Leita í fréttum mbl.is

Af gengistryggðum lánum og samningum núverandi stjórnvalda við kröfuhafa bankana.

Það er alveg rétt, að í ljósi þess sem hér hefur gengið á, að Alþingi hefði auðvitað átt að grípa í taumana, varðandi boð bankanna á ólögmætum gengistryggðum lánum.

Hins vegar er það líka alveg rétt, að þær aðstæður sem uppi voru á ,,gullaldarárum" þeirra lána, voru lántökum hagstæð. Lág gengisvísitala og lágir vextir. Andstætt því sem gilti þá um ,,venjuleg" verðtryggð íslensk lán.

Reyndar var munurinn á þessum lánaflokkum þvílíkur, að þeir einstaklingar er tóku íslensku lánin, voru jafnan í rauninni taldir vitleysingar. Þar sem þeir létu bjóða sér það, að vera hlekkjaðir í viðjum verðtrygginar um ókomin ár. 

Það er því morgunljóst að hver sá sem hefði látið sér í hug detta, löggjöf gegn gengistryggðum lánum eða dómsmál til þess að fá ólögmætið staðfest af dómstólum, hefði eflaust verið vistaður með sama inn á lokaðir geðdeild og lyklinum hent. 

Það í sjálfu sér réttlætir ekki viðbragðsleysi stjórnvalda, gegn gengistryggðu lánunum, á þeim tíma er þau voru í boði.

Það er hins vegar með öllu óskiljanlegt og í raun með ólíkindum, að núverandi stjórnvöld hafi ákveðið að láta gengistryggðu lánasöfnin í hendur kröfuhafabankanna, með þeim hættti sem það var gert. 

Þegar sú ákvörðun var tekin, höfðu stjórnvöld upp á vasann lögfræðiálit er taldi þessi gengislán ólögmæt. Auk þess sem málarekstur vegna þessara lána var rétt hafinn, eða í burðarliðum.

Það glæpsamlega við ákvarðanir núverandi stjórnvalda, var þó að semja við kröfuhafa bankanna á þann hátt, að allar stjórnvaldsaðgerðir stjórnvalda, er skert gætu hag kröfuhafana, yrði þeim bætt úr ríkissjóði.

Sú ákvörðun stjórnvalda í raun heftir löggjafann í þeirri viðleitni sinni, að tryggja umbjóðendum sínum réttlát málalok. Ákvörðun stjórnvalda, gæti jafnvel óbeint eða beint haft áhrif á dómstóla, er þeir taka ákvörðun um réttlát málalok varðandi útreikninga gengistryggðra lána.

Það er því alveg skoðandi að athuga, hvort stjórnvöld hafi ekki brotið ákvæði stjórnarskrárinnar, með undirritun samninga við kröfuhafa bankana. Samninga sem gætu falið í sér óskilgreindar skuldbindingar ríkissjóðs. Án þess að leita heimildar löggjafans fyrir slíku.

mbl.is Fullkunnugt um ólögmætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað varð um dóm hæstaréttar, (æðsta dómstól landsins)

varðandi gengistryggð lán og verðtryggð lán. Afhverju er þessum dómum ekki framfylgt?

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 15:38

2 identicon

Það sem mér finnst mest undarlegt við þessi gengislán er hversu laumulegir bankarnir eru og þykjast ekkert vita hvaða lán hjá þeim eru gengislán og hver ekki, ég spyr hvernig er bókhaldið hjá þeim, þeir hljóta að geta séð hvort þeir lánuðu í íslenskum krónum eða ekki, það á ekki að taka nema einhverja daga ef allt er eðlilegt

valli (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 15:48

3 Smámynd: Eggert Guðmundsson

Það má ekki gleyma að hinum "nýju bönkum" voru afhent lánasöfn gengisbundinna lána á hálfvirði eða minna.  Hinir nýju bankar ákváðu að vinna með og rukka höfuðstól sem ekki er fótur fyrir.  Amk. helmings afskrift þessara lána voru eftir í hrunbönkunum.

Nýju bönkunum bar að þinglýsa nýjum höfuðstól skv. yfirtöku en hafa aldrei gert.  Ríkisstjórnin hefur brugðist þeirri skildu sinni að fylgja því eftir.

Eggert Guðmundsson, 1.5.2012 kl. 20:26

4 Smámynd: Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir

Smá innlegg í þessa umræðu: http://villibj.blog.is/blog/villibj/entry/1223574/ 

16.2.2012 | 20:23

Hver var varfærinn og hver ekki, hver situr hvar.

Smá staðreyndir um þá varfærnu, eru það þeir sem tóku íslensk lán eða þeir sem tóku gengisbundin lán.

Þegar ég og konan mín tókum okkar 26 m króna lán um mitt ár 2005 þá fór ég í mikla rannsóknarvinnu og skoðaði krónuna og gengi hennar og annara gjaldmiðla um 15 ár aftur í tímann áður en ég ákvað að taka það í jenum og frönkum, þ.e. gengisbundið með um 2,5 % vöxtu með vaxtaálagi og til 40 ára.

Reiknivélar bankanna sýndu mér að ég mundi þurfa að borga rétt um 40 m til baka á lánstímanum fyrir þetta erlenda lán og þó ég setti inn að gengið mundi falla um 100 % á lánstímanum, þ.e. kannski 20 % eftir 5 ár, segjum 30 % eftir einhver ár í viðbót og svo koll af kolli út lánstímann þá væru það í mesta lagi um 80 m sem endurgreiðslan væri.

Á þessum sama tíma var verið að bjóða upp á íslensk verðtryggð lán með 4,15 % vöxtum og þegar ég setti inn verðbólgumarkmið seðlabankans á þessum tíma út lánstímann þ.e. 3,5 % þá átti ég að borga til baka 120 m á lánstímanum.

Ég prófaði að setja inn hver endurgreiðslan á íslenska láninu yrði ef verðbólgan færi upp í 8 eða 9 % og fékk út þá ógnvænlegu tölu 560 milljónir, ekki prentvilla 560 milljónir. þannig að í mínum huga var ég að minnka áhættu mína verulega og fara varlega að mínu mati með því að taka erlent lán með gengisbyndingu eins og það var kallað.

Raunar fannst mér ég vera að fara miklu, miklu öruggari leið með því að taka erlenda lánið í stað þess að taka verðtryggtv íslenskt lán.

Núna sjö árum seinna er sami bankinn og lánaði mér umrætt lán orðinn uppvís af því að hafa vitað allan tímann að það var óheimilt að lána með gengisbyndingu og einnig að nokkrum árum eftir að ég tók lánið þá fór bankinn að vinna gegn krónunni sem olli falli hennar og hækkunar verðbólgu sem jók virði lána þeirra sem að sama skapi varð þess valdandi að lánið mitt hækkaði um allt að 150 %. Þetta endaði með því sem allir vita í dag að fjármálakerfið hrundi, þar á meðal allir bankarnir, flestir sparisjóðirnir og seðlabankinn.

Þessi sami banki, sem að vísu er búinn að fá að skipta um kennitölu og nafn ásamt því að fá að yfirtaka skuldina mína með allt að 60 % afföllum að því skýrslur AGS segja til um, átti svo að fá að rukka mig um lægstu óverðtryggðu vexti seðlabankans alveg frá tökudegi lánssins um mitt ár 2005 þó ég hafi greitt þá gjalddaga samviskusamlega og sé með kvittanir fyrir því. Skýringin á lægstu óverðtryggðu vöxtum er á einfaldan hátt að þeir eru þannig uppbyggðir að þeir eru með sömu grunnvöxtum og húsnæðislán á sama tíma að viðbættri verðbólgu hvers tíma í vöxtum og svo er bætt ofan á til öryggis um 1 % sem gerir að þeir eru á hverjum tíma c.a 1 % hærri en verðtryggðir vextir þeirra húsnæðislána sem í boði eru.

Nú er kominn hæstaréttardómur um að ólöglegt sé að reikna vexti aftur í tímann á greidda gjalddaga sem kom núna 15 febrúar og samkvæmt honum gæti ég trúað að ég skuldaði bankanum um 23,3 m. miðað við upprunalega greiðsluplanið sem ég og bankinn undirrituðum við lántökuna 2005 plús einhverja vexti og annan kostnað.

Í millitíðinni sendi bankinn mér endurútreikninga sína og segir þar að uppgreiðsluverðmæti lánssins á gömlu forsendunum sé 64,9 m. þó þeir hafi á tímabili sent mér miklu hærri tölu. En þeir af örlæti sýnu og með hjálp dómstóla og ríkisstjórnarinnar hafi bara ætlað að rukka mig um 53,666,330 kr sem skiptist í 26 m. fyrir upphaflega lánið að viðbættum 27,666,330 kr sem eru áfallnir lægstu óverðtryggðu vextir seðlabankans frá lántökudegi 2005, samtals 53,666,330 kr, gleymdi að þeir ætla að leyfa mér að draga frá þeirri upphæð það sem ég er búinn að borga af láninu frá 2005, þetta eru öðlingar.

Auðvitað þarf að leiðrétta stökkbreytt verðtryggð lán heimilanna líka því þau hafa hækkað um c.a. 40 % frá 1.1.2008. Það var búið að bjóða bönkunum og ríkisstjórninni alls konar lausnir í millitíðinni sem þau ekki þáðu og töldu sig geta komist upp með að rukka alla, bæði gengis og verðtryggða lántakendur um stökkbreyttar skuldir sínar vegna samstöðuleysis íslensku þjóðarinnar og með því að æsa þessa aðila upp, hvora á móti öðrum.

En núna held ég að fólk sé búið að fá nóg og muni ekki láta bjóða sér þetta lengur.

Samstaða er málið, stöndum saman og byggjum þetta frábæra land okkar aftur upp á nýtt fyrir börnin okkar og framtíð þeirra, á ÍSLANDI."

Svona í lokin, þau Siggi og Elvira sem unnu málið sem um ræðir fyrir hæstarétti hinn 15 febrúar síðastliðinn voru seinast þegar ég heyrði í þeim, sem er ekki langt síðan, ekki búin að fá rétta seðla inn um lúguna. Eru þau þó eina fólkið á landinu sem ekki ætti að þurfa að karpa um hvort og hvernig á að reikna þeirra lán út, en samt.

Vilhjálmur Bjarnason Ekki fjárfestir, 2.5.2012 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband