2.10.2012 | 23:08
Fær þjóðin það sem hún ,,kýs" þann 20. október?
Yðar er einlægur er, eins og eflaust nokkuð margir aðrir í þónokkrum vanda varðandi það hvernig svara skuli fyrstu spurningunni í svokölluðu þjóðaratkvæði, alias skoðannakönnun, þann 20. okt næstkomandi.
Vilt þú að tillögur stjórnlagaráðs verði lagðar til grundvallar í nýrri stjórnarskrá?
Já eða nei.
Ef svarið er já. Hvað liggur að baki því svari? Er sá er svo kýs, sammála öllu í drögunum, 10%, 50% eða einhverju þar á milli?
Nú hefur undirritaður orðið þess var, að fólk hafi verið hvatt til þess að segja já við þessari spurningu, til þess að fá þessar tillögur til umræðu í þinginu. Jafnvel þó svo að fólk geti bara sætt sig við lítinn hluta þeirra. Er þá verið að ,,narra" fólk til þess að kjósa með einhverju sem það er í rauninni á móti? Ef það er á móti einhverjum hluta þessara tillagna?
Get ég t.d. kosið með auðlindaákvæði í stjórnarskrá, ef að sá böggull fylgir því skammrifi, að einnig verið í því ákvæði, kveðið á um fullt gjald fyrir nýtingu auðlinda? Þar sem ég aðhyllist frekar að það gjald sem taka skuli fyrir nýtingu auðlinda, sé miklu frekar bundið vilja löggjafans hverju sinni, fremur en stjórnarskrárákvæði, sem mun erfiðara er að breyta en lögum um auðlindagjald, ef aðstæður breytast við nýtingu auðlinda.
Á hvaða hátt á Alþingi að geta nýtt sér leiðsögn þessarar könnunar sem lögð er fyrir þjóðina þann 20. okt nk. ?
Koma þingmenn til þess að vita, í hvaða tillögum af þessum tillögum öllum, öðrum en þeim fimm sem fólk fær að ,,kjósa" sérstaklega um, ríkir samhljómur meðal þjóðarinnar? Ef já. Verða þá bara þær tillögur í nýrri stjórnarskrá, sem þingið veit að ríkir samhljómur um á meðal þjóðarinnar og öðrum tillögum hent?
Eða á já við spurningunni að verða til þess, að allar þessar tillögur verði í nýrri stjórnarskrá, óbréyttar með öllu, lítið breyttar eða breytt eftir því sem tími vinnst til og meirihluti verður til við í þinginu?
Ef svarið er nei. Verða þessar tillögur þá ekki lagðar fyrir þingið? Eða bara þær tillögur sem stjórnarmeirihlutinn treystir sér að ná í gegn fyrir kosningar í vor? Eða þá bara sá hluti tillagnanna sem honum er að skapi, þröngvað í gegnum þingið á síðustu andartökum þess fyrir kosningar?
Verða spurningarnar fimm sem að auki eru lagðar fram í þessari könnun,um auðlindirnar, þjóðkirkjuna, persónukjör, jöfnun atkvæða og beint lýðræði, afgreiddar í þinginu í beinu samræmi við niðurstöðu könnunarinnar? Eða mun pólitískur meirihluti í þinginu ráða lyktum þeirra?
Að lokum má svo bæta við: Hvaða áhrif mun þátttaka þjóðarinnar í þessari könnun hafa á efnislega meðferð þingsins á þessum tillögum? Mun stjórnarmerihlutinn leggja jafn mikla áherslu á framlagningu þessarra tillagna, verði þátttakan dræm og hann myndi gera yrði þátttakan góð eða yfir meðallagi?
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Góð greining Karl og svarið er einfallt fyrir Sjálfstæðismenn sérstaklega. Vilji menn endurvekja hér lýðræði og frelsi einstaklingsins eins og var stefna Sjálfstæðismanna fyrir daga Davíðs þá segja menn JÁ við fyrstu spurningunni.
Verði þátttaka 50% eða meiri og meirihluti svara verður JÁ er þingið alfarið bundið að niðurstöðum þjóðaratkvæðagreislunnar og á að víkja Stjórnarskránni okkar beint í þjóðaratkvæðagreislu til að koma í veg fyrir að menn eins og þú geti stutt LÍÚ í að staðfesta nýtingarrétt útgerðainnar á öllum aflaheimildum við Ísland um ókomin ár.
Ólafur Örn Jónsson, 3.10.2012 kl. 07:37
Ólafur, með því að segja Já við fyrstu spurningunni, þá ert þú að gefa stjórnvöldum óútfylltann tékka á breytingum á stjórnarskránni, það er fásinna að halda því að alþingi sé bundið tillögum frá einhverju ráði.
Halldór Björgvin Jóhannsson, 3.10.2012 kl. 17:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.