Leita í fréttum mbl.is

Forsætisráðherra fólksins kveður.

„Fólk treystir því að hún sé að vinna að hag almennings á Íslandi og ég held að það sé vanmetið hvað það er gríðarlega mikils virði að hafa haft slíkan forsætisráðherra.“

Í stjórnarandstöðu talað Jóhanna gjarnan fyrir afnámi á verðtryggingu lána.  Eins þótti henni ríkið taka fullmikið til sín af verði hvers bensínlítra og krafðist þess að ríkið léti af þeirri stefnu sinni að halda uppi bensín verði með sköttum á eldsneyti.    

Eins þótti henni lítið til þess koma, þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, hækkaði lánshlutfall Íbúðalánasjóðs upp í 90%.  Enda hafði ,,helvítis íhaldið“ komið í veg fyrir að lánshlutfallið yrði hækkað enn frekar.

Fólkið í landinu gæti ekki meir......

En svo birti til hjá þjáðri þjóð.  Jóhanna varð  félagsmálaráðherra.

 Jóhanna sat í sérstökum ráðherrahópi um ríkisfjármál.  Í aðdraganda hrunsins,  hafði í hópnum verið um það rætt að Íbúðalánasjóður, héldi að sér höndum og drægi frekar úr lánveitingum, en yki þær.  Bankarnir væru hættir að lána til húsnæðiskaupa og fasteignamarkaðurinn var að líða út af. Með þau skilaboð fór Jóhanna upp í félagsmálaráðuneyti og útbjó reglugerð, sem heimilaði Íbúðalánasjóði að hækka lánslutfallið upp í 100%.  Átti sú reglugerð að taka gildi 1. Júlí 2008, sem hún og gerði.

Sú ákvörðun hleypti jú einhverju lífi í fasteignamarkaðinn. Enda jukust lánveitingar Íbúðalánasjóðs um nærri 60% síðustu þrjá mánuðina fyrir hrun, miðað við síðustu þrjá mánuði þar á undan.

Samkvæmt tölum Íbúðalánasjóðs, þá er sá hópur sem nú á í hvað mestum vandræðum með lán frá sjóðnum, einmitt þeir sem tóku lán árið 2008, þegar Íbúðalánasjóður lánaði einn til húsnæðiskaupa.  Ætla má að stærstur hluti þess hóps, hafi tekið sín lán frá 1.júli og fram að hruni.  Þegar að ráðherrann hefði mátt og í rauninni átt að vita í hvað stefndi í ljósi þess að hann sat í ráðherranefndinni um ríkisfjármál.

Og svo birti enn til...............

Jóhanna varð forsætisráðherra og fer nú fyrir ríkisstjórn þeirri sem á Íslandsmet í skattheimtu, hvort sem það sé á einstaklinga eða fyrirtæki.   Skattar sem vega mikið þegar kemur útreikningi á vísitölu lána, eins og á eldsneyti, áfengi og tóbak hafa hækkað gríðarlega.  Höfuðstólar lána hafa hækkað svo milljörðum skiptir í stjórnartíð Jóhönnu, bara vegna skattahækkunarstefnu stjórnar Jóhönnu.  Jafnvel þó að farið hafi verið í yfir sextíu úrræði til lausnar á skuldavanda heimilana, að sögn Jóhönnu.

Ríkisstjórn Jóhönnu sveik svo gefin loforð um hækkun persónuafsláttar, þannig að skattbyrði þeirra sem minnst mega sín og eiga sjálfsagt í mestum vandræðum vegna lána hefur aukist.   Eldsneytisverð aldrei verið hærra í Íslandssögunni og aldrei hafa fleiri einstaklingar verið í alvarlegum vanskilum, en einmitt í stjórnartíð Jóhönnu.

 

Að ofansögðu má glöggt sjá, að þjóðin hlýtur að standa í mikilli þakkarskuld við Jóhönnu.  Enda hefur hún ætíð hugsað fyrst og fremst hugsað um hag þess og ekkert annað í orðum sínum og gjörðum... 


mbl.is Flokkurinn þarf að ræða framtíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband