Leita í fréttum mbl.is

Baráttan um "já-ið".

Þessa daganna hamast hópur manna, líkt og enginn sé morgundagurinn,við það að fá sem flesta til að segja já við tillögum stjórnlagaráðs. Alveg óháð því hvort fólk sé sammála tillögunum sem slíkum.  Í held eða bara litlum hluta þeirra.

Þrátt  fyrir það að fólk sé beðið um að greiða tillögunum atkvæði sitt, þó ekki sé það sammála þeim öllum eða þess vegna bara hluta þeirra, þá er  það krafa ýmissa að Alþingi láti sér ekki detta það í hug að breyta neinu efnislega í tillögunum.  Fari svo að „já-in“ verði fleiri en „nei-in“.

 Jafnvel þó vitað sé að reynt sé með ýmsum bolabrögðum að þvinga fram  „jáið“ án „raunverulegs samþykkis“ þess er það veitir.  Enda forsendur þess eingöngu byggðar á samþykki hluta tillagnanna.

 Frösum  eins og: "Viltu að LÍÚ eignist allan fiskinn í sjónum?" , er gjarnan haldið að fólki sem þráast við að segja já við tillögum stjórnlagaráðs í heild sinni.

 Það vill auðvitað enginn maður, að LÍÚ eða einhver annar en þjóðin eigi fiskinn í sjónum.  Enda almennur "þjóðarskilningur" að hann sé í þjóðareign.  Enda er það svo að fulltrúar þjóðarinnar, sem hún kýs sér á löggjafarþing  þjóðarinnar, setja lög um nýtingu og umgengni þeirrar auðlindar.

En þá kemur þessi fordæmalausa og ósanna fullyrðing: "Ef að þjóðin samþykkir ekki tillögur stjórnlagaráðs, þá falla gæði lands og sjávar í fárra hendur."

Auðvitað á enginn að gjalda einhverju samþykki sitt nema hann sé því sammála, efnislega í nánast öllum atriðum.  Að öðrum kosti hlýtur hið eina rökrétta svar að vera „nei“ svo atkvæði þess sem kýs lýsi raunverulegum vilja hans.

Hvort að hinum almenna kjósenda finnist drögin almennt betri en núgildandi stjórnarskrá, ætti heldur ekki að skipta lykilmáli.  Heldur hvort að hinum almenna kjósenda finnist tillögurnar ásættanlegur arftaki núgildandi stjórnarskrár.   Enda eiga kosningar um einstaka málefni ekki að snúast um hvort það sé betra en það sem fyrir er, heldur hvort mögulegar lyktir þess séu ásættanlegar að mati þess sem greiðir atkvæði sitt.

 Það getur því varla kallast málefnalegt og því síður lýðræðislegt,  að berjast með þeim hætti fyrir samþykkinu og lýst er hér að ofan.  Eða þá að útkoma kosninganna geti talist lýðræðisleg, verði samþykkt tillagnanna fengin með þeim óheiðarlega hætti og lýst er hér að ofan.

Hins vegar er örvænting stjórnarliða og meðhlaupara þeirra eðlileg. Sökum þess hversu illa hefur verið á málum haldið af Jóhönnustjórninni, liggja í rauninni engar tillögur að nýrri stjórnarskrá eða breytingum á henni, sem hægt yrði með góðu móti að fara í og afgreiða fyrir vorið,  aðrar en tillögur stjórnlagaráðs.

Yrði þeim tillögum kastað út í hafsauga, þá væru stjórnarflokkarnir í slæmum málum, vegna þess að loforðið um nýja eða breytta stjórnarskrá, myndi "gufa upp" á lokaspretti kjörtímabilsins.

Stjórnarflokkarnir, viðhengi þeirra og meðhlauparar, gætu hins vegar engum öðrum en sjálfum sér kennt um þær ófarir. Enda hafa þeir aðilar slegið hendinni á móti hverslags málamiðlunum eða efnislegri umræðu um þær tillögur að breyttri stjórnarskra, er nú þegar liggja fyrir, með eða án tillagna stjórnlagaráðs.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En ég hef aldrei fengið svar við tveim spurningum, og vonandi getur einhver svarað hér; af hverju er svona hættulegt að almennur íslendingur komi nálægt endurskoðun stjórnarskrárinnar og af hverju getum við ekki fengið að kjósa einstaklinga í stað flokka (getur verið í því formi að hafa óraðaða lista)??????

larus (IP-tala skráð) 15.10.2012 kl. 10:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband