6.3.2012 | 20:06
Þjóðin spurð, en Alþingi tekur ákvörðun.
Í umdræðunni um ESB-aðildarferlið, er það ætíð tekið skýrt fram að þjóðin muni að lokum eiga síðasta orðið í ,,ráðgefandi þjóðaratkvæði. Áður en að þingið taki hugsanlegan aðildarsamning til efnislegrar meðferðar.
Sama verklag ætla stjórnvöld einnig að hafa varðandi tillögur stjórnlagaráðs, þ.e. ,,láta þjóðina ,,ákveða á hvaða hátt þingmenn greiði atkvæði. Enda eigi þjóðin að ráða.
Þessi aðferð hvetur í rauninni til stjórnarskrárbrota og brota á þingsköpum og ætti að vera hverjum sómakærum þingmanni ómöguleg.
Ég vitna í núgildandi stjórnarskrá, þar sem ESB-aðildarferlið ,,átti ekki að taka meira en eitt og hálft ár ca. Þá hefði verið nálægt tveimur árum í nýja stjórnarskrá. Þannig að notast verður við þá gömlu.
47. gr. Sérhver nýr þingmaður skal vinna ... 1) drengskaparheit að stjórnarskránni, þegar er kosning hans hefur verið tekin gild. 1)L. 56/1991, 16. gr. 48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum. ... 1) 1)L. 56/1991, 17. gr."
Aþingi hefur auðvitað sem löggjafi þjóðarinnar síðasta orðið. Nema forseti synji þeim lögum er staðfesta aðildarsamning staðfestingar. Þá fær þjóðin að kjósa bindandi kosningu um ákvörðun Alþingis.
Áþekk ákvæði þessara stjórnarskrárákvæða eru einnig í þingsköpum.
Hvor sem niðurstaðan væri í ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði, eiga þingmenn þá allir að segja já eða nei, eftir atvikum? Eftir því hvernig ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæðið fer?
Eiga þá fylgendur aðildar, að segja ,,nei" andstætt sannfæringu sinni, verði samningurinn felldur í ,,ráðgefandi þjóðaratkvæði og andstæðingar aðildar að segja ,,já" andstætt sannfæringu sinni, verði samningurinn samþykktur í ,,ráðgefandi þjóðaratkvæði?
Sú niðurstaða sem meirihluti er í þinginu fyrir (sannfæring þingmanna) hlýtur að verða ofan á.
Í besta falli verður samningur sem felldur er í ,,ráðgefandi þjóðaratkvæði, tekinn upp og smávægilegar tæknilegar breytingar ,,hæpaðar" upp og kosið aftur og aftur og aftur....
Þegar Icesavesamningarnir voru samþykktir í þinginu, var lögð fram sú tillaga að þeir tækju ekki gildi, fyrr en þjóðin hefði greitt um þeim atkvæði sitt í þjóðaratkvæði. Sú tillaga var þingtæk og af þeim sökum hlýtur slíkt þjóðaratkvæði að vera ,,bindandi".
Það kallar þá á spurningar: ,, Afhverju í ósköpunum á vera ,,ráðgefandi" þjóðaratkvæði áður en Alþingi tekur efnislega afstöðu til málsins, að ráða afstöðu þingsins?
Afhverju fer samningurinn ekki bara í efnislega meðferð í þinginu sem annað hvort fellir hann eða samþykkir?
Samhliða samningnum verði flutt og samþykkt tillaga í þinginu, að samningurinn taki ekki gildi, verði hann samþykktur í þinginu, fyrr en þjóðin hafi samþykkt hann í ,,bindandi" þjóðaratkvæði. En felli þjóðin samninginn, þá tæki hann eðlilega ekki gildi.
Er það í rauninni svo, að stjórnvöld þori ekki að leggja verk sín ( þinglega afstöðu sína til aðildarsamnings), í dóm þjóðarinnar?
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.