19.5.2012 | 18:16
Vonbrigði með störf þingsins.
Þegar að forseta Alþingis, voru afhentar tillögur stjórnlagaráðs í lok ágústs sl. í Iðnó að mig minnir, átti ég nú frekar von á því, að þá hæfist efnisleg meðferð þingsins á þessum tillögum stjórnlagaráðs.
Vinna sem fæli það í sér, að Eftirlits og stjórnskipunarnefnd Alþingis, kallaði til sín fremstu fagmenn þjóðarinnar í stjórnlagamálum, sem færu yfir það með nefndinni, hvað af þessum tillögum þyrfti að vera í nýrri stjórnarskrá og hvað ekki. Hvað stæði gegn skuldbindingum ríkisins, bæði alþjóðlegum og innlendum og hvað ekki.
Nei það var nú öðru nær. Í stað þess að hefja vinnu við það að gera tillögurnar stjórnarskrártækar, þá var farið í þá vegferð, sem stóð í nærri hálft ár, að uppdikta nokkrar spurningar, sem hægt yrði að spyrja þjóðina í áðurlofuðu þjóðaratkvæði. Í þjóðaratkvæði um ófullburða tillögur, sem enginn í rauninni veit, hvernig líta muni út, loks er Alþingi lýkur efnislegri meðferð sinni á þeim. Ef sá dagur rennur nokkurn tímann upp.
Nú kann einhver að spyrja, afhverju ég vilji ekki að þjóðin tjái sig um tillögur stjórnlagaráðs, með því að greiða um þær atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Það er mér í rauninni að meinalausu að þjóðin geri það. En afhverju þarf hún endilega að gera það, á meðan tillögur þær sem kjósa á um, eru ennþá á vinnslustigi?
Afhverju fær þjóðin ekki að kjósa um fullmótaðar tillögur þingsins að stjórnarskrá? Óttast meirihlutinn höfnun þjóðarinnar á verki sínu? Eða þorir meirihlutinn ekki að standa undir stjórnarskrárbundinni skyldu sinni og klára málið, áður en um það er greitt atkvæði?
Ég verð því að öllu ofansögðu að lýsa yfir vonbrigðum með störf þingsins og vonbrigðum yfir getu eða hugleysi meirihlutans að annað hvort þora ekki eða geta ekki unnið málið, með þeim sóma sem íslenska þjóðin á skilið.
Mega þeir þingmenn sem ekki standa undir slíku, fá sér einhverja aðra vinnu, mér að meinalausu.
![]() |
Talað í rúmar 35 klukkustundir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.