Leita í fréttum mbl.is

Eitthundrað ár að tryggja einn banka- 300 ára óútfyllt ríkisábyrgð

Ef að Alþingi tekur upp nýja innistæðutryggingatilskipun ESB, sem hækkar tryggingarupphæðina úr 22000 evrum í 100.000 evrur, án einhverra undanþága þá tæki það íslenska tryggingarsjóðin u.þ.b. eitthundrað ár að tryggja aðeins einn af stóru bönkunum þremur.  Eitthundrað ár!!!

Það ætti þá að taka tvöhundruð ár, eða meira  til viðbótar að tryggja hina bankana tvo.   

Það þýddi þá væntanlega að Alþingi samþykkti þá í rauninni óútfyllta ríkisábyrgð til 300 ára.  Þokkalegt fyrir komandi kynslóðir að hafa slíkt yfir sér og eflaust ekki sú arfleið sem flestir kysu  að bjóða afkomendum sínum uppá, næstu aldirnar.  

ESB-aðild breytti litlu hvað þetta varðar.  Ef svo færi að bankarnir færu yfir og við í ESB, þá væri okkur gert að þiggja þau lán sem ESB og AGS, byði okkur fyrir þeirri upphæð, sem upp á vantaði í tryggingarsjóðinn.    Síðan tæki við íslenska útgáfan af ,,gríska harmleiknum" sem yrði mun svæsnari en sú gríska.

Stjarnfræðilegar skattahækkanir, sem gerðu skattahækkanabrjálæði nú verandi stjórnvalda, að barnaleik, við hliðina á þessum stjarnfræðilegu hækkunum.   Tugþúsundum hjá hinu opinbera og í einkageiranum sagt upp, velferðarkerfið myndi heyra sögunni til, lífeyrir fólks og sparifé verða að engu................. 

Utan ESB ættum við þó þann kost, að taka annan snúníng á neyðarlögin.  Sá kostur yrði þó sínu þyngri en síðustu neyðarlög, þrátt fyrir Icesave, jöklabréf og fleiri fylgifiska.  

Íslenska ríkið yrði að geta sýnt fram á það, með óyggjandi hætti, að það gæti tryggt það fjármagn sem upp á vantaði í tryggingarsjóðinn, við fall bankana.  Af öðrum kosti færi þá traust á íslenskum bönkum, mun lengra niður fyrir frostmark en það fór, í bankahruninu 2008. 


mbl.is „Getum við ekki unnið saman?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband