Hinn vinstri græni formaður Samtaka hernaðarandstæðinga (áður herstöðvarandstæðinga), Stefán Pálsson fer mikinn á Smugunni. Hann reynir ekki bara að gera þá Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson ábyrga fyrir Íraksstríðinu, vegna stuðnings þeirra við þær aðgerðir. Heldur notar hann einnig ummæli forseta Íslands, Ólafs Ragnars Grímssonar, til þess að gera hann einnig ábyrgan fyrir sama stríði.
Það vita það allir sem það vilja vita og líklegast Stefán líka, að Íraksstríðið hefði verið háð, hvort sem Davíð og Halldór hefðu lýst stuðningi við þær aðgerðir eða ekki. Enda komu íslensk stjórnvöld ekki að ákvarðanatökum um það stríð.
Hins vegar vita það allir sem það vilja vita og líklegast Stefán líka, að núverandi stjórnvöld sem Stefán styður sjálfur, veitti NATO heimild til þess að hefja loftárásir á Líbyu, með því að beita ekki neitunarvaldi sínu innan NATO.
Jafn greindur maður og Stefán Pálsson er, hlýtur að sjá muninn á þessum tveimur ákvörðunum íslenskra stjórnvalda og alþjóðlegu vægi þeirra. Sú fyrri breytti litlu í heildarmyndinni, en sú síðari var ein af forsendum þess að hægt var að hefja loftárásir á Líbýu.
Eins hlýtur jafn greindur maður og Stefán Pálsson, að sjá hversu lágt hann leggst í því að koma höggi á núverandi og líklegast verðandi forseta, með þessari smugugrein sinni.
En hvort að hann fyrirgefi sjálfum sér lágkúruna sem þessi smugugrein opinberar, Davíð og Halldóri fyrir Íraksstríðið eða þá Jóhönnu og Steingrími fyrir Líbýustríðið, verður hann að eiga við sjálfan sig.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki stendur steinn yfir steini í röksemdarfærslu Stefáns Pálssonar.
Heimir Lárusson Fjeldsted, 17.6.2012 kl. 10:51
http://postdoc.blog.is/blog/postdoc/entry/1245442/
Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 17.6.2012 kl. 19:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.