Leita í fréttum mbl.is

Af Jóni og Jóhönnu......

Hvað sem segja má um ráðherraferil  Jóns Bjarnasonar, þá er nú æði margt af því sem hann segir varðandi svokallað ,,bílslys" satt og rétt.

Líklegast hefur vinna við frumvarp, varla verið meira en ca. 6 mánuði, á hans borði, af þeim þrjátíu sem hann var ráðherra.

Málið fór í ,,sáttanefndina"  haustið 2009.. Þar inni var málið fram á haust 2010 og lauk vinnu nefndarinnar með því að nær allir sem í nefndinni sátu urðu sammála um niðurstöðu hennar. Þar á meðal fulltrúar stjórnarflokkanna í nefndinni.

Þá tóku við, þrátt fyrir að fulltrúar stjórnarflokkanna hafi skrifað undir sátt sáttanefndarinnar,  reipitog og pólitísk  hrossakaup stjórnaflokkana um málið, þar sem áðurnefnd sátt, var teygð og toguð eftir dyttum hinna ýmsustu sjónarmiðum, sem uppi eru í stjórnarflokkunum.  

Tók það ferli heilan vetur og var frumvarp það sem nú kallast ,,bílslysið" lagt fram á síðustu dögum síðasta vorþings.
 
Þá kom í ljós að ekki einu sinni stjórnarmeirihlutinn gat stutt frumvarpið og hafa tveir ráðherrar, lýst andstöðu sinni við það frumvarp.

Frumvarpið fór þá inn í atvinnuveganefnd, sem leitaði umsagna hagsmunaaðlia, síðasta sumar og fram á haust.

Þá fékk Jón málið aftur á sitt borð og hóf  vinnu að nýju frumvarpi.
Hins vegar hlutu þau minnisblöð sem Jón var að vinna í sambandi við það frumvarp, ekki náð fyrir augum ríkisstjórnarinnar, eða í það minnsta samfylkingarhluta hennar.
Jón birti síðan minnisblöðin á vefsíðu ráðuneytisins, við vægast sagt litlar undirtektir Jóhönnu og co.

Málið var þá tekið af honum aftur og skömmu síðar varð hann óbreyttur þingmaður aftur....


mbl.is „Sjaldan heyrt aumari málflutning“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Það sem sló mig samt mest í þessari orrahríð Jóns og Jóhönnu var, að hún ásakaði Jón fyrir sleifarlag og að vinna seint og illa.  En er forsætisráherra ekki verkstjóri ríkisstjórnarinnar?  Er það ekki hans að sjá til þess að ekki sé sleifarlag og slyðringur hjá sínum undirmönnum.  Það hefur hingað til ekki tíðskast að verkstjórar geti vísað slíku sleifarlagi á undirmenn sína.   Það er nefnilega þeirra að sjá til þess að verkin séu unninn.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 30.3.2012 kl. 00:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband