16.5.2012 | 19:37
Stjórnarmeirihlutinn ræður ekki við verkefnið.
Ef að staðan er sú á þingi, að þingið megni ekki að leiða stórmál til lykta, þá er þingið ónýtt og óstarfhæft.
Í ljósi þess að stjórnarflokkarnir, eru ekki sammála um neitt þeirra mála er Helgi nefnir, utan eitt, þýðir lítt að kenna málþófi stjórnarandstöðunar um það hversu illa stjórnarmeirihlutanum gengur að leiða þau mál til lykta, sem efst eru á baugi.
Vandi þingsins leysist ekki, þó svo að þessi mál er Helgi nefnir, verði sett í þjóðaratkvæði. Enda er Alþingi löggjafinn og verk löggjafans er jú að setja þjóðinni ný lög og breyta eldri lögum, eftir þörfum þess nútíma er í gangi er hverju sinni.
Aðkoma þjóðarinnar að málum, sem löggjafarvald, er ekki möguleg fyrr en forsetinn hefur synjað lögum staðfestingar sem Alþingi hefur samþykkt sem ný lög.
Enda er það fólk sem þjóðin kýs á þing, fulltrúar hennar á Alþingi, sem ætlað er að setja þjóðinni ný lög eða breyta eldri lögum.
Þjóðin sem slík, setur hvorki lög né breytir þeim, nema til komi synjun forsetans á þeim lögum sem samþykkt voru á Alþingi.
Það er því nokkuð ljóst, að sé staðan sú að Alþingi eða það fólk sem þar starfar, getur ekki sinnt stjórnarskrárbundnum skyldum sínum, þá ber að rjúfa þing og boða til nýrra kosninga. Engin leið önnur er fær.
Þjóðin taki af skarið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já mikið er ég sammála þér, Það er orðin þreytt þessi afsökun sem notuð er þegar talað er um málþóf frekar en að viðurkenna að eigin vinna í verkefninu er ekki betur undirbúin en það að samþykkt fær hún ekki...
Þau eiga að hafa vitið en hafa það ekki meira en það að vanda Þjóðarinnar er algjörlega úthýst og Forseti vor ætti að rjúfa Þing tafarlaust og boða til nýrra Alþingiskosninga ásamt því að hafa nokkrar spurningar um vilja Þjóðarinnar í helstu málefnum er munu varða framtíðarstefnu okkar...
Það er komin tími á að skynsemin verði sett í forgang og hver vilji Þjóðarinnar er í stefnu hlýtur að vera mikilvægur svo það sé hægt að taka skynsama stefnu inn í framtíðina...
Þjóðin hefur aldrei verið spurð um þessa stefnu sem Ríkisstjórnin er að fara og er það Ríkisstjórninni til skammar að vinna svona vinnubrögð sem eru þjóðinni svo eingöngu til stór tjóns á meðan Ríkisstjórnin sukkar liggur við að ég segi með fé Þjóðarinnar...
Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 16.5.2012 kl. 19:57
Kristin Karl Brynjarsson. Mér líst mál þitt oft með ágætum, en tal á tal ofan dugar ekki gegn ofbeldi. Gegn ofbeldi dugar ekkert nema ofbeldi, nema mönnum líki betur uppgjöf.
Ingibjörg Guðrún, það er ekki þannig að það liggji við að Jógríma sukki með almanna fé, það er það eina sem hún gerir.
Hrólfur Þ Hraundal, 16.5.2012 kl. 21:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.