Leita í fréttum mbl.is

Forsetinn skynjar umboðsleysi Alþingis og ríkisstjórnar hjá þjóðinni.

Á hvaða hátt sem hinir svokölluðu fræðimenn og alitsgjafar, túlka yfirlýsingu Ólafs, þá blasir í rauninni bara eitt við. 

Ólafur Ragnar skynjar það umboðsleysi sem Alþingi og ríkisstjórn hafa frá þjóðinni.  Hugur hans stendur til þess, að geta verið til staðar og lagt sín lóð á vogarskálarnar, til þess að forða þjóðinni frá fleiri þjóðhættulegum ákvörðunum hins umboðslausa Alþingis.

Ákvörðun Ólafs gat ekki orðið önnur en að hún markaði ný spor í sögu þjóðarinnar. Enda umboð löggjafavaldsins og framkvæmdavaldsins í sögulegu lágmarki hjá þjóðinni.

Hefði önnur hvor höfnun þjóðarinnar á fyrirliggjandi Icesavesamningi leitt til afsagnar ríkisstjórnar, þingrofs og kosninga í kjölfarið, þá hefði ákvörðun Ólafs Ragnars, án efa orðið önnur. 


mbl.is Ólafur Ragnar gefur kost á sér
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Innilega sammála þér.  Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda ef hann hefði yfirgefið þjóð sína í því ástandi sem er núna.  Þegar stjórnvöld skynja ekki sinn vitnunartíma og þverskallast við að þröngva okkur inn í aðstöðu sem við viljum ekki fara í.  Verði þeim að góðu, nú hefst kafli tvö í sjálfstæðisbaráttunni.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.3.2012 kl. 17:52

2 Smámynd: Elle_

Hann gæti kallast bjargvættur okkar gegn stjórnarflokkunum.  Hann veldur gleði og þau eyðileggingu og þjáningu.  Núna urðu þau skelfingu lostin og hlaupa vonandi loks í felur.

Elle_, 4.3.2012 kl. 23:00

3 identicon

Hvers vegna fyrirvari um lengd setu? Ólafur er nauðsynlegt neyðarúrræði fyrir þjóðina, nauðsynlegur varðmaður á viðsjárverðum tímum. Ef stjórnlagaþingi tekst að eyðileggja alveg vald hans og gera marklaust, og gera þjóðina óvarða þegna alvaldrar ríkisstjórnar, án undankomuleiðar, verður væntanlega tilgangslaust fyrir hann að sitja áfram. Stjórnarskrárbreyting er í sjálfu sér góð, sé hún framkvæmd af fólki sem veit sínu viti, með sannan lýðræðisanda að leiðarljósi, eins og gert var í BNA og Frakklandi. Sé nefndin sem þetta gerir einfaldlega undirsátar ríkjandi valdhafa, sem eru leppar annarlegra afla sumir hverjir, þá er um allt annað mál að ræða og hættulegra, og í raun verið að hæðast að lýðræðinu. Í stjórnlagaráði er gott og vandað fólk, í bland við stórhættulega og andlýðræðislega aðila...

Clear Thinking (IP-tala skráð) 5.3.2012 kl. 05:42

4 Smámynd: Ólafur Björn Ólafsson

Clear thinking þarf að átta sig á að stjórnarskráin þarf samþykki meirihluta þjóðarinnar til að öðlast gildi. Eins er það svo að þegar kosið er um gildistöku stjórnarskrárbreytinga er það eftir að þing hafi verið rofið, og boðað til kosninga til alþingis.

Eins og staðan er í dag þá veit ég ekki til hvers þarf að gera nýja stjórnarskrá, sú gamla dugar enn, þarf bara að skerpa á henni. Þó er eitt sem ég hef oftsinnis minst á varðandi stjórnarskrá og stjórnarskrárbreytingar, það er óþarfi að fara í breytingar fyr en fólk fer að fara eftir gildandi stjórnarskrá.

Með kveðju

Kaldi

Ólafur Björn Ólafsson, 5.3.2012 kl. 19:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband