26.2.2012 | 14:48
Bítur sök sekan?
Eins við var að búast, þá eru viðbrögð vinstri manna, við þessari frétt nær öll á einn veg. ,,Helvítis íhaldið er að láta Geir Jón skrifa þessa skýrslu." Enda er Geir Jón í framboði til annars varaformanns í Sjálfstæðisflokknum.
Engin viðbrögð þess efnis að þeir sem við sögu komu í skýrslunni, ættu bara að fagna því. Enda gætu þau þá hreinsað mannorð sitt af þeim sökum sem fram gætu komið í skýrslunni.
Reyndar var það svo, að í Búsáhaldabyltingunni sjálfri og fljótlega eftir að hún var yfirstaðin, voru uppi raddir um að tilteknir þingmenn hefðu haft áhrif á mótmælendur. Sagt þeim til með textaskilaboðum og fleiri leiðum.
Segir sagan að til hafi sést til Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns Vinstri grænna við þá iðju. Hún hafi verið spurð, hvort hún gerði sér grein fyrir því, hvað gæti gerst ef að fólk, hundruðum eða þúsundum saman ryddist inn í þinghúsið. Henni hafi ekki fundist það neitt ,,stórmál" enda ekkert nema ,,dauðir hlutir" í þessu þinghúsi.
Ég minnist þess að Gunnar Bragi Sveinsson, ef ég man rétt, hafi lagt fram þingsályktun þess efnis að þetta mál sem Geir Jón talar um yrði rannsakað. Þá titruðu þau Álfheiður, Björn Valur og fleiri vinstri menn af bræði og sögðu tillöguna byggða á, uppspuna og lygum. Tillagan væri auk þess tilræði við æru þeirra þingmanna, sem að til rannsóknar gætu orðið.
Þess má geta að þetta sama fólk öfundar Geir H. Haarde fyrir að vera fyrir landsdómi og geta þannig hreinsað mannorð sitt. Skrítin í því ljósi viðbrögð þeirra við tillögu Gunnars Braga, enda stóðu þeim sömu forréttindi til boða. Reyndar af því gefnu að sakir þeirra sem til rannsóknar eru, yrðu engar.
Höfðu áhrif á mótmælendur | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Viðskipti
- Hverjir eru fjárfestar?
- Verðbólguspá næstu mánaða hefur hækkað
- Markmið að vera fjárfestingarhæft
- Afgangur á viðskiptajöfnuði 45,7 milljarðar
- Skel hlýtur viðskiptaverðlaun
- Hagstofan og gervigreindin
- Heimilin vel í stakk búin
- Kaldbakur kaupir fyrir 400 milljónir í Högum
- Helmingur erlendrar netverslunar kemur frá Eistlandi
- Samræming hönnunargagna
Athugasemdir
Geir Jón lýgur eins og hann er langur til og er þá mikið sagt.
Undirritaður tók fullan þátt í Búsáhaldabyltingunni án þess að hafa fengið eitt einasta símtal þar að lútandi frá nokkrum þingmanni. Mér stýrði enginn nema minn eiginn vilji til að láta í ljós afstöðu mína. Ég skal bera vitni um það hvar sem er og hvenær sem er, og óski þess einhver skal ég fela óháðum rannsakanda umboð til að óska eftir afritum af símtalaskrá frá fjarskiptafyrirtækinu þar sem ég er í viðskiptum, svo afsanna megi lygar yfirlögregluþjónsins.
Reyndar er ég móðgaður að vera líkt við strengjabrúðu, af einstaklingi sem hefur nú opinberað sig sem eina slíka.
Guðmundur Ásgeirsson, 27.2.2012 kl. 01:42
Ég held að mönnum sé nokkuð sama hvar þú varst eða ert G Á
Casado (IP-tala skráð) 27.2.2012 kl. 16:44
Jæja, þá er það komið á hreint...
Guðmundur Ásgeirsson var með eina símann á svæðinu og þar af leiðandi ekki möguleiki á að haft hafi verið samband við einhvern mótmælanda.
Og Hilmar Hafsteinsson var með yfirstjórn á Austurvelli og þar af leiðandi enginn sem tók við skipunum frá neinum öðrum.
Það er nú gott að vita þetta og þar með ætti málið að vera dautt (eða eins og álfurinn sagði "málinu er lokið"
Þórður Gústaf Sigfriðsson (IP-tala skráð) 28.2.2012 kl. 17:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.