantað upp á lesskilning hjá fólki. Hvort sem að sú vöntun hafi verið valkvæð eða ekki.
Það er því algör óþarfi hjá stjórn Stjórnarskrárfélagsins að senda frá sér ályktun þar sem stendur að stjornin harmi að kjörnir fulltrúar á Alþingi skuli sýna kjósendum þá vanvirðingu að kasta rýrð á þjóðaratkvæðagreiðsluna og gera lítið úr niðurstöðunni og vilja kjósenda eins og hann liggur fyrir. Slíkt athæfi er andlýðræðislegt og ætti ekki að eiga sér stað í heilbrigðu lýðræðisríki,
Kjörnir fulltrúar á Alþingi ætla einmitt að virða niðurstöður þjóðaratkvæðagreiðslunar og taka tillögur stjórnlagaráðs til efnislegrar meðferðar. Ætti því frekar að ríkja gleði fremur en harmur í stjórn Stjórnarskrárfélagsins.
Um annað var ekki kosið en að tillögur stjórnlagaráðs, yrðu teknar til efnislegrar meðferðar og afgreiðslu á Alþingi, eins og þingsköp kveða á um. Einu skilyrðin sem kjósendur setja þeirri vinnu er að ákvæði um þau atriði sem kosið var um í spurningum tvö til sex, verði þar innanborðs. Þau atkvæði þurfa þó ekki að vera samhljóða ákvæðum um sömu atriði í tillögum stjórnlagaráðs.
Alþingi virði niðurstöðuna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Hverjir eru fjárfestar?
- Verðbólguspá næstu mánaða hefur hækkað
- Markmið að vera fjárfestingarhæft
- Afgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 milljarðar
- Skel hlýtur viðskiptaverðlaun
- Hagstofan og gervigreindin
- Heimilin vel í stakk búin
- Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum
- Helmingur erlendrar netverslunar kemur frá Eistlandi
- Samræming hönnunargagna
Athugasemdir
Ein breyting á auðlindaspurningunni mætti hljóða. Fiskurinn í sjónum er eign sjálfstæðisflokksins.
Óli Már Guðmundsson, 25.10.2012 kl. 10:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.