22.10.2012 | 20:10
Oftúlkuð eða misskilin kosningaúrslit?
Sé það vilji þingsins að stjórnarskráin verði unnin í þokkalegri sátt í þinginu og við þjóðina, þarf fólk að leggja sig í líma við að hvorki oftúlka né misskilja úrslit kosninganna sem fram fóru um tillögur stjornlagaráðs.
Bæði Þorvaldur Gylfason og Jóhanna Sigurðardóttir hafa talað um, að í ljósi úrslitana í kosningum helgarinnar, sé lítið sem ekkert svigrúm til breytinga á tillögum stjórnlagaráðs. Þorvaldur gengur jafnvel svo langt að banna allar breytingar. Nema þær séu vegna tæknilegra galla á tillögunum.
Ætla mætti að þau tvö, Þorvaldur og Jóhanna ásamt fleirum eflaust, hafi ekki lesið eða skilið spurningu eitt. Og jafnvel ekki hinar spurningarnar heldur.
Afgerandi niðurstaða og góð kjörsókn að mati þeirra sem hentar að halda slíku fram, breytir engu um það, að hellings svigrúm er til breytinga á tillögum stjórnlagaráðs. Rúmt svigrúmfellst í spurningu eitt.
En spurningin var svohljóðandi: Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?
Þarna var ekki spurt hvort þessar tillögur ættu að verða að nýrri stjórnarskrá. Heldur hvort leggja ætti þessar tillögur fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá. Það er svo Alþingis að vinna úr þeim tillögum, það sem sannfæring þeirra er þar sitja, býður þeim að gera. Enda ber Alþingi fyrst og síðast ábyrgð á þeim lögum sem það setur. Eða í það minnsta á það að gera það.
Það er líka nánast ómögulegt í ljósi þess að margir stuðningsmenn þessarra tillagna, fyrrverandi stjórnlagaráðsfulltrúar og fleiri, hvöttu fólk til þess að segja já, þó það væri ekki fylgjandi nema broti af þessum tillögum, ef það bara vildi breytingar, að fólk hafi endilega merkt við já því það vildi tillögurnar óbreyttar sem nýja stjórnarskrá. Heldur má alveg með góðu móti að þó þetta fólk vilji breytingar þá þurfi þær ekki endilega að vera texti stjórnlagaráðs, nánast óbreyttur.
Spurningar tvö til sex eru að mörgu leyti skarpari og skýrari, en segja þó ekkert um það að endanleg niðurstaða eigi að vera samhljóða tillögum tillögum stjórnlagaráðs. Heldur hvort að sem spurt er um eigi að vera í nýrri stjórnarskrá. Reyndar í stjórnarskrá sem byggð er á tillögum stjórnlagaráðs. En ekki í stjórnarskrá sem inniheldur tillögur stjórnlagaráðs óbreyttar.
Væri það svo að það væri niðurnjörvað og óbreytilegt með öllu sem spurt er að í spurningum 2-6, þá hefði spurning 2 hljómað svona: "Viltu að náttúruauðlindaákvæðið í tillögum stjórnlagráðs verði í nýrri stjórnarskrá? Alþingi ber því í rauninni engin skylda önnur, leggi þetta þjóðaratkvæði skyldur á það, að tryggja það að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði í stjórnarskrá sem tryggir það að náttúruauðlindir sem ekki eru í einkaeign, verði í þjóðareigu. Ólíkt því sem haldið hefur verið fram, þá er ekki ágreiningur um að auðlindaákvæði sé sett í stjórnarskrá. Hins vegar eru menn ekki sammála um orðalag.
Þjóðkirkjuákvæðið má í rauninni vera hvernig sem er.
Varðandi persónukjörið er bara spurt hvort LEYFA megi persónukjör. Ekki hvort að í stjórnarskrá eigi að vera ákvæði um persónukjör. Hins vegar má næsta þing eða eitthvað næstu þinga, setja lög um persónukjör í kosningum.
Þar sem ekki er þess getið að tillögur stjórnlagaráðs um jafnt vægi atkvæða eigi að vera í nýrri stjórnarskrá, þá er aðferðin við að koma því á, nokkuð frjáls. Niðurstaðan þarf hins vegar á endanum að tryggja jafnt vægi atkvæða.
Sama er í rauninni hægt að segja um beina lýðræðið einnig. Alþingi þarf ekki að orða það ákvæði á sama hátt og tillögur stjórnlagaráðs og það ræður í rauninni hversu hátt hlutfall það vill að geti krafist þjóðaratkvæðis um tiltekin mál, sem afgreidd hafa verið sem lög frá Alþingi.
Að öllu þessu sögðu, má sjá að svigrúm Alþingis til breytinga á tillögum stjórnlagaráðs er þó nokkurt. Enda hlýtur það að vera lokatakmarkið að ný stjórnarskrá verði samþykkt í sem víðtækastri sátt. Bæði í þinginu og meðal þjóðarinnar. Nei-in og þeir sem heima sátu eru líka þjóðin.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
hahahaha Karl þetta er bara hallærislegt eða eitthvað ennþá verra.
Þeir sem ekki mæta á kjörstað hvort sem er í þjóðaratkvæðagreiðslu eða í kosningum hafa gert upp hug sinn að fylgja úrslitum kosninganna. Ef t.d. er 80% kjörsókn í alþingis eða svetastjórnarkosningum eru þá 2 sæti laus á þinginu.
Og hvað villt þu gera varðandi kvótakerfið þegar 83% lýsa sig andvíga EINOKUN í sjávarútvegi? Skýtjaborgin er hrunin Karl. SORRY
Ólafur Örn Jónsson, 22.10.2012 kl. 23:13
31% kosningabærra manna jánkuðu þessarri spurningu: „Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar frumvarpi að nýrri stjórnarskrá?“. Það þýðir ekki að þau og við 69% hinn hluti kosningabærs fólks séu komin með nýja stjórnarskrá.
http://astromix.blog.is/blog/astromix/entry/1264342/
Ívar Pálsson, 23.10.2012 kl. 12:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.