7.6.2012 | 20:46
Af kröfum mótmælenda mótmælanna.
Á kröfulistanum, er efst á blaði: Afturköllun veiðiheimilda, eins og stjórnarflokkarnir lofuðu.
Það hefur kannski farið framhjá þessu fólki, að strax á dögum ,,Sáttanefndarinnar" varð það ljóst að það loforð stjórnarflokkanna, var ekki framkvæmanlegt, án skelfilegra afleiðinga. Þau kosningaloforð voru því bara froða.
Aðskilnað veiða og vinnslu:
Slíkt væri óframkvæmanlegt, nema þær útgerðir sem einnig reka fiskvinnslu, seldu fiskvinnslurnar sínar. Enda varla eðlilegt að menn sætu beggja vegna borðs eftir aðskilnaðinn. Minni líkur eru á því að menn seldu útgerðina og skildu vinnsluna eftir. Hver ætti að kaupa fiskvinnslu með fleiri þúsund tonna afkastagetu, án þess að hafa tryggan aðgang að hráefni á því verði sem rekstur fiskvinnslunar þolir.
Allan fisk á markað:
Þessi krafa er jafnan rökstudd með því, að fiskverð myndi hækka um 30% og þar af leiðandi laun sjómanna um 30%. Hvernig er sú tala fengin fram? Meðalverð á fiskmörkuðum síðasta ár eða árin?Er gert ráð fyrir því að aukið framboð gæti lækkað verðið? Væri þá fýsilegt að kaupa fiskvinnslu á milljónatugi eða hundruðir, ef krafan um aðskilnað veiða vinnslu gengi eftir, á 30% hærra verði en nú tíðkast.
Gæti ekki allt eins gerst, færi svo að krafan um aðskilnaðinn gengi ekki eftir, að útgerðarmönnum teldu það hagkvæmara, að vinna meiri fisk út á sjó. Breyta ísfiskstogurum í frystitogara, frekar en að þurfa að kaupa fisk sem þeirra eigin skip veiða, á markaði á 30% hærra verði, án þess að verð á mörkuðum erlendis hækki sem því nemur.
Það þýddi þá væntanlega að störfum í landi við fiskvinnslu myndi fækka stórlega. Togurum myndi eflaust fækka eitthvað, þ.e. að útgerðir gætu t.d. verið með einn frystitogara í stað tveggja ísfiskstogara. Það þyrfti þó ekki að fækka mikið í sjómannastétt, þar sem mun fleiri þarf til þess að manna frystitogara en ísfiskstogara.
Sjómenn myndu eflaust eitthvað hækka í launum. Enda alla jafna betri hlutur á frystitogara en á ísfiskstogara. Sá ávinningur myndi þó tapast og rúmlega það í töpuðum störfum í landi.
Útgerðir greiði hærra og sanngjarnara veiðigjald:
Það er í sjálfu sér lítill ágreiningur um það að útgerðin greiði eitthvað hærra veiðigjald. Styrinn stendur bara um hversu hátt það megi eða eigi að vera.
Það er beinlínis hjá stjórnarsinnum og öðrum að útgerðin sé á móti hærra veiðigjaldi. Útgerðin bara hvorki vill né getur, greitt það gjald, sem stjórnarflokkarnir leggja til. Um það vitna tugir umsagna sérfræðinga, hvort sem þeir eru á vegum stjornvalda eða annarra. Það er því ekkert annað en útúrsnúningur að útgerðin vilji ekki greiða hærra veiðigjald.
Kjósum um kvótafrumvörpin í þjóðaratkvæði:
Til þess að slíkt sé unnt, þá þarf þingið fyrst að samþykkja lögin og 30 þús plús einstaklingar, að undirrita áskorun til forsetans um hann vísi þeim frumvörpum til þjóðarinnar og forsetinn að verða við þeirri ósk.
Felldi þjóðin frumvörpin í þjóðaratkvæði, sem fram færi seint í sumar eða í haust, þá væru núverandi lög um stjórnfiskveiða, áfram í gildi.
Að ætla stjórnvöldum að taka frumvörpin eins og þau líta út núna út úr þinginu og láta þjóðina kjósa um þau, er ill eða óframkvæmanlegt. Enda ógerlegt að kjósa um lög, sem ekki hafa verið samþykkt á Alþingi.
Slíkar kosningar gætu aldrei farið fram, án þess að við þann texta sem kosið yrði um, væru stórir fyrirvarar um breytingar í efnislegri meðferð þingsins, er það tæki málið aftur til sín.
Einu kosningarnar sem gætu ákvarðað framtíðarskipan mála sem löggjafinn hefur ekki leitt til lykta, eru þingkosningar. Kjósendur kysu þá þann flokk sem þeir treystu best til þess að leiða málin til þeirra lykta, sem væri þeim hvað mest að skapi.
Frjálsar og heilbrigðar strandveiðar:
Heilbrigði strandveiða, hlýtur að ráðast af hagkvæmni þeirra. Hagkvæmnin ræðst af því á hvaða hátt er hagkvæmast að veiða þetta takmarkaða magn, sem veiða má hér, ár hvert. Frelsi til þannig veiða, sem og annarra veiða, hlýtur því að ákvarðast af því heildarmagni sem að veiða má hverja sinni. Það verður hins vegar alltaf svo, að löggjafinn sem mun ákveða hlutfall strandveiðiaflans af heildaraflanum.
Mótmælti valdi útgerðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.