Leita í fréttum mbl.is

Leynisamningar og rammaáætlun.

„Álfheiður Ingadóttir sagði að þegjandi samkomulag ríkti um að ríkisfyrirtæki héldu að sér höndum í virkjanamálum, á meðan rammaáætlun hefði ekki verið afgreidd á Alþingi.“ 

".......á meðan Alþingi fjallar um rammaáætlun, þá skal ríkja hér algert verkstopp í orkugerianum“ segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra.

Það liggur því í augum uppi að svokallað ,,samráð“ stjórnarflokkanna um rammáætlun, er í rauninni ekkert annað en hluti þess leynilega þegjandi samkomulag stjórnarflokkanna um verkstopp í orkugeiranum.

Það er nærri því eitt og hálft ár, síðan vinna við rammaáætlun lauk. Og var niðurstaðan afhent Svandís Svavarsdóttur umhverfisráðherra og Katrínu Júlíusdóttur, þann 6. júlí 2011. Hálfu ári síðar mælti Svandís svo fyrir þingsálykunartillögu í þinginu um hana.

Ekki náðist þó, sökum pólitískra hrossakaupa og innbyrðisdeilna innan og í millum stjórnarflokkanna, að koma þingsályktunartillögunni í aðra umræðu  og afgreiðslu, þó enn hafi þrír mánuðir verið til stefnu fram að þinglokum og brann því tillagan inni.

Núna nýverið flutti Svandís tillöguna aftur í þinginu og þrátt fyrir allan þennan tíma, sem liðinn er síðan rammáætluninni var skilað inn, þá er enn verið að "ræða" hana. Eða öllu heldur að svæfa af pólitískum ástæðum. Meðfram því sem faglegri vinnu byggðri á rannsóknum er fórnað í nafni pólitísks rétttrúnaðar.

Hvernig má það vera, að faglegri vinnu sem þverpólitísk samstaða er að fara í, er sýnd slík óvirðing og dónaskapur, að pólitískur rétttrúnaður er æðri faglegri niðurstöðu, sem tíu ára vinna liggur að baki við?

Svarið  liggur  í augum uppi. Svokallað ,,samráð“ stjórnarflokkanna um rammáætlun, er í rauninni ekkert annað en hluti þess leynilega þegjandi samkomulag stjórnarflokkanna um verkstopp í orkugeiranum.


mbl.is Leynisamkomulag stjórnarflokkanna ólíðandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Vinnan er reyndar lengri en 10 ár, en það skiptir svo sem engu. Það sem er ótrúlegt er að tvær manneskjur skuli, í pólitískum hrossakaupum, þar sem önnur selur reyndar stefnuskrá flokksins síns, komast upp með að breyta rammaáætlun si svona. "Það hafa komið fram nýjar upplýsingar" var svarið og fjölmiðlar sættu sig við það. Spurðu einskis, því líklega hafa þeir gert ráð fyrir að "Ég held" og "Mér finnst" greinar Orra Vigfússonar væru af slíku kaliberi að það flokkaðist sem nýjar upplýsingar. Greinar Orra upplýstu mig reyndar bara um eitt: Orri var ekki búinn að lesa matsskýrslurnar fyrir virkjanirnar í neðri Þjórsá, hvað þá sérfræðiskýrslurnar. Þetta get ég fullyrt út frá skrifum hans, því ég er búinn að lesa matsskýrslurnar. Og ALLAR sérfræðiskýrslurnar líka. Reyndar ritstýrði ég annarri matsskýrslunni og tel mig hafa unnið heiðarlegt og gott starf. Svandísi finnst sennilega annað!

Það er blóðugt að Svandís skuli komast upp með þetta í ljósi óútskýrðra "nýrra upplýsinga". "Laxinn" segja langflestir sem ég spyr. "Virkjanirnar drepa allan laxinn!" En það er algerlega óumdeilt í umhverfismatinu að efri virkjanirnar tvær, Hvammsvirkjun og Holtavirkjun, hafa engin áhrif á fiskgengd eða lífríkið í ánni yfir höfuð. Engu að síður þarf "náttúran að njóta vafans".

Skondið reyndar þetta með að njóta vafans, því í kjölfar heimildamyndar Herdísar um sauðkindina og gróðureyðingu, þá sagði Svandís það ekki vísindalega sannað að sauðfé ylli gróðureyðingu. Hvar var vafinn þá?

Tvískinnungshátturinn er svo alger hjá þessu fólki, að ekkert er heilagt. Stefnuskrá, hagsmunir fjöldans, kjósendur, fólk og fjölskyldur... allt fer þetta í aftursætið, meðan ofstækið og öfgarnar fá að stjórna ferðinni! Aldrei aftur tæra vinstri, takk!

Ófeigur Ófeigsson (IP-tala skráð) 10.10.2012 kl. 23:01

2 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

Já það eru fleiri orðlausir yfir vinnubrögðum þessara vinstri Ríkisstjórnar sem gerir ekkert annað en svíkja og ljúga til að ná einhverju fram sem Þjóðin veit ekki um...

Ábyrgð Ríkisstjórnarinnar í að hafa hag og velferð Þjóðarinnar í fyrirrúmi hefur gjörsamlega klikkað og núverandi Ríkisstjórn er með stórt brot á bakinu þar gagnvart Þjóðinni sem þarf virkilega að huga að vegna þess að allar aðgerðir Ríkisstjíórnarinnar hafa grafið undan stoðum okkar en ekki styrkt þær eins og ætti að vera...

Það er gott að tími þessara Ríkisstjórnar er að ljúka og eitt alveg víst og það er að það verður langt langt þangað til að vinstri stjórn verður valin til vinnuverka fyrir okkur Þjóðina aftur...

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 13.10.2012 kl. 08:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband