Leita í fréttum mbl.is

Er hægt að fjölnýta fleiri ríkisforstjóra?

Samkvæmt fréttinni, sem þessi pistill sprettur upp af, virðist það bara vera ca. 50% starf að vera forstjóri Landspítala háskólasjúkrahúss.  Landspítalinn er langstærsti vinnustaður landsins og eflaust einnig einn sá dreifðasti, þar sem starfsemin fer fram á tugum staða í borginni.

Það hlýtur að leiða hugann að því hvort að í öðrum ríkisfyrirtækjum, þar sem minna gengur á, væri ekki hægt að nýta forstjóranna í eitthvað annað, hálfan daginn eða brot úr degi.  Forstjóri ÍLS gæti t.d. svarað í símann eftir hádegi á meðan sá starfsmaður er það gerir fyrir hádegi, sér um þrif á skrifstofunni, fer í sendiferðir eða eitthvað viðlíka.  Báðir starfsmennirnir gætu svo þegið full laun fyrir aðalstarfið og eitthvað aukalega fyrir aukastarfið.

Þó eflaust væri þetta víða hægt, þá þetta nú líklegast ekki raunin. Enda ætti það nú bara að vera svo, að öll þau störf sem starfsmaður vinnur í venjulegum vinnutíma, ættu að vera innfalin í þeim launum sem í boði eru.  

 Undirritaður starfar í byggingageiranum og þar eru flestir verkstjórar iðnmenntaðir og aðrir yfirmenn tæknimenntaðir.  Margir verkstjóranna, gætu verkstýrt fyrir hádegi og komið hlutunum þannig fyrir að ekki þyrfti að verkstýra eftir hádegi.  Þeir gætu því unnið við sína iðn eftir hádegi og þegið laun fyrir hvoru tveggja.  Eins gætu margir þeirra tæknimenntuðu, klárað þessi ,,leiðinlegu" skrifstofustörf fyrir hádegi og t.d. unnið við mælingar eftir hádegi. Menn fengju auðvitað full laun fyrir aðalstarfið og svo eitthvað aukalega fyrir þau verk sem þeir taka að sér og heyra ekki beint undir þeirra verksvið.

Yðar einlægur starfar við að þjónusta það verk sem hann vinnur við.  Kannski væri nú bara hægt að skipuleggja þjónustunna þannig, að henni mætti ljúka á hálfum degi og nýta þá hinn helming dagsins í önnur verk á byggingastað.  Ég fengi samt full laun fyrir þjónustuna og svo eitthvað aukalega fyrir hin verkin. 

Sú réttlæting á launahækkun Björns er því á afar veikum grunni byggð.  Enda varla hægt að greiða honum full forstjóralaun, sé það starf eingöngu bara 50% starf.  Forstjóri í hálfu starfi, ætti því sem slíkur að fá bara hálf forstjóralaun. 


mbl.is Fjölhæfur forstjóri LHS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband