Leita í fréttum mbl.is

"Beinu lýðræði" snúið á haus.

Þegar rætt er um ráðgefandi þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs í haust, er talað um ,,beint lýðræði". Samkvæmt núverandi stjórnskipan, er hugtakinu ,,beint lýðræði" snúið á haus í þessu samhengi.

Samkvæmt núverandi stjórnskipan, gengur ,,beint lýðræði" út á það að þing eða forseti, spyr þjóðina um hvort hún sé sátt við e-ð mál, sem þingið hefur afgreitt.

Tillögur stjórnlagaráðs, hafa hins vegar ekki fengið efnislega meðferð í þinginu, ef undan er skilin, ein almenn umræða um þær í þinginu, þar sem þingið tók enga afstöðu til efnis þeirra.

Ráðgefandi þjóðaratkvæði um tillögur stjórnlagaráðs, getur því aldrei flokkast undir ,,beint lýðræði" nema Alþingi taki til þeirra efnislega afstöðu áður. Samþykki þær óbreyttar, breyttar eða þá bara hafni þeim með öllu.

Ráðgefandi þjóðaratkvæði, um mál sem þingið hefur ekki fengið til efnislegrar meðferðar eða tekið efnislega afstöðu til, er ekkert annað en fólskulaus árás á þingræðið.  Sér í lagi, þar sem beinlínis er ætlast til þess að efnisleg niðurstaða Alþingis verði á endanum, efnislega sú sama og úrslit hins ráðgefandi þjóðaratkvæðis býður upp á.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Satt Kristinn,  líðræðinu er snúið á haus og má seigja að öllu hafi verið snúið á haus undanfarið og með siðferðisblyndu ríkisstjórnar að leiðarljósi fer samfélagið til fjandans.

Eyjólfur Jónsson, 9.7.2012 kl. 23:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband