Leita í fréttum mbl.is

Verðtrygginguna burt!! - En hvernig?

Ekki það að ég sé einhver aðdáandi verðtryggingarinnar. En mig langar samt að velta því upp hvernig fólk vill losna við hana og setja þá leið í samhengi við annað mál, sem tengist því óbeint.


Flestir sem ég hef talað við og vilja verðtrygginguna burt, tala um ný lög sem banna verðtryggingu. Gott og vel.
En lög sem banna verðtryggingu og ná til þeirra lána, sem folk er nú að brasa við að borga af yrðu afturvirk lög. Líkt og lögin hans Árna Páls um endurútreikninga á gengistryggðum lánum.


Nú hafa einhver samtök lánþega, man ekki í svipin hver, kært þau lög eða tilkynnt þau til ESA, á þeim forsendum að ekki sé hægt að breyta skilmálum neytendalána afturvirkt. Fallist ESA á þau rök og lögum Árna Páls verði breytt samkvæmt niðurskurði ESA, hvort sem það verði eftir úrskurð dómstóla eða stjórnvöld fallist á úrskurð ESA, þá hlýtur draumurinn um áðurnefnda lagasetningu vegna verðtryggingarinnar að vera brostinn. 


Enda hlýtur það að vera svo, að séu ein lög um afturvirkni lánasamninga úrskurðuð ólögmæt, af til þess bærum aðila, þá hljóta öll önnur lög sem kveða á um það sama, að vera það einnig.

Svo getum við gefið okkur það, að ESA úrskurði lánastofnunum/stjórvöldum í hag.  Það er að afturvirku lögin hans Árna Páls standi.  

 Þá liggur nánast beint við að sett yrðu samskonar lög um þau lán sem verðtryggingin var numin af með lögum.  Afturvirk lög sem kveða á um að þessi lán skuli breytast í óverðtryggð lán með þeim vöxtum sem á slíkum lánum hefur verið á lánstíma hvers láns fyrir sig.  Semsagt endurútreikningar á lánunum.  Hvort það fyrirkomulagkæmi sér betur fyrir lántakendur, skal ósagt látið.  Enda fer það sjálfsagt eftir því hvernær lánin voru tekin.  Einhverjir kynnu að koma betur út, en aðrir ekki. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er búið sð fella dóm hjá ESA:

Comment frá EG hjá marinogn.blog.is

Endurskiplagning fjármála einstaklinga, heimila og fyrirtækja 2.2. 2012

Ekki vitað hvenær hann verður birtur, þetta virðist allt kolólöglegt.

Halldór Guðmundsson (IP-tala skráð) 11.2.2012 kl. 07:25

2 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Það er ekki viskulegt að setja almenn lög sem brjóta klárlega eignaréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Það er m.a. ástæðan fyrir því að ekki er hægt að spóla til baka og loka á verðtryggingu frá og með 1.1. 2008 eins og margir eru að vonast eftir (og berjast fyrir).

Aftur á mót er hægt í dag (kvöld) að setja lög sem afnema heimild tengingu lánardrottna við vísitölu.

Þau lög á að setja strax.

Sindri Karl Sigurðsson, 11.2.2012 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband