3.3.2012 | 22:30
Stöðumat úr höfuðstöðvunum í Stórholtinu.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið í vörn allt þetta kjörtímabil og í rauninni lítið gert annað en að verjast mismarktækum ásökunum, vegna hrunsins. Þó stundum hafi mátt greina þaðan málefnalega og jafnvel stundum ómálefnalega burði til aðhalds, við skaðlega stefnu stjórnvalda.
Þrátt fyrir að vera bæði í ,,vörn og í stjórnarandstöðu á meðan versta ríkisstjórn í sögu landsins er við völd og sókn ætti að vera besta vörnin, þá helst fylgið nokkuð stabílt . Menn skora ekki í vörn. En þegar nær dregur að móti (kosningum), þá hefst sóknin.
Báðir stjórnarflokkarnir hafa átt ,,sókn" síðan síðasta könnun var framkvæmd (flokksstjórnarfundir), en brenndu illilega af. Svo aumt er ástandið, að bitlaus stjórnarandstaða, oft á tíðum, fríkkar lítt upp á ástandið Enda ekkert þar í boði, annað en stöðugar erjur og sundurlymdi skolað niður með gömlu víni á enn eldri belgjum.
Fjara virðist undan Samstöðu Lilju Mós, eftir fljúgandi start, sem byggðist að mestu á óraunhæfum væntingum, á meðan fólk áttaði sig einnig á því, að sá hópur sem að flokknum stendur með Lilju, getur aldrei látið flokkinn standa undir nafni. Eins og reyndar nýlegir atburðir sýna.
Hreyfingin virðist vera nokkuð stabíl á ,,einskis manns landi hvað fylgi varðar. Spurning hvað gerist er fylgi Breiðfylkingarinnar sem hún á aðild að, fer að tikka inn. Samt allt eins líklegt, að banabiti þeirrar fyllkingar gæti orðið, úr hversu ólíkum áttum hugmyndafræðilega sá hópur sem Breiðfylkinguna skipar er. Líkt og virðist geta orðið ,,banamein Samstöðu Lilju Mós.
Framsóknarflokkurinn hefur líkt og Sjálfstæðisflokkurinn verið í vörn frá hruni. Auk þess sem að draugar fortíðar, hafa verið tíðir gestir í umfjöllun um hann. Einnig virðist einhver ,,kratismi hafa skotið rótum í þeim flokki, sem gerir hann vissulega ósamstæðari og líklegri til klofnings. Af þeim sökum er hann kannski ekki eins vænlegur kostur og hann gæti átt skilið.
Hvað Bjarta framtíð Guðmundar Steingríms og Besta flokksins varðar, er ekki gott að segja. Flokkurinn stofnaður og kynntur sem flokkur með ,,breytilega stefnu ,eftir vali þeirra er heimsækja og skilja eftir ,,skilaboð netsíðu flokksins hverju sinni.
Flokkurinn skröltir rétt undir því að ná manni inn en gæti samt náð nokkrum inn, án dragtískrar breytingar á fylgi. Flokkurinn og framvarðarsveit hans hafa verið lítt áberandi frá stofnun flokksins. Spurning er svo hvort það verði þeim til framdráttar eður ei, meira beri á flokknum, þegar nær dregur kosningum. Hvort flokkurinn nái að selja sig á landsvísu, líkt og Besti flokkurinn gerði í Reykjavík í síðustu sveitarstjórnarkosningum eða hann verði flop.
Svo er spurning hvað önnur framboð er kunna að vera í farvatninu gera. Kannski ekki rétt að reyna að ,,greina hvað úr þeim verður, fyrr en þau hafa verið tilkynnt til leiks og hafa tilkynnt stefnu sína.
Sjálfstæðisflokkur stærstur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sjálfstæðis flokkurinn geldur fyrir það að þingflokkurinn hefur ekki en beðist afsökunar á hinu ískalda mati sem þjóðin hafnaði.
B.Ben segist en vera stoltur af því ískalda mati sem þjóðin hafnaði.
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins endurspeglar ekki vilja sjálfstæðismanna frekar en Jógríma endurspeglar vilja þjóðarinnar. Það er mál að menn vakkni!!!
Hrólfur Þ Hraundal, 4.3.2012 kl. 01:14
Því fleiri flokkar því fleiri spil fá pólitíkusar til að plotta með eftir kosningar.
Vilji þjóðarinnar fer því á uppboðs markað .
Því fleiri flokkar því meira reiðileysi og það er ekki þjóðhagslega hagkvæmt.
Flokka klambrar eru þess vegna þjóðhagslega ó hagkvæmir.
Hrólfur Þ Hraundal, 4.3.2012 kl. 11:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.