Leita í fréttum mbl.is

Af meintu málþófi og tímasetningum þingmála....

Á yfirstandandi kjörtímabili, hafa ósjaldan komið fram ásakanir um málþóf stjórnarandstöðunnar á Alþingi. 

Það er nú samt ekki svo að málþóf hafi verið fundið upp á þessu kjörtímabili. Enda geymir þingsagan ótal mál, er lentu í málþófi, þó ekki sé farið lengra aftir í tímann, en til 1991.

Athygli vekur að sá tími sem málþóf tók, á þingum fyrir þetta kjörtímabil, er margfallt lengri pr. mál, en verið hefur á þessu kjörtímabili. 

Enda slagar ræðutími, hvers og eins þeirra málþófsdrottninga og kónga fortíðarinnar, hátt upp í ræðutíma alls þingsins í þeim málum, sem nú sagt að haldið sé uppi málþófi í. 

Hverju skildi það sæta? Ástæðan skyldi þó ekki vera sú, að áður en ríkisstjórnarmeirihlutinn getur lagt fram þingmál um stórt og mikilvægt málefni, þá hafi fyrir luktum dyrum, mánuðum saman farið fram alls kyns pólitísk hrossakaup og málamiðlanir, líkt og um sé að ræða minnihlutastjórn sem semja þarf við fleiri flokka á þingi, til þess að ná sínum málum fram. 

Þessar væringar innan stjórnarflokkanna fari fram á þeim tíma, sem eðlilegt væri, að málin væru komin til efnislegrar umræðu og meðferðar þingsins?

Innbyggt sundurlyndi stjórnarflokkanna, ræni með öðrum orðum, þeim tíma frá þinginu sem það þarf til þess að vega og meta hin ýmsu mál er fyrir það er lagt. 

Stór mál komi því oftar en ekki inn í þingið, fyrr en  of seint, svo hægt sé að afgreiða þau með þeim hætti sem eðlilegur geti talist. 

Hið ,,dulda málþóf" sem fellst í hrossakaupum leiðtoga stjórnarflokkanna við eigin flokksmenn, ónýti einnig mörg þeirra mála er um ræðir. 

Enda þurfi í ,,dulda málþófi" sem fram fer innan stjórnarflokkanna, að taka tillit til það ólíkra sjónarmiða, að afleiðingar þeirra stóru frumvarpa, er lögð eru fyrir þingið í tímahraki, verði þau að lögum, ná ekki að dekka þau markmið sem þeim var ætlað í upphafi. 

Eða þá að afleiðingarnar verði beinlínis skaðlegar þjóðinni

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband