4.6.2012 | 21:56
En að endurskoða úrræði og aðgerðir stjórnvalda?
Það er án efa alveg rétt, að endurskoða megi starf umboðsmanns skuldara. En þess ber þó að gæta að starfsumhverfi hans og starfsheimildir eru bundnar þeim lagaheimildum, er úrræði stjórnvalda til handa skuldugum heimilum, skaffa honum.
Þau úrræði hafa flest ef ekki öll þótt flókin og þung í vöfum. Auk þess sem oftar en ekki að réttur skuldara vigtar lítt á móti rétti þess sem lánar. Það er kannski í sjálfu sér ekki skrýtið, þegar til þess er litið, að ríkið á með beinum eða óbeinum hætti ca. 3/4 allra húsnæðisskulda.
Stjórnvöld hafa svo, til þess að brúa kostnað sinn við þessi úrræði, hækkað skatta og þá oftar en ekki á vörur og þjónustu, sem hækka svo verðlag og höfuðstól lánanna. Enda er það svo, að staða margra er farið hefur 110% leiðina, er annað hvort sú sama og hún var, áður en þessi leið var farin, eða þá sínu verri.
Skattahækkanir þessar ásamt fleiri aðgerðum og aðgerðaleysi stjórnvalda, þrengt svo að atvinnulífinu, að hér hefur lengi verið viðvarandi atvinnuleysi, sem að telst mikið á íslenskan mælikvarða. Það dregur svo úr möguleikum þeirra sem að skulda, til þess að afla tekna, svo auðveldara væri að standa í skilum.
Fíflagangur stjórnvalda vegna gengistryggra lána er svo enn ein harmsagan, sem væri án efa efni í annað blog, sem kannski verður skrifað síðar.
En því má þó halda til haga, að hefðu stjórnvöld eða ríkisstjornarmeirihlutinn sem fer með dagskrárvald á Alþingi, fallist á það að hleypa frumvarpi sem tryggir fólki með gengistryggð lán flýtimeðferð fyrir dómstólum, þá væri búið að eyða óvissu þeirra sem að þau lán hafa.
Það er því alveg spurning hvort að rót vandans liggi ekki frekar í aðgerðum eða aðgerðaleysi stjórnvalda, varðandi málaflokkinn, fremur en í brotalöm í starfi umboðsmanns skuldara.
Vill endurskoða starf umboðsmanns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.