6.9.2012 | 19:23
Ef þú brýtur lög þá bara breytirðu þeim.....
,,Þá segir hann mikla umræðu hafa verið frá bankahruni um laun forstöðumanna ríkisstofnana og að sú umræða haldi áfram aðspurður um ákvæði laga um kjararáð. Þá standi til að breyta lögum um ráðið.
Það má svosem setja þessa launahækkun til Björns í samhengi við laun annarra stétta og finna það út, að jafnvel hækkunin eingöngu, er á við tvöföld ef ekki þreföld verkamannalaun. Kannski er hækkunin fullbrött og kannski ekki. En ætla má að hækkunin verði fordæmisgefandi varðandi aðra ríkisforstjóra.
Það má svosem hafa hvaða skoðun sem er á launum Björns , hvort þau eigi að vera hærri eða lægri. En líklegast er hann verður launa sinna.
Hins vegar finnst mér tilvitnunin, hér að ofan, mun athyglisverðari með tilliti til uppákomna við ráðningar stjórnvalda, undanfarin misseri.
Eftir að tveir ráðherrar ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og réttlæti, hafa brotið jafnréttislöggjöfina, er farið að tala um að henni þurfi að breyta. Það er í rauninni soldið skondið, þar sem annar hinna brotlegu ráðherra, hafði veg og vanda að þeirri jafnréttislöggjöf sem talað er um að breyta þurfi.
Guðbjartur Hannesson treystir sér ekki til þess að vinna innan ramma laga um kjararáð og þá fer í gang umræða um að breyta þurfi lögum um kjararáð. Í það minnsta því ákvæði þess efnis að enginn ríkisforstjóri skuli hafa hærri dagvinnulaun en forsætisráðherra. En það var einmitt sá forsætisráðherra sem nú situr, sem kom því ákvæði á.
Það mætti því ætla að tilgangur þessara lagasetninga og lagabreytinga, hafi fyrst og fremst verið sá að láta þær ,,lúkka vel, án þess að einhver metnaður hafi verið fyrir því að fara eftir þeim.
Hækkaði laun forstjórans um 450 þúsund | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Handtekinn fyrir njósnir í bandaríska sendiráðinu
- Hefur áhyggjur af notkun eldflauganna
- Herra Volvo er genginn
- Sakar dómstólinn um gyðingahatur
- Merkel segir Trump heillaðan af einræðisherrum
- Hótar Bretum og Bandaríkjamönnum
- Hættir við að reyna að verða ráðherra Trumps
- Segir að Rússar séu að nota Úkraínu sem tilraunasvæði
Athugasemdir
Já og sérstaklega lög sem þú eyddir áratugum af þingmennsku þinni til að koma á. Til hamingju Jóhanna, þú ert skráð í þingsöguna sem hégómafyllsti þingmaðurinn.
Björn (IP-tala skráð) 7.9.2012 kl. 06:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.