28.3.2012 | 20:41
Óþörf og/eða loðin spurning.
,,1. Viltu að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?"
Þessi spurning er í rauninni óþörf eða í besta falli afar loðin.
Það er ekki svo vitað er til aðrar tillögur að nýrri stjórnarskrá. Þannig að ef að þjóðin segði ,,nei" við þessari spurningu, hvað gerði þingið þá? Yrði þá ekkert frumvarp lagt fram? Eða verða þá kannski bara bætt inn í núlgildandi stjórnarskrá, ákvæðum um auðlindir í þjóðareign, þjóðkirkjuna, persónukjör og kjördæmaskipan?
Svo má auðvitað spyrja og sú spurning hlýtur að vera góðra gjalda verð og í raun nauðsynleg: ,,Afhverju í veröldinni, hefur stjórnskipunar og eftirlitsnefndin, ekki nýtt veturinn í að yfirfara eða láta fagfólk yfirfara tillögur stjórnlagaráðs með tilliti til laga og alþjóðasamninga?
Fátt eða ekkert hefur komið fram, hvort einhver ákvæði tillagna stjórnlagaráðs, stangist á við lög eða alþjóðasamninga. Þannig að fólk veit þá ekki, hvort sú tillaga sem það vill að verði lögð fram sem frumvarp, verði mikið, lítið eða ekkert breytt eftir slíka yfirferð.
Það hlýtur að vera sanngjörn krafa, að löggjafinn sem slíkur, efni ekki til kosninga um tillögu sem enginn í rauninni veit hvernig líta mun út á endanum.
Svo má auðvitað velta því fyrir sér, hvernig ,,jáið yrði túlkað. Yrði ,,leyfi þjóðarinnar túlkað sem stuðningur hennar við þessar tillögur, eða þá bara stuðningur við að þessar tillögur verði lagðar fram?
Tal um málþóf óskiljanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Tveir Danir á meðal ferðamanna sem létust
- John Prescott er látinn
- Boða byltingu í flugi til Grænlands
- Lars Løkke: Danir fylgjast náið með
- Vinaþjóðir Úkraínu kyndi undir sálfræðihernað Rússa
- Yfirvöld láta ekkert uppi: Sænsk herskip kölluð út
- Danir og Svíar útiloka ekki skemmdarverk
- Þúsundir þrömmuðu um götur Aþenu
- Ergelsi hjá Google
- Tvíburasystur týndust í Tyrklandi
Athugasemdir
Dilemma þessa fólks er m.a. það að margt í þessum tillögum stangast á við núverandi stjórnarskrá. T.d. það sem er aðal ástæðan fyrir öllum þessum sirkus, en það er greinin um framsal fullveldis til erlendra ríkja og stofnana.
Mér finnst spurningin sem þú nefnir óþörf og það ætti að segja sig sjálft að auðvitað verður að vinna þessa vinnu og ganga úr skugga um að þetta sé löglegt í fyrsta lagi og í öðru lagi að það verði samþykkt af þinginu. Hvað meina þeir annars? Meina þeir að það verði bara hægt að husla þessu í lög framhjá þingi og þjóð og það án þess að skoða hvort þetta stemmir við önnur lög, innlend eða alþjóðleg?
Þvílíkt bull sem þetta er. Geta þeir bara ekki birt þessa skoðanakönnun sína í blöðum í stað þess að krulla þessu saman við löggjafan og forsetakjör? Þetta á ekkert erindi í þjóðaratkvæði, enda ekki verðið að fjalla um lög sem forseti íslands muni síðan kvitta uppá, né aðra bindandi niðurstöðu. Þetta er skoðanakönnun. Þeir geta falið Capacent Gallup þetta mál og hætt að eyða þingtíma í svona kjaftæði.
Jón Steinar Ragnarsson, 28.3.2012 kl. 23:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.