Leita í fréttum mbl.is

Nýsköpun og efla það sem fyrir er.

Núna lætur nærri að ca. 10 til 12 þúsund manns séu á atvinnuleysisskrá.  Það þýðir að gæti þriðja hvert þeirra 27 þúsund lítilla og meðalstórra fyrirtækja, bætt við sig einum starfsmanni, að meðaltali, þá færi það langt með hreinsa út af atvinnuleysisskrá.  

Við hvern einstakling sem fer af atvinnuleysisskrá, verður sveifla upp á ca. 4 milljónir fyrir Ríkissjóð og atvinnulífið.  Viðkomandi einstaklingur, hættir að fá greiddar atvinnuleysisbætur, frá Atvinnutryggingarsjóði, sem fjármagnaður er að stórum hluta af fyrirtækjunum í landinu og fer á launaskrá hjá einhverju þeirra.

Þessi einstaklingur hefur hærri tekjur af vinnu sinni en af atvinnuleysisbótum og greiðir þ.a.l. hærri tekjuskatta. Auk þess sem neysla hans eykst sem breikkar svo neysluskattsstofna.

 Níuþúsund ný störf mönnuð af fólki af atvinnuleysisskrá, myndi því skila "sveiflu" upp á 36 milljarða, hið minnsta.  Því fjármagni yrði að skipta í sama hlutfalli og tekjustofn Atvinnuleysistryggjasjóðs er myndaður.  Atvinnulífið fengi það hlutfall af þessu fjármagni sem nemur framlagi þeirra til Atvinnuleysistryggingasjóðs, ríki og aðrir það sem eftirstendur.

 Myndi slík tilhögun ekki eingöngu efla Rikissjóð strax, eða því sem næst, heldur einnig á síðari stigum, þegar að atvinnullífið færi að fjárfesta, fyrir það fjármagn sem það fengi í sinn hlut. 

Einhvern hluta þeirrar upphæðar sem flyst til við þessarar breytingar, ætti einnig að veita til nýsköpunnar og öflun nýrra markaða fyrir framleiðslu okkar.

 Grunnstefið að þessari vegferð okkar úr atvinnuleysi, til framleiðsluaukningar, verðmætasköpunar og velmegunar er að efla nýsköpun og skapa hér traustan rekstrargrundvöll til framtíðar, fyrir undirstöðuatvinnuvegina. Enda mörg lítil og meðalstór fyrirtæki með aðkomu að þeim atvinnuvegum, með einhverjum hætti.

 Annað hvort starfa þessi fyrirtæki við þessa atvinnuvegi eða þá þjónusta þá.  Aukin nýsköpun gæti svo fjölgað fyrirtækjum, bæði í undirstöðuatvinnugreinunum eða í þjónustu við þær. Eða bara einfaldlega skapað ,,nýjar" atvinnugreinar.

Allt þetta yki svo tekjur Rikissjóðs og gerði okkur fært að verja meira fjármagni til mennta og velferðarkerfis.   


mbl.is Smáfyrirtækin skila mestu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband