12.2.2012 | 16:11
Aukinn kostnaður, engar/litlar tekjur á móti.
Það er í rauninni sammerkt þessum framboðum tveimur, Samstöðu og Breiðfylkingu, að þeirra aðal stefnumál, heimta annað hvort nærri óraunhæfa samninga við hlutaðeigandi, eða griðarkostnað fyrir Ríkissjóð (skattgreiðendur).
Bæði framboðin skortir raunverulega sýn á það, hvernig auka eigi tekjur Ríkissjóðs á móti þeim kostnaði. Enda tala bæði framboðin gegn því sem raunverulega breikkar skattstofna og eykur hér hagsæld.
Hvort sem að svo ólíklega vilji til að samningar náist við kröfuhafa, án kostnaðar fyrir Ríkissjóð eða ekki, þá leysir það eitt sér ekki vandann, sem uppi er hér á landi. Vanda sem að kalla má þverþjóðfélagslega skuldsetningu. Skuldsetningu ríkis, einstaklinga/heimila og fyrirtækja.
Samhliða lausn á vandanum, þarf ekki bara að efla atvinnulífið á þann hátt, að fleiri störf verði til, heldur þarf þessum nýju störfum að fylgja aukin arðsemi sem skilar sér í þykkari launaumslögum og breiðari skattstofnum.
Sá galli er hins vegar á gjöf Njarðar, að bæði þessi framboð, nánast ala á hatri við gróða einkaaðila af fyrirtækjarekstri og viðskiptum. Gróða sem er þó einn af hornsteinum breiðra og sterkra skattstofna, sem auka tekjur Ríkissjóðs, án skattahækkanna eða nýrra skattaálaga.
Auk þess sem aukinn gróði fyrirtækja leiðir af sér bolmagn hjá þeim til þess að greiða hærri laun, sem svo skilar sér í breiðari tekjuskattsstofni, ásamt því sem að neysluskattsstofnar munu breikka í kjölfar aukinnar neyslu.
Leggi þessi framboð tvö ekki fram, samhliða tillögum sínum um skuldavanda heimila, tillögur um raunverulega uppbyggingu atvinnulífs og hagsældar, er vart hægt að líta öðruvísi á tillögur þessara framboða, en sem óraunhæfar og illframkvæmarlegar.
Tillögur sem líklegri eru til vinsælda en raunverulegs árangurs í baráttu við viðfangsefni þau sem við blasa, eru í rauninni ekkert annað en lýðskrum og dæmast á þann hátt, þegar stóra samhengi hlutana er skoðað.
Tillögur sem ekki bara auka á vandann, heldur einnig koma fleirum í vanda, en eru nú þegar í vanda.
Vilja efla siðferði í stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
- axelaxelsson
- reykur
- baldher
- benediktae
- bjarnimax
- bookiceland
- dansige
- gisliivars
- fosterinn
- gauz
- gp
- gmaria
- noldrarinn
- hallarut
- halldorjonsson
- heimirhilmars
- hlf
- fun
- johanneliasson
- bassinn
- jonvalurjensson
- kristinnp
- krist
- kristjan9
- wonderwoman
- ludvikjuliusson
- magnusthor
- pallvil
- rannsoknarskyrslan
- rosaadalsteinsdottir
- heidarbaer
- ziggi
- saemi7
- ubk
- thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 3
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 3
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.