21.3.2012 | 21:17
Að óttast eða óttast ekki dóm/rödd þjóðarinnar - Kosningar strax!!
Ég skora á þingmenn að vera ekki hræddir við fólkið í landinu, sagði Valgerður Bjarnadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, í þinginu í dag og vísaði þar til þingsályktunartillögu um að tillögu stjórnlagaráðs verði vísað til þjóðaratkvæðis í sumar samhliða forsetakosningum.
Spyrja má, hvaða þingmenn óttast þjóðina meira? Þeir þingmenn, sem ekki virðast treysta sér, til þess að vinna breytingar á núgildandi stjórnarskrá, á þann hátt sem sú stjórnarskrá segir til um. Eða þá þeir þingmenn sem treysta sér til þess. Enda er það svo, að þingmenn/flokkar, hljóta dæmdir af verkum sínum og engu öðru, þegar kosið er til Alþingis.
,,97/1995, 16. gr. 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki ... 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi]1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Nú samþykkir Alþingi breytingu á kirkjuskipun ríkisins samkvæmt 62. gr., og skal þá leggja það mál undir atkvæði allra kosningarbærra manna í landinu til samþykktar eða synjunar, og skal atkvæðagreiðslan vera leynileg. 1)L. 56/1991, 27. gr."
Einnig má spyrja, á hvaða hátt þingið hyggst nýta sér niðurstöður þessa ,,ráðgefandi þjóðaratkvæðis? Verður efnisleg niðurstaða Alþingis, á þann hátt sem ,,ráðgjöf þjoðarinnar verður, eða verður hún á einhvern annan hátt? Hvað þyðir t.d. eftirfarandi spurning?
,,1. Viltu að tillaga stjórnlagaráðs verði lögð fram sem frumvarp að nýrri stjórnarskrá eftir að hún hefur verið yfirfarin með tilliti til laga og alþjóðasamninga?"
Verður tekið tillit til þeirra laga, sem í gildi verða, þegar áðurnefnt þjóðaratkvæði fer fram, eða er miðað við þær lagabreytingar, sem gætu orðið, þangað til Alþingi tekur tillögur stjórnlagaráðs til efnislegrar meðferðar? Verður tekið tillit til þeirra alþjóðasamninga, sem í gildi verða þegar áðurnefnt þjóðaratkvæði fer fram, eða verður tekið tillit til þeirra alþjóðasamninga, sem gætu jafnvel orðnir staðreynd, þegar Alþingi tekur tillögur stjórnlagaráðs, til efnislegrar meðferðar?
,,Skuldbindur" Alþingi sig til þess að fara að í einu og öllu eftir því sem svör eftirfarandi spurninga verða?
,1. 1. Náttúruauðlindir lýstar þjóðareign?
2. 2. Ákvæði um þjóðkirkju Íslendinga óbreytt frá því sem nú er?
3. 3. Persónukjör í kosningum til Alþingis heimilað í meira mæli en nú er?
4. 4. Ákvæði um að atkvæði kjósenda alls staðar að af landinu vegi jafnt?
5. 5. Ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu?
Ef já, hve hátt finnst þér að þetta hlutfall ætti að vera? 10%, 15% eða 20%.
Skiptir þá engu máli, hver sannfæring þingmanna er í ofangreindum atriðum?
Væri það ekki klár sniðganga við núgildandi stjórnarskra, leggi Alþingi eða meirihluti þess, til að stjórnarskrármálið, verði í raun leitt til lykta áður en Alþingi tekur það til efnislegrar meðferðar?
,, 47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr."
Eru þingmenn ekki á ,,gráu svæði" svo ekki sé meira sagt, ef þeir samþykkja framsal á stjórnarskrárbundnum skyldum sínum. Framsal sem ekki heimilt samkvæmt núgildandi stjórnarskrá?
Er það ekki einboðið að rjúfa verði þing og boða verði til kosninga, þegar meirihluti alþingismanna, treystir sér ekki til þess að sinna sínum stjórnarskrárbundnu skyldum sínum og framselur þær til þjóðarinnar, í trássi við ákvæði núgildandi stjórnarskrár?
![]() |
Hafnað að veita afbrigði vegna þingsályktunartillögunnar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (2.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Innlent
- Útkall vegna vatnsleka
- Byssumaðurinn: Versti dagur í mínu lífi
- Fjölbreytt og frumleg aprílgöbb í ár
- Skjálftavirkni á um 20 kílómetra löngu svæði
- Segir ákall um breytingar: Ég er klár í verkefnið
- Meint vanhæfi á borð innviðaráðuneytisins
- Áhöfn Varðar II kölluð út í tvígang
- Mun halda áfram að þjónusta Grindvíkinga
Íþróttir
- Þetta var alvöru Íslendingamark
- Breiðablik í góðum málum Snæfell jafnaði
- Það eru einkenni góðra liða
- Grátlegt fyrir Orra og félaga í Madríd
- Halda allir að við skíttöpum þessari seríu
- Sátt að við gátum stoppað þær í lokasóknunum
- Lánlausir United-menn lágu fyrir Forest
- Dramatík í Íslendingaslagnum
- Njarðvík byrjar betur gegn Stjörnunni
- Norðmaðurinn hetja Úlfanna
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.