26.5.2012 | 12:03
Á skjaldborgin arðinn?
Til þess að bankar og önnur fyrirtæki geti greitt eigendum sínum arð, þurfa fyrirtækin að vera rekin með hagnaði. Það er óumdeilanlegt að bankarnir hafa frá endurreisn þeirra, skilaðað miklum hagnaði, í það minnsta bókfærðum.
Vissulega ber, alla jafna, að fagna því þegar fyrirtæki eru rekin með hagnaði og geti greitt út arð.
En kannski er hagnaður bankanna, ekki eins mikið fagnaðarefni og ætla mætti, þegar vel er að gáð. Í öllum ársreikningum bankanna frá endurreisn þeirra, hefur það komið skýrt fram, að stærstur hluti hagnaðar þeirra er tilkominn vegna þess að nýendurreistu bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna með góðum afslætti. Bankarnir hafa síðan bókfært virði lánasafnana á fullu verði, nær undantekningalaust og rukkað inn lánin samkvæmt því.
Það er því mismunurinn á því verði sem nýju bankarnir fengu lánasöfn gömlu bankanna á og á bókfærðu virði þeirra, á fullu verði, sem skapar að stærstum hluta þennan hagnað.
Það dylst því engum sem það vill sjá, að stór hluti hagnaðar bankanna, liggur í stökkbreyttum lánum, heimila og fyrirtækja í landinu, sem að mörg hver eiga nú í miklum vandræðum við að standa í skilum. Auk þess sem að margir hafa einfaldlega gefist upp á því að standa í skilum.
Það eru því að stórum hluta þeir aðilar sem slá átti skjaldborg um, samkvæmt kosningaloforðum forsætisráðherra, vorið 2009 sem skapa þennan bókfærða hagnað bankanna.
Það væri því að mörgu leyti skynsamara að arðgreiðslur til ríkissjóðs, færi fremur í að bæta stöðu þeirra sem standa enn, þrátt fyrir fjölmörg loforð stjórnvalda, í eilífri baráttu við stökkbreytt lán.
Fjárfestingar væri svo hægt að endurvekja með því, að láta af því skattabrjálæði sem dunið hefur á fólki og fyrirtækjum, síðan hin norræna velferðarstjórn, settist að völdum.
Raunhæft að ríkið greiði sér brátt arð úr bönkunum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.2.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ja það er ljóst að ekki er allt eins og sýnist verð ég bara að segja vegna þess að á sama tíma og það er rætt um þennan mikla arð er verið að skera niður og fækka mannskap vegna samdráttar...
Það sér það hver heilvita maður að það er enginn heil brú í þessu öllu saman...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 26.5.2012 kl. 12:34
Við skulum fara yfir nokkrar staðreyndir:
1) Uppsafnaður hagnaður bankanna frá hruni er um 200 milljarðar.
2) Þeir hafa enn ekki leiðrétt og endurgreitt að fullu það sem hefur verið oftekið vegna gengislána. Í ársskýrslu FME 2011 er það metið á 350 milljarða, en skv. SFF hafa þeir þegar leiðrétt um 130 milljarða. Mismunurinn á þessu er 220 milljarðar sem heimili og fyrirtæki eiga ennþá inni hjá þeim.
3) Þeir hafa ekki greitt eignarnámsbætur fyrir þá gjöf sem þeim var afhent með helmingafslætti af lánum heimilanna í trássi við EES-samninginn. Heildarafslátturinn nam yfir 700 milljörðum króna en þar af hefur aðeins verið leiðrétt um tæpa 40 milljarða af verðtryggðu lánunum. Ef við gefum okkur að það sé meirihluti lána heimila þá eiga þau ennþá inni yfir 300 milljarða vegna þeirra. Aftur er þetta byggt á upplýsingum frá bankakerfinu sjálfu.
3) Þeir hafa aldrei greitt ríkisábyrgðargjald af innstæðum en útreikningur á því frá haustinu 2008 til dagsins í dag að viðbættum vöxtum til dagsins í dag er yfir 500 milljarðar. Ef EFTA dómstólinn dæmir ríkisábyrgð á Icesave-innstæður þá bætist þar við 250-500 milljarða lögveðskrafa ríkissjóðs í þrotabú Landsbankans sem myndi þá ganga framar í kröfuröð en innstæður, öllum til mikillar ánægju!
Samanlagt gerir þetta minnst 220+300+500 = 1020 milljarða sem bankarnir skulda okkur, eða næstum því jafn mikið og við skuldum AGS og fleirum fyrir gjaldeyrisránsforðann.
Ef Icesave dæmist með ríkisábyrgð hækkar talan í 1270-1520 ma.
Sem þýðir að jafnvel þó bankarnir greiddu okkur allan uppsafnaðan hagnað sinn á morgun þá skulda þeir okkur samt enn á bilinu 800-1500 milljarða, plús skaðabætur fyrir tjónið og vexti.
Svo þegar dæmt verður um ólögmæti verðtryggingar neytendalána þá bætast við ca. 200 milljarðar sem þeir eiga að endurgreiða okkur til viðbótar við það sem áður er upp talið.
Lausnin á kreppunni er einföld: fara að lögum.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.5.2012 kl. 15:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.