4.2.2012 | 11:27
Röng nálgun við lausn á skuldavanda heimilana.
Það er í rauninni ekki svo erfitt að færa rök fyrir þeirri fullyrðingu sem í fyrirsögninni er. Í umræðum um skuldir heimilana, er fókusinn nær alltaf á því, hvað bankar og aðrar lánastofnanir, geti afskrifað af lánum heimilana.
Nær aldrei er spurt að því, hvað heimilin sjálf geti staðið undir. Hver greiðslugeta þeirra í rauninni sé, miðað við það að fólk sjái einhvern tilgang í því að greiða niður stökkbreyttar skuldir sínar.
Ef að sú tala sem lánastofnanir geta fært lánin niður í er hærri en greiðslugeta heimilana, þá er það ljóst að raunverulegar afskriftir lánanna, verða meiri þegar uppi verður staðið. Þar sem lánastofnanirnar munu aldrei geta fengið það verð fyrir þær eignir sem eru veð fyrir lánunum.
Eflaust gætu þó lánastofnanirnar, með bókhaldsbrellum, látið líta svo út að þær eignir sem leysa til sín, myndi sterkt eignasafn, þó svo að raunverulegt virði þeirra yrði langt undir bókhaldslegu virði þeirra.
Með öðrum orðum, þá eru lánasöfn banka og annarra lánastofnana, í raun metin langt umfram raunverulegt virði þeirra, þar sem öruggt er að þau muni aldrei innheimtast að fullu.
Gott dæmi um ranga nálgun við lausn á skuldavanda heimilana er svokölluð 110% leið. Hún var fyrst og fremst fundin út, út frá hagsmunum lánastofnana og hafði í rauninni ekkert með greiðslugetu heimilana að gera. Auk þess sem að efnahags og skattastefna stjórnvalda,hefur þau áhrif á vísitölur lánanna, að þau hækka óðfluga upp í þá upphæð sem þau voru í.
Einnig má örugglega segja, að skort hafi samræmdar reglur um mat á virði fasteinga sem sett voru að veði þeim lánum, sem um er rætt. Því hærra mat á fasteign, hvort um raunverulegt virði sé að ræða eða ekki, þýðir þá lægri afskrifaupphæð á láninu.
Réttari nálgun sem líklegri væri til að stíga stórt skref til lausnar á skuldavanda heimilana, væri sú að horfa til greiðslugetu þeirra, fremur en hagsmuna lánastofnana. Reyndar eru raunverulegir hagsmunir lánastofnana þeir, að lántakendur geti staðið í skilum.
Fyrsta skrefið í þeirri nálgun, væri að setja samræmdar reglur eða lög um verðmat á þeim eignum sem eru að veði vegna lánanna. Lög eða reglur sem girtu fyrir það, að eignir væru metnar yfir raunvrið til þess, komast hjá nauðsynlegum niðurfærslum.
Síðan yrðu öll húsnæðislán, færð niður í upphaflegt lánshlutfall. Níutíu prósent lán yrðu færð niður í það hlutfall, samkvæmt nýju samræmdu mati á virði eignar, sem og 80 % 100% eða hvað sem upphaflegt lánshlutfall upphaflega var.
Til þess að koma í veg fyrir að röng efnahags og skattastefna stjórnvalda, skemmi ekki ávinninginn af þessari leið, þá myndu þeir lántakendur, eingöngu borga niður höfuðstól lánsins ásamt vöxtum í einhvern tiltekinn tíma, t.d. 3-5 ár. Sá tími yrði svo notaður til endurskoðunnar á húsnæðislánakerfinu í heild sinni og endurbætur á því, bæta þarf.
Að loknum þeim tíma, færu svo lánin inn í það umhverfi sem endurskoðuð og ný húsnæðislánastefna skilar.
Þessi leið þýðir vissulega að um verður að ræða töluverða flutninga á fjármagni, að mestu leyti bókhaldslega, úr lánasöfnum lánastofnana til lántakenda.
Á móti kemur að raunverulegt tap lánastofnana verður ljóst og auðveldar það viðbrögð gagnvart þeirri stöðu. Auk þess sem að lokaútborgun flestra þeirra lána sem umræðir, eru nokkra áratugi í burtu og því nægur viðbragðstími til stefnu.
Eldri færslur
- Júlí 2014
- Júní 2014
- Maí 2014
- Apríl 2014
- Mars 2014
- Febrúar 2014
- Janúar 2014
- September 2013
- Ágúst 2013
- Júlí 2013
- Júní 2013
- Maí 2013
- Apríl 2013
- Mars 2013
- Febrúar 2013
- Janúar 2013
- Desember 2012
- Nóvember 2012
- Október 2012
- September 2012
- Ágúst 2012
- Júlí 2012
- Júní 2012
- Maí 2012
- Apríl 2012
- Mars 2012
- Febrúar 2012
- Janúar 2012
- Desember 2011
- Nóvember 2011
- Október 2011
- September 2011
- Ágúst 2011
- Júní 2011
- Maí 2011
- Apríl 2011
- Mars 2011
- Febrúar 2011
- Janúar 2011
- Desember 2010
- Nóvember 2010
- Október 2010
- September 2010
- Ágúst 2010
- Júlí 2010
- Júní 2010
- Maí 2010
- Apríl 2010
Bloggvinir
-
axelaxelsson
-
reykur
-
baldher
-
benediktae
-
bjarnimax
-
bookiceland
-
dansige
-
gisliivars
-
fosterinn
-
gauz
-
gp
-
gmaria
-
noldrarinn
-
hallarut
-
halldorjonsson
-
heimirhilmars
-
hlf
-
fun
-
johanneliasson
-
bassinn
-
jonvalurjensson
-
kristinnp
-
krist
-
kristjan9
-
wonderwoman
-
ludvikjuliusson
-
magnusthor
-
pallvil
-
rannsoknarskyrslan
-
rosaadalsteinsdottir
-
heidarbaer
-
ziggi
-
saemi7
-
ubk
-
thjodarheidur
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.4.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Myndaalbúm
Af mbl.is
Erlent
- Segir Bandaríkin skuldbundin NATO
- Börnin sváfu í brennandi húsinu
- Slæmt ástand í borginni: Kastar upp vegna lyktar
- Ungverjar draga aðildina til baka
- Tala látinna í Mjanmar komin yfir þrjú þúsund
- Enginn vinnur í viðskiptastríði
- Mikið áfall fyrir hagkerfi heimsins
- Amazon gerir tilboð í TikTok: Bann yfirvofandi
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.