Leita í fréttum mbl.is

Óforskammaður og hortugur forsætisráðherra.

„Forsætisráðuneytið vekur athygli á því að í dóminum er hvorki lagt sjálfstætt né efnislegt mat á það hvort jafnréttislög hafi verið brotin við skipun í embættið. Niðurstaðan byggir alfarið á því að úrskurður kærunefndar jafnréttismála sé bindandi um þann þátt málsins, þar sem forsætisráðuneytið lét ekki á það reyna í sérstöku ógildingarmáli, þar sem áhersla var lögð á að ná sáttum í málinu,“ segir í yfirlýsingunni.

Auðvitað lagði dómurinn ekki til efnislegt eða sjálfstætt mat á því, hvort að jafnréttislöggjöfin hafi verið brotin.  Enda var um bindandi úrskurð stjórnvalds að ræða og því óþarft með öllu að dómurinn tjái sig um slíkt.  Svokallaður sáttavilji ráðuneytisins, ákvarðaðist fyrst og fremst af því, að yfirgnæfandi líkur voru á því að ógildingunni yrði hafnað af dómnum. 

„Þá sé það jafnframt niðurstaða héraðsdóms að ekki verði fullyrt að Anna hefði átt að fá embættið auk þess sem skaðabótakröfu hennar hafi verið hafnað. Vitnað er til niðurstöðunnar að ekki verði fullyrt að Önnu hafi borið að fá starfið umfram þrjá aðra umsækjendur sem raðað hafi verið framar henni í hæfnismatinu og því hafi íslenska ríkið verið sýknað af skaðabótakröfu.“

Ef að úrskurðað hefur verið að jafnréttislög voru brotin, vegna þess að Önnu var ekki boðin staðan, þá hlýtur það að liggja í augum uppi, að sjálfsögðu hefði átt að ráða Önnu í starfið.   Hæfnismatið sem vitnað er til, kemur þessu ekkert við.  Hæfnismatið fór ekki fram á grundvelli þeirra laga, sem fara skal eftir þegar hið opinbera ræður fólk í vinnu.  Enda úrskurðaði  Úrskurðarnefnd jafnréttismála  á þann hátt.  Skiptir í því engu máli, hversu faglegt það kann að hafa verið.  Enda var það ekki samkvæmt lögum um ráðningar, eins og þá sem málið snerist um.

„Í samræmi við fyrri yfirlýsingar mínar og sáttavilja í þessu máli ítreka ég þá von, að með þessari niðurstöðu megi ljúka málinu, með sama hætti og ég lagði sjálf til þegar í upphafi,“ segir Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra í yfirlýsingunni í tilefni niðurstöðu héraðsdóms.“

Það sem að Jóhanna lagði til í upphafi var nú enginn sáttatónn, heldur þvertók hún fyrir að hafa brotið nokkur lög.  Jafnvel þó að hún sjálf hafi unnið að gerð þeirra. Reyndar er það svo með hæstvirtan forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur að hún djöflast áfram með óbilgirni og hortugheitum, uns öll sund eru henni lokuð og þvertekur fyrir öll sáttaboð, svo lengi sem hún hefur hina minnstu von að ná sínu fram.

 Það var ekki fyrr en útlit var fyrir að málið væri tapað, að greina mátti einhvern sáttatón frá forsætisráðherra. 

Það er ekki ofsögum sagt að forsætisráðherra líti illa út í þessu máli.  Eina sem hefði getað látið ráðherrann líta verr út, væri það að dómur héraðsdóms hefði komið degi fyrr þ.e. á baráttudegi kvenna.


mbl.is Fagnar niðurstöðu héraðsdóms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli hún hafi ekki beitt áhrifum sínum til að sjá til þess að þessi dómur yrði ekki kveðinn upp á baráttudegi kvenna :-)

Björn (IP-tala skráð) 20.6.2012 kl. 23:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband