Leita í fréttum mbl.is

Heilög Jóhanna í læri hjá prófessor Ólafssyni?

„Skattheimtan var einnig meiri í tíð Sjálfstæðisflokksins fyrir hrun. Árið 2005 og 2006 námu skatttekjur ríkisins 31,5% af landsframleiðslu, en í ár er talan 27,3% og á því næsta enn lægri 27,1%. Staðreyndin er sú að fólk og fyrirtæki halda meiru eftir af sínum tekjum nú en þegar þeir flokkar sem hæsta tala um skattpíningu stýrðu ríkiskassanum,“ sagði Jóhanna."

 Það er engu líkara en  að Heilög Jóhanna hafi lært meðferð talna af Stefáni Ólafssyni prófessor.  Hér hafa skattaprósentur og aðrar álögur á atvinnulífið verið hækkaðar.  Það að slíkt skili minni tekjum þýðir einfaldlega, að allar þessar skattahækkanir hafi ekki skilað tilætluðum árangri, þar sem skatttekjur dragast saman í stað þess að aukast.

 Til þess að bera saman skatta á fyrirtæki  og launamenn hérlendis og víða erlendis, á raunhæfan og réttan hátt, þarf að bæta við framlagi launamanna og fyrirtækja til lífeyrissjóðakerfisins við skattprósentuna, þar sem slík er gjarnan innifalið í sköttum fyrirtækja og launamanna í flestum þeirra landa, sem talað er um að skattar séu hærri en hér.


mbl.is Jóhanna: Dregið hefur úr skattheimtu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Það væri fróðlegt að sjá hvaða útreikningar liggja til grundvallar þessum tölum hjá Jóhönnu. Það er gjörsamlega útilokað að þær standist.

Landsmenn allir finna freklega á sínu skinni þá skattpíningu sem stjórnvöld standa að og þar að auki hefur landsframleiðslan dregist verulega saman eftir hrun. Þetta gengur því engan veginn upp.

En Jóhanna hefur ekki verið að láta staðreyndir þvælast fyrir sér, aldrei. Nú upp á síðkastið hefur hún hins vegar farið hamförum í sínum rangfærslum. Það er því spurning hvort einhverjir ellisjúkdómar séu farnir að hrella hana.

Ráðgjafar og aðstoðarfólk hennar liggja svo sveittir við að reyna að leita raka fyrir bullinu í henni, reyna að réttlæta þvargið.

"Prófessor" Ólafsson hefur ekki legið á liði sínu við þá vinnu.

Gunnar Heiðarsson, 20.9.2012 kl. 08:06

2 identicon

Það hafa allir skattar hækkað og fleiri orðið til.

Málið er bara að allir hafa lækkað í launum og sérstaklega þeir hæstlaunuðu.

Þetta er náttúrulega mjög ruglaður mælikvarði á hlutina en hún varð að finna eitthvað til að reyna að láta þetta líta vel út blessunin.

Hún getur ekki sagt, við höfum hækkað alla skatta mjög hressilega en fáum samt minni skattekjur, það væri að viðurkenna að hún hafi gert eitthvað rangt, svoleiðis gerir ekki þessi ríkisstjórn.

Emil Emilsson (IP-tala skráð) 20.9.2012 kl. 21:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband