24.2.2012 | 20:14
Skjaldborgin sem varð að dómstólaleið lánþega..................
"Þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur hefur lokið aðgerðum í þágu skuldugra heimila munu 200.000 milljónir króna hafa verið afskrifaðar. Þetta kemur fram í bæklingnum Aðgerðir og árangur ríkisstjórnar Samfylkingar og Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs 2009-2011."
Ætli Vinstri grænir trúi þessu bulli sjálfir? Af þessum 200 milljörðum verða að minnsta kosti 75% eða 150 milljarðar tilkomnir vegna gengislánadóma Hæstaréttar.
Þegar stjórnvöld unnu að stærstu einkavæðingu Íslandssögunnar, þegar bankarnir voru afhentir vogunarsjóðum og öðrum hrægömmum og veiðileyfi gefið á skuldsettan almenning, lá fyrir á borðum stjórnvalda lögfræðiálit um ólögmæti gengislána.
Ummæli Árna Páls Árnasonar fyrrv. efnahags og viðskiptaráðherra í Kastljósþætti, þess efnis að lög 151/2010, hafi verið sett til þess að forða ríkinu frá bótakröfum kröfuhafa, vegna gengistryggra lána, geta í rauninni ekki bent til annars en að gengistryggðu lánin hafi verið færð á milli bankanna, eins og um fullkomnlega lögleg lán væri að ræða. Fólk gæti bara farið með sín mál fyrir dómstóla, teldi það á sér brotið.
Gengislánin fóru svo fyrir héraðsdóm og Hæstarétt og voru dæmd ólögmæt.
Viðbrögð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur við gengislánadómnum, voru hins vegar að lágmarka ,,tjón" bankanna á kostnað lántaka. Lántakendur gætu svo bara farið í mál við bankanna, væru þeir ekki sáttir.
Það er því varla hægt að segja annað en að helstu aðgerðir ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur, til lausnar skuldavanda heimilana, hafi verið að hrekja fólk út í þá raun að berjast við lánastofnanir fyrir dómstólum.
200 milljarðar afskrifaðir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.12.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það hlýtur að verða fyrsta verk nýrrar stjórnar, hvenær sem hún tekur við, að setja af stað rannsókn á tilurð gengistryggðrar lánastarfsemi og meðferð á þeim lánasöfnum eftir hrun. Sú rannsókn ætti að svara a.m.k. eftirfarandi spurningum:
FYRIR HRUN
1) Hvað vissi SÍ um þessi lán? Fram hefur komið að samtök fjármálafyrirtækja vissu frá upphafi að þau voru ólögleg. Hylmdi SÍ yfir með þessari starfsemi í tilraun til þess að bjarga bankakerfinu með prentun á gervigjaldeyri?
2) Hvað vissi FME um þessa lánastarfsemi og hvernig gat það farið framhjá þeim að lánin væru ólögleg? Það tekur leikmenn ekki nema 30 sekúndur að átta sig á því að lánin eru ólögleg þegar lögin eru skoðuð.
3) Hvar komu þessi lán fyrir í gjaldeyrisjöfnuði bankanna?
4) Lánin virðast ekki hafa verið keyrð í gegnum reiknistofu bankanna. Voru yfir höfuð nokkrar innistæður á bakvið þessi lán?
EFTIR HRUN
1) Hvað vissi Gylfi Magnússon um lögmæti þessarar lánastarfsemi þegar hann svaraði fyrirspurn Ragnheiðar Ríkharðsdóttur um "erlend lán" í þinginu. Hafði hann séð lögfræðiálit sem kváðu á um að gengistrygging væri ólögleg og að stór hluti lánasafna gömlu bankanna væri þar með í uppnámi? Blekkti Gylfi þingið vísvitandi?
2) Hafa kröfuhafar hótað stjórnvöldum lögsókn vegna yfirhylmingar með gengistryggðri lánastarfsemi eða vanrækslu stjórnsýslunnar við eftirlit með bönkunum fyrir hrun?
3) Hafa kröfuhafar hótað að ljóstra upp um tilurð þessarar lánastarfsemi ef að stjórnvöld tryggja þeim ekki ákveðna endurheimtu af þessum lánasöfnum?
4) Hvernig eru lánin færð yfir í nýju bankana og af hverju er ekki hægt að gera þau upp í gjaldkerastúku? Af hverju er bara hægt að gera þau upp í aðalútibúi?
Seiken (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 10:42
MiFiD tilskipunin sem er til varnar neytendum, og bannar
afleiðuviðskipti, var lögleidd hér 1. nóv. 2007.
Þannig að ég get ekki annað en álitið sem svo að öll verðtryggð lán og gengisbundin lán eru ólögleg frá 1. nóv 2007, því þessi lán eru ekkert annað en afleiður.
googla(MiFiD svör við algengum spurningum)
Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 25.2.2012 kl. 20:44
Halldór, það þarf ekki að líta til MiFiD til að sjá að gengistrygging sé ólögleg, en það getur hjálpað við að skilgreina almennu verðtryggðu lánin sem afleiðupappíra.
Seiken. Þetta er það sem ég get fyllt í eyðurnar.
FYRIR HRUN
1) Seðlabankinn gaf fjármálafyrirtækjum fyrirmæli um að bókfæra gengistryggðar eignir sem um væri að ræða erlendar eignir. Þar með hlýtur SÍ að hafa mátt vita við að slík lán gætu verið á markaði, en um leið mátt vita að samkvæmt lögum um gjaldeyrismál telst lán milli innlendra aðila vera innlent lán og samkvæmt lögum um lögeyri er krónan opinber gjaldmiðill í innanlandsviðskiptum. Hvort Seðlabankinn las greinargerð með vaxtalögum þegar hann var beðinn að veita umsögn á þeim skal ósagt látið, jafnframt hvort og hvenær hann hefði mátt gera sér grein fyrir því að jón og gunna væru að taka svoleiðis lán hjá bankanum sínum til að kaupa hjólhýsi innanlands.
2) Samkvæmt gögnum frá FME höfðu bílalánafyrirtækin hvorki starfsleyfi til gengistrytggðra- né gjaldeyrisviðskipta. Í ársreikningum a.m.k. eins þeirra er starfsemi þess hinsvegar sögð byggjast á slíku og því sama var haldið uppi sem málsvarnarástæðum í dómsmáli af öðru þeirra.Enn skal ósagt látið hvort menn þar á bæ voru yfirhöfuð að lesa þessi skjöl sem sum komu frá þeim sjálfum.
3) Stutta svarið er undir liðnum: erlendar eignir. Líka krónulánið á hjólhýsi jóns og gunnu, tengt við gengisvísitölur, og skuldabréfið veðsett á móti beinhörðum gjaldeyri sem er núna á Tortola. Sjá annars svar við lið 1).
4) Þessi mylla virkaði svona: viðskiptavinir lögðu gjaldeyri inn í banka þar sem hann var vistaður sem rafræn innstæða (t.d. IceSave), á móti þessari skuldbindingu lánaði bankinn jóni og gunnu gengistryggt í krónum fyrir hjólhýsinu. Eins og lýst er í liðum 1) og 3) gat bankinn bókfært þetta á móti hvoru öðru þannig að gjaldeyrisjöfnuður væri í lagi, en þá sat hann uppi með fullt af umframgjaldeyri sem hefði getað skekkt gjaldeyrisjöfnuðinn ef hann hefði ekki verið greiddur út sem kaupauki eða notaður til að kaupa upp evrópska banka og lána til útrásarfyrirtækja í erlendar áhættufjárfestingar. Þetta gekk þrusuvel þar til á reyndi og erlendir viðskiptavinir vildu taka út gjaldeyrinn sinn sem kom í ljós að þeir ónýt íslensk krónulán með ólöglega gengistryggingu og skerta greiðslugetu lántakenda eru ekki erlendur gjaldeyrir. Eða var það kannski fyrr? Ég veit ekki en Seðlabankinn virðist jafnvel enn í dag leggja þetta tvennt að jöfnu.
EFTIR HRUN
1) Sumarið 2010 benti ég Gylfa á sönnunargögn þess að a.m.k. þrjú fyrirtæki væru að stunda ólögleg viðskipti með gengislán. Hann roðnaði, stamaði og hóstaði svo upp úr sér loforði um að taka á málinu. Nokkrum mánuðum seinna sá ég hann í sjónvarpsviðtali roðna, stama og hósta upp lélegustu lygi sem sjónvarpað hefur verið frá Íslandi fyrr og síðar.
2) Það veit ég ekki. En Árni Páll segir þá hafa hótað málsókn ef ítrasta rétti neytenda væri framfylgt í málinu. Kosturinn við dóm hæstarréttar er hinsvegar að hæstiréttur verður aldrei bótaskyldur. Ríkið kann hinsvegar núna að vera bótaskylt gagnvart neytendum, en gæti endurheimt þann kostnað frá bönkunum og hefur til þess ýmsar leiðir.
3) Um þessa samsæriskenningu hef ég engin gögn eða staðfestar heimildir, en það er athyglisvert að þegar samið var um skiptingu milli gömlu og nýju bankanna voru þrír kröfuhafar við borðið, Bretar, Hollendingar, og Deutsche Bank. Út úr því komu samningar, þar sem um þriðjungur lánasafna nýja Landsbankans er skuldsettur gamla bankanum með gengistryggingu og er á efnahagsreikningi skilanefndarinnar eins og sérhannaður vafningur til að fylla í gatið sem vantar til að dekka forgangskröfur vegna IceSave. Ljóst er að þessir kröfuhafar gera væntingar um sem mestar endurheimtur, en meira ljósi get ég ekki varpað á þennan lið því miður.
4) Kannski eru fyrir þessu tæknilegar skýringar. Einfaldasta skýringin þætti mér sú að þeir vilji helst ekkert gera þessi lán upp heldur treysta á að bíða og sjá hvort fólki haldi ekki áfram að greiða út í hið óendanlega, vegna þess að þeim hefur ekki dottið nein skárri leið í hug til að forða Bankahruni #II. En þetta eru hreinar getgátur.
Guðmundur Ásgeirsson, 26.2.2012 kl. 05:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.