Leita í fréttum mbl.is

Af Stjórnlagaráðs ,,Numero uno".

Þorvaldur Gylfason fer mikinn á bloggsvæði sínu á dv.is í því að gera það sem honum er tamast, þ.e. að gera mönnum og flokkum upp skoðanir og leiðbeina þeim í þeim málum, sem að til umræðu er hverju sinni.  

 http://www.dv.is/blogg/thorvaldur-gylfason/2012/9/14/rikur-samhljomur/

 

Undanfarið hefur reyndar fátt annað komist að hjá honum, en leiðbeina þingheimi um það hvernig honum beri að taka afstöðu til tillagna Stjórnlagaráðs að nýjum stjórnskipunnarlögum, með tilliti til úrslita þjóðaratkvæðis, sem ekki einu sinni hefur farið fram.  Ekki heldur er ljóst, af hversu miklu leyti, tillögur stjórnlagaráðsins, verði brúklegar til framlagningar á Alþingi vegna lagalegra skúldbindinga ríkisins, bæði innlendra og alþjóðlegra.  

 Í blogginu sem linkurinn hér að ofan vísar á, gengur Þorvaldur út frá því að það eigi ekki að vera Sjálfstæðisflokki og Framsókn erfitt að samþykkja tillögur stjórnlagaráðs, þar sem báðir flokkarnir hafi talað fyrir auðlindaákvæði í stjórnarskrá áður.   Hins vegar skrifar Þorvaldur ekkert um það afhverju, þrátt fyrir nokkrar tilraunir, hafi ákvæðið ekki enn náð í gegn.

 Eflaust hafa verið fyrir því ýmsar ástæður, í gegnum tíðina.  Meginástæðan fyrir því að tillagan náði ekki í gegn síðast þegar hún lögð fram árið 2007 var sú að inn í þeim pakka sem afgreiða átti, stóð til að hrófla við málskotsrétti forsetans.  Á slíkt máttu hvorki Vinstri grænir  og sér í lagi Samfylkingin ekki heyra á minnst.  Enda hafði forsetinn tveimur til þremur árum áður, neitað að staðfesta fjölmiðlalöginn, sem hefðu komið harkalega niður á gullkálfi Samfykingarinnar, Baugi sem að rak svokallaða Baugsmiðla.  

 En eins og áður sagði, þá er Þorvaldur iðinn við að gera öðrum upp skoðanir á ýmsum málum.  Það er þó  tæplega hægt að gera stjórnmálaflokkum upp einhverja efnislega afstöðu til tillagna stjórnlagaráðs. Enda varla nokkur efnisleg umræðu verið um þau drög. Í það minnsta opinberlega. Styrinn hefur fyrst og fremst staðið um málsmeðferðina. Meira að segja stjórnarflokkarnir og Hreyfingin, sem hvað harðast hafa barist fyrir þessu ferli, hafa ekki svo undirrituðum sé kunnugt, tekið efnislega afstöðu til tillagnanna.  Heldur segjast þessir flokkar eða þingmenn þeirra, ætla að taka afstöðu ,,blint" samkvæmt niðurstöðu þjóðaratkvæðisins. 

 

Hver sem úrslit svokallaðs þjóðaratkvæðis verða, þá ber að hafa í huga að samkvæmt núgildandi stjórnarskrá sem þingmenn undirrita drengskaparheit að, þá ber þingmönnum að fara að eigin sannfæringu. En ekki að boðum kjósenda sinna (gr.48.). Enda er það nú svo að þingmenn eru alla jafna kosnir út á stefnu sína og sannfæringu fyrir henni og þeim málum sem brenna á þjóðinni, hverju sinni.

 

Í Stuttu máli þá eru menn kosnir á þing til þess að framkvæma og eða berjast fyrir þeirri stefnu er þeir mæla fyrir í kosningabaráttu fyrir þingkosningar. En ekki til þess að virka eins og ,,stimpilpúðar" við afgreiðslu mála, sem ekki hafa hlotið efislega meðferð í þinginu. Þingmenn og flokkar eru svo að kjörtímabili loknu metnir af verkum sínum og þeim heilindum sem þeir sýndu stefnu sinni á kjörtímabilinu. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband