Leita í fréttum mbl.is

"Hálfsannleikur" Seðlabankans kallar á stjórnsýsluúttekt.

"Skuldir þjóðabúsins eru mun meiri en áður hefur verið haldið fram af Seðlabankanum og öll áform um afnám gjaldeyrishaftanna verða ótrúverðug uns heilstætt mat hefur verið gert á skuldastöðunni." 

Arnór Sighvatsson aðstoðarseðlabankastjóri sagði í viðtali við Morgunblaðið að:

,,Undirliggjandi hrein staða er hrein staða þegar búið er að leggja mat á hreina skuld sem stafar af uppgjöri fjármálafyrirtækja í slitameðferð, leggja þá stærð við það sem á þeim tíma er flokkað sem hrein staða án fjármálafyrirtækja í slitameðferð og draga frá skuld Actavis." 

 Í riti Seðlabankans, Hvað skuldar þjóðin, er ekki tekið tillit til þessarar ,,undirliggjandi hreinu stöðu", þó svo að Arnór hafi einnig sagt, að auðvitað hafi alltaf staðið til að fara þá leið sem farin hefur verið og varpar í raun réttu ljósi á skuldastöðuna. Í því samhengi hlýtur því að mega spyrja: "Afhverju var þess ekki getið í "ritinu" um skuldir þjóðarinnar, á sínum tíma?"

Ef að mig misminnir ekki þá kom ritið út á sama tíma og þriðji og síðasti Icesavesamningurinn var til umræðu í þinginu.Alveg burtséð frá því hvort að samþykkja hefði samninginn eða ekki, þá hlýtur ritið eða sú staða sem þar birtist  hafa verið lögð til grundvallar því, að óhætt væri að samþykkja hann.

 

 

Í ljósi þess hlýtur að mega spyrja, hvað vakti fyrir Seðlabankanum er hann undanskildi þessa "undirliggjandi stöðu" frá þeim tölum er hann birti í ritinu? 

Eins hljóta þessar meintu falsanir Seðlabankans á stöðunni, að kalla á athugun á því, hvort að í öðrum gögnum Seðlabankans undanfarin misseri, sé ekki að finna áþekkt misræmi eða falsanir á þeim raunveruleika sem þjóðin í raun býr við.  Er staða heimila og fyrirtækja í landinu í raun jafn sönn og Seðlabankinn hefur haldið fram?  

Getur verið að trúverðugleiki Seðlabankans standi fyrst og fremst með því, hversu raunverulega mynd stjórnvöld, vilji á hverjum tíma að sé birt af ástandinu?

Að öllu þessu sögðu, hljóta að koma fram spurningar, eins og:  "Hvað veldur því að ekki er enn farin í gang stjórnsýsluúttekt á Seðlabankanum og FME, líkt og Alþingi samþykkti að fara í, þegar niðurstaða "Atlanefndarinnar"  er innihélt slíka tillögu, var samþykkt 63-0?


mbl.is Skuldum 90% meira en áður var talið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Kristinn þetta er graf-alvaraleg staða sem uppi er og ef það er tilfellið að staðan sé verri en Ráðamenn okkar segja okkur að hún sé, sem hún er þá er alveg ljóst að Ráðamenn eru gerendur einhverstaðar á þessu hruni og ráni sem við Íslendingar urðum fyrir. Ráðamenn eru þeir sem vilja bara moka yfir þetta allt saman með því að segja okkur að það sé betra að taka bara upp nýjan gjaldmiðil og þá lagist bara allt saman...

Þeir sem hafa verið að fara ílla að ráðum sínum eru þeir sem vilja breitta stöðu vegna þess að það henntar þeim, en hvað það er sem henntar þjóðinn er allt annað og það er ekki ný mynt heldur heibrigt og opið hagkerfi sem spilar bara úr því sem við höfum á milli handana hverju sinni, og að vita af uppgangstíma hér og þar er ekki verra að vita af vegna þess að það leyfir heilbrigðu kerfi að geta gert dagamun...

Þessi stefna sem Ríkisstjórnin hefur farið síðustu 4 ár, það er að reka þjóðarbúið á lánum á lánum ofan á út á hugsanlegan uppgang í Þjóðfélaginu næstu ár á eða ætti að vera ólöglegur gjörningur...

Kv.góð

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.10.2012 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband