Leita í fréttum mbl.is

Lífeyrissjóðirnir, eign fólksins í landinu eða braskvélar óábyrgra stjórnarmanna þeirra?.

Viðbrögð þeirra sem voru í forsvari fyrir lífeyrissjóðina árin fyrir hrun og eru reyndar margir enn á sama stað, eru með ólíkindum.  Menn tala um að læra af, að þeir hafi sett sér siðareglur og kannski mætti endurskoða stjórnarkjör sjóðanna, svo eitthvað sé nefnt.  Eflaust allt saman góð og falleg markmið, en engin viðbrögð lúta þó að því, að einhverjum þeirra finnist það koma til greina að axla ábyrgð.

Hvað stjórnarkjörið varðar, þá er það í rauninni glórulaust að atvinnurekendur séu í stjórnum eftirlaunasjóða starfsmanna sinna, þrátt fyrir sitt framlag í þá.  Það framlag er hluti af kjörum starfsmanna og eiga að mynda að stórum hluta eftirlaunasjóð þeirra, en ekki spilapeningar sem þeir, atvinnurekendur, geta leikið sér með í braski. 

Lærdóminn mættu svo þessir menn nýta, einhversstaðar annars staðar en stjórnum lífeyrissjóðanna. 

Það fegrar svo engan vegin stöðuna, að stór hluti endurreisnar atvinnulífsins, er í höndum þessarra manna í gegnum Framtakssjóð Íslands.

Eins má leiða að því líkum að skuldavandi heimilana væri auðveldari viðureignar, væri staða lífeyrissjóðanna, önnur og betri.

Lífeyrissjóðirnir koma beint og óbeint að ca. 80% allra húsnæðislána á Íslandi.  Í gegnum húsnæðislán til sjóðsfélaga sinna og svo í gegnum það, að fjármagna Íbúðalánasjóð að stórum hluta.

Ætla má, ef rekstur lífeyrissjóðanna hefði verið með eðlilegum hætti árin fyrir hrun, að þá væri svigrúm til almennra eða sértækra niðurfærslna á íbúðalánum lífeyrissjóðanna.  Einnig ættu þá lífeyrissjóðirnir borð fyrir Báru, til þess að færa niður lán sín til Íbúðalánasjóðs, sem sjóðurinn gæti svo nýtt til þess að færa niður lán þeirra, sem þar tóku lán.

Ofan á þetta allt gætu svo lífeyrissjóðirnir haft svigrúm,til þess að frysta verðtrygginguna, í það minnsta, svona rétt á meðan heimilin í landinu, ná aftur vopnum sínum.  Það er jú þannig að það fólk sem á í vanda með húsnæðislánin sín, eru einmitt félagar í einhverjum þessara lífeyrissjóða 


mbl.is „Skýrslan kemur ekki á óvart“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég segi nú bara fyrir mig. Mér finnst þetta vera það alvarlegt mál og mér finnst það ætti að rannsaka hver ber ábyrgð og sá hinn sami á og verður að bera ábyrgð á þessu gjörðum !!! Þarna er verið að gambla með peninga fólks sem hefur enga völ, en er skikkað til að borga í þessa hít !! Ég á móðir sem hefur alltaf borgað í þetta, en viti menn, hennar réttur er alltaf að minnka ! Þ.E.A.S. Það er alltaf að minnka greiðslurnar til hennar nú þegar hún þarf á þeim að halda !! Hver gefur þessum mönnum leyfi til að fara svona með fjármuni fólksins í landinu ??????? Ef ég mætti ráða þá hefði ég haft það þannig að fólk hefði val hvort það vill borga í lífeyrissjóði eða ekki.

Jóhanna Ósk Kristjánsdóttir. (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 01:08

2 identicon

Tek mjög undir það sem þú segir um stjórnarsetu atvinnurekenda í lífeyrissjóðum. Það er í rauninni fráleitt, að þeir skuli vilja hafa hönd í bagga með ráðstöfun þessa hluta launanna, þegar þeir hafa greitt þau. Nóg er nú samt sem þeir ná til sín af þeim í gegn um skattana okkar. Það er hinsvegar lífsnauðsyn að hafa það fyrirkomulag, að hver kynslóð leggi fyrir til að sjá sjálfri sér fyrir elli- og örorkulífeyri. Breytingar í samsetningu þjóðfélagsins gerir það að verkum, að ekki er hægt að ætlast til að slíkt gangi upp með gegnumstreymiskerfi, það leiðir fyrr eða síðar til ofurskattlagningar. Nóg er nú samt á því sviði.

Quinteiras (IP-tala skráð) 4.2.2012 kl. 08:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ef hausar fjúka ekki núna, þá erum við algjörlega glórulaus íslendingar. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 4.2.2012 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Kristinn Karl Brynjarsson
Kristinn Karl Brynjarsson
Ég hef mínar skoðanir, ekki endilega alltaf réttar.  Málefnaleg innlegg velkomin, en þeim sem geta ekki tjáð sig öðruvísi, en með svívirðingum um síðuhöfund, aðila þess máls, sem til umræðu er, hverju sinni eða með uppnefningum, er bent á eigin bloggsíðu.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband