Leita í fréttum mbl.is

Lýðskrum fyrir allan peninginn.

Enn og aftur ljáir Ólína Þorvarðardóttir máls á hinu skrumsvædda áhugamáli sínu, að leggja uppgjafamál ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í dóm þjóðarinnar.  Áður en að til þess bær aðili, löggjafarþing þjóðarinnar leiðir það til lykta.

http://blog.pressan.is/olinath/

Það er nú bara einu sinni þannig, að spurningar um stjórn fiskveiða, sem bornar yrðu upp í ráðgefandi þjóðaratkvæði, yrðu allar með miklum fyrirvörum. Fyrir það fyrsta yrði að vera fyrirvari um að niðurstaðn stæðist stjórnarskrá. Síðan yrðu að vera fyrirvarar um þjóðhagslega hagkvæmni o.s.f.v.

Það er því líklegt að endanlegar lyktir málsins, yrðu á allt annan veg en ráðgjöf þjóðarinnar. Það mætti því segja, að með þessu verklagi, væri lýðræðislegur réttur fólks misnotaður, til þess eins að hafa það að fíflum.

Eina raunhæfa leiðin til þess að kjósa um framtíðarskipun á stjórn fiskveiða, er í gegnum þingkosningar. Þar kynna flokkarnir sína sýn á málið og fá atkvæði, væntanlega í hlutfalli við það, hversu vel þjóðinni líst á ,,sýn" hvers flokks fyrir sig. 

Sá vandi sem núverandi stjórnarflokkar eru í með framtíðarskipan á stjórn fiskveiða, hefur ekkert með LÍÚ, Moggann og stjórnarandstöðuna að gera.

 Vandinn liggur fyrst og fremst í því, að sú framtíðarsýn sem stjórnarflokkanir höfðu á stjórn fiskveiða í undanfara síðustu kosninga var villusýn. Líkt og ótal matsgerðir og úttektir, bæði leikra og lærðra sem til málaflokksins þekkja, hafa bent á. 

Stefna stjórnarflokkanna beið eingöngu skipsbrot fyrir þeirra eigin þvergirðingshátt og lýðskrum sem grundvallaðist fyrst og fremst upp á pólitískum rétttrúnaði og valkvæðri vanþekkingu á afleiðingum stefnu sinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband