Leita í fréttum mbl.is

Hæstvirtur forsætisráðherra lykilvitnið?

Það hlýtur að vera borðleggjandi að hæstvirtur forsætisráðherra, beri vitni í þessu máli. Enda ráðherrann í aðalhlutverki atburðarrásarinnar.

 Hæstvirtur ráðherrann semur um kaup og kjör við Má. Hæstvirtur ráðherrann semur svo frumvarp til laga sem rýrir kjör Más um 300 þús kr. og kemur því í gegnum þingið

 Hæstvirtur ráðherrann reynir svo að ,,leiðrétta" laun Más í felum bakvið formann stjórnar bankans, sem flutti tillögu um ,,leiðréttinguna", að beiðni hæstvirts forsætisráðherra.


mbl.is Máli Más ekki vísað frá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er langt síðan allt þetta hyski á þingi missti rétt sinn til þess að vera nefnd "hæstvirt" eða "háttvirt". Skömm og niðurlæging Alþingis hefur aldrei veirð eins mikil og hún er nú og sést best á því hvernig vinnubrögð eru þar stunduð eins og þú bendir svo réttilega á.

Sigurður Kristján Hjaltested (IP-tala skráð) 1.5.2012 kl. 05:22

2 Smámynd: Sólbjörg

Ríkisstjórnin er vanhæf til allara verka, kann engin vinnubrögð og klárar engin mál, allt sem þau koma nálægt er þeim til skammar og minnkunar og þjóðinni til tjóns. Skýringin á þessari óhæfu liggur í grunninn í algeru virðingarleysi að viðbætri heimsku, því ríkisstjórnin samanstendur af fólki sem virða ekkert og engan, hvorki lagabókstafinn eða stjórnarskránna og enn síður fólk eða eigin loforð. Að heimskra manna venju kunna þau ekki heldur að skammast sín. Sumt af þessu fólki getur kannski lært eitthvað á bókina en á móti kemur að skilningurinn er takmarkaður og oftast enginn. Þegar ekkert er vitið í hausnum og úrlausnir engar tekur hrokinn völdin og sjálfhyggjan myrkvar alla visku og umhyggju, þjóðin á betra skilið en slíka afglapa. Krefjast þarf þingrofs strax og kosninga.

Fylkjum liði í 1. maí kröfugöngu og sýnum sjálfum okkur og öðrum samstöðu. Skiftir engu hvort við erum félagsmenn eða ekki í VR eða öryrkjar, við eigum að standa með hvort öðru í baráttu fyrir manneskjulegum lífkjörum.

Sólbjörg, 1.5.2012 kl. 08:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband