Leita í fréttum mbl.is

Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon, sporgöngumenn nýfrjálshyggjunar á Islandi.

Að sögn Níels Einarssonar forstöðumanns Stofnunar Vilhjálms Stefánssonar, þá er kvótakerfið ,,hreint" afsprengi nýfrjálshyggjunar. 

Það er afar athyglisverð fullyrðing, svo ekki sé meira sagt.

 Kvótakerfinu alltso lögum um aflahlutdeild útgerða var komið á árið 1984, ef ég man rétt, af Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki.  Það kerfi var hins vegar án framsals aflaheimilda og lögin giltu bara eitt ár í senn. 

 Kvótakerfið var svo fest í sessi árið 1991, með lögum 38/1990 og kvótakerfið markaðsvætt, með framsali aflaheimilda.  Þá voru Framsóknarflokkurinn, Alþýðuflokkurinn, Aþýðubandalagið og Borgaraflokkurinn í stjórn.

Á þeim tíma var Sjálfstæðisflokkurinn í stjórnarandstöðu og stærstur hluti þingflokksins greiddi atkvæði á móti lögum 38/1990. 

Í þeirri stjórn sátu meðal annars þau Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Jóhann Sigfússon.

Það má því alveg segja sem svo, að þó Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur Jóhann Sigfússon, leiðtogar hinnar alræmdu fyrstu tæru vinstri stjórnarinnar frá lýðveldisstofnun,  séu á meðal sporgöngumanna nýfrjálshyggjunar á Íslandi. 

Já það er margt skrýtið í henni veröld. 


mbl.is Einar Kristinn: Fiskveiðifrumvörpin og stjórnarskráin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Magnússon

Kvótakerfið var sett á sem haftakerfi en ekki markaðskerfi. Það sem er mikilvægast er að markaðsvæða kerfið svo sem mögulegt er, en ríkisstjórnin fer þveröfugt að. Í samræmi við skattastefnu og ríkishyggju sósíalistana í ríkisstjórn, leggja þau Jóhanna og Steingrímur til að auka heimildir ríkisvaldsins til geðþóttaákvarðana og aukinna afskipta af greininni og skattleggja hana út yfir öll eðlileg mörk.  Sú stefna er helstefna og það versta sem hægt er að gera þessari atvinnugrein.

Jón Magnússon, 7.5.2012 kl. 23:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 1804

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband