Leita í fréttum mbl.is

Á/má í stjórnarskrá vera ákvæði sem ,,hefta" möguleika á aukinni arðsemi og hagkvæmni við nýtingu auðlinda?

Áður en lengra er haldið, skal það koma skýrt fram, að í pistli þessum, fellst ekki efnisleg afstaða til kvótafrumvarps ríkisstjórnarinnar eða til annarra greina tillagna stjórnlagaráðs en þeirra er hér eru til umræðu.

,,Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag bendir Gísli Tryggvason, einn stjórnlagaráðsmanna, á að frumvarpið sé ekki í samræmi við tillöguna í a.m.k. tveimur atriðum. Í tillögu stjórnlagaráðs sé kveðið á um að stjórnvöld geti veitt leyfi til afnota af auðlindum til tiltekins hóflegs tíma í senn. „Mér finnst mjög hæpið að 20 ár plús 20 ár, það er 40 ára forgangsréttur kvótahafa, eins og kveðið er á um í frumvarpinu, teljist tiltekinn hóflegur tími í senn,“ segir hann.

Hvað sé hóflegur tími nýtingarrétts á auðlind, hlýtur að ákvarðast fyrst og fremst af hagkvæmnisástæðum.  Sáttanefndin svokallaða, vildi eftir að hafa skoðað málið og leitað faglegs álits, hafa þann tíma eitthvað lengri, ef ég man rétt.  Stytting tímans má öðru fremur skrifa á ákvörðun stjórnarflokkanna, en einhverja meðvitaða ákvörðun um hófsemd eða hagkvæmni.  Enda er hagkvæmur rekstur þeirrar starfsemi sem auðlindina nýtir, ein af lykilforsendum þess, að auðlindin skili á endanum þjóðinni einhverjum arði.  Beinum jafnt sem óbeinum.  

Hófsemd varðandi tíma nýtingarréttar, hlýtur því að þurfa að ákvarðast af því hvaða lengd tíma, skilar hvað mestri hagkvæmni og arði í greininni, fremur en skoðunum manna, eins misjafnar og teygjanlegar þær geta orðið.

„Í tillögu stjórnlagaráðs er einnig kveðið á um að leyfi til afnota af auðlindum verði veitt gegn „fullu gjaldi“. Gísli segir að þarna sé átt við markaðsverð. Þar sem veiðigjald sé ekki sett á með því að bjóða veiðiheimildir á frjálsum markaði geti það ekki talist vera fullt verð fyrir afnot af auðlindinni. Gísli segir að ef eða þegar nýja stjórnarskráin taki gildi muni allir samningar og lög sem stangast á við stjórnarskrána falla á brott og án þess að bætur komi í staðinn.

Reyndar er það nú svo, að varðandi veiðgjaldið, ætii frekar að ríkja ,,hófsemd“, en við ákvörðun á tíma nýtingarréttar.  Enda hlyti sú ,,hófsemd“ fyrst og fremst að byggjast á því, hversu hátt gjald greinin getur greitt hverju sinni. Án þess það sligi hana og hefti möguleika hennar til aukinnar hagkvæmni og fjárfestinga.  Fjárfestinga sem skila bæði fyrirtækjum er auðlindina nýta arði og þjóðinni.  Sem nýtur hans einnig  óbeint af þeirri ástæðu að fleiri arðsöm störf skila fleiri krónum í ríkiskassann. Enda hlýtur hagur þjóðarinnar, fyrst og fremst að vænkast í réttu hlutfalli við vöxt þeirra fyrirtækja er nýta auðlindir í hennar eigu.  

 Við ákvörðun gjalds fyrir nýtingu auðlinda, á miklu fremur að liggja til grundvallar, afkoma og afkomumöguleikar þeirrar greinar sem auðlindina nýtir, fremur en ströng tilmæli í stjórnarskrá.

Hagsmunir þjóðarinnar, líggja ekki síður í óbeinum arði / rentu af auðlindinni, en í beinum arði/rentu af auðlindinni.

Hvað brottfall laga og samninga varðar, fari svo að ný stjórnarskrá kalli á slíkt, getur það varla verð í anda mannréttinda og almennra réttinda lögaðila, að fótum sé kippt undan afkomu þeirra aðila er í greininni starfa, án bóta. Hvort um sé að ræða fyrirtækin sjálf eða starfsmenn þeirra.  Stjórnarskrá sem kveður á um slíkt, getur vart talist stjórnarskrá þjóðarinnar.  Brjóti hún á rétti og skerði afkomu tiltekins hluta hennar og þjóðarinnar allrar á endanum.


mbl.is Bryti gegn nýrri stjórnarskrá
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband