24.5.2012 | 22:36
Að brjóta sín eigin lög.
Ein af þeim fjöðrum sem Jóhanna og stuðningsmenn hennar hafa skreytt hana með, er barátta fyrir jafnrétti kynjana.
Hefur lofgjörðin meira að segja, komist í þær hæstu hæðir, að Jóhanna Sigurðardóttir, hefur verið kölluð Móðir jafnréttismála.
Nafnbótina þótti Jóhanna ekki síst eiga skylda, fyrir að fá samþykkta nýja jafnréttislöggjöf, er hún félagsmálaráðherra í stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar árin 2007-2009.
Þegar Jóhanna varð svo, í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar, forsætisráðherra, taldi hún jafnréttismálunum hvergi betur borgið, en í sínu ráðuneyti, Forsætisráðuneytinu.
Sú varð nú samt raunin, að ráðuneyti Móður jafnréttismála, nýtti nánast fyrsta tækifærið sem gafst til þess að brjóta áðurnefnd jafnréttislög, þegar ráðinn var nýr skrifstofustjóri í Forsætisráðuneytið.
Forsætisráðherra, alias Móðir jafnréttismála, hefur hins vegar neitað sök í sífellu og talað um ,,faglega" ráðningu, þar sem meira að segja mannauðsfræðingur, hafi aðstoðað við ráðninguna. (Lögbrotið)
Það hlýtur að teljast til tíðinda í hinum vestræna heimi, ef ráðherra jafnréttismála, í einhverju þeirra vestrðnu ríkja, brýtur eigin jafnréttislög. Jafnvel þó mannauðsfræðingur hafi ,,aðstoðað" við brotið.
Það er því alveg ljóst að kyndilberi hefur jafnréttismála, hefur týnt kyndlinum sínum.
Brotið gegn lögum án afleiðinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Er ekki þjóðin farin að finna fyrir flökurleika þega kerlingin sést á skjánum?
Kristján B Kristinsson (IP-tala skráð) 24.5.2012 kl. 22:57
Usssususs.... Þetta er enn allt Davíð að kenna!
Óskar Guðmundsson, 24.5.2012 kl. 22:59
Já, Það er sorglegt að Jóhanna Sigurðardóttir, af öllum konum, skuli ekki láta sig jafnréttis/réttlætismál meiru skipta, en raun ber vitni.
Flugfreyja ríkisstjórnarinnar: Jóhanna Sigurðardóttir, hefur flogið of hátt yfir alþýðuna margbreytilegu og breysku, og misst þar með af tengingu við alþýðuna og hugsjón sína um jafnrétti/réttlæti.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 25.5.2012 kl. 00:29
Ég veit nú ekki betur en að Björn Bjarnason hafi "lent" í þessu líka...
Skúli (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 02:09
Ég veit ekki til að það sé réttlætanlegt að Jóhanna brjóti lög jafnvel þótt Björn Bjarnason hafi gert það.
Sandy, 25.5.2012 kl. 06:31
Nei ég sagði það hvergi heldur...
Skúli (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 10:19
Jóhanna herti á lögunum í stjórn Geirs því henni þótti Björn sleppa of létt. Skítur vo í eigin brók og kann ekki að skammast sín frekar en fyrri daginn.
kari (IP-tala skráð) 25.5.2012 kl. 12:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.